Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson

prófessor emeritus


Pistlar
Kerling

Kerling kemur víða fyrir sem nafn á fjalli, tindi eða drang og verða nokkur þeirra nefnd hér: 1) Drangur sem gnæfir upp úr líparítskriðu í vestanverðum Kerlingarfjöllum í Árn. Þar er líka Kerlingará í Kerlingargljúfri. 2) Drangur í vesturhlíð Kerlingarfjalls á Snæfellsnesi, við hana er kennd gamla leiðin um Kerlingarskarð. 3) Fjall eða tindur í landi Skálmarnesmúla í A-Barð. 4) Klettur, „líkt og bograndi kvenmaður“, á Lónseyri í Snæfjallahreppi í N-Ís.

Gottorp

Birtist upphaflega í október 2004.

Gottorp er bær í Vesturhópi í V-Hún. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Gottrup lögmanni á Þingeyrum 1694 eða ‘95 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði og nefndi eftir sér, en nafnið er til í Suður-Slésvík, Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn mannsnafnið Goti en seinni liðurinn þorp. (Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, og Wolfgang Laur, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227 og 167–169.)

Frakka-örnefni

Birtist upphaflega í október 2006.

Orðið frakki getur merkt ‘yfirhöfn’, ‘myglað hey’, ‘stórgert hey', ‘lélegur gripur’, ‘ryðgaður hlutur’ og svo Frakki ‘maður í/frá Frakklandi’ (Íslensk orðabók, bls. 379). Orðið er til sem forliður nokkurra örnefna en ekki er vitað í hvaða merkingu það er hverju sinni. Örnefni eru a.m.k. þessi:

Bjalli

Birtist upphaflega í apríl 2008.

Elsta þekkta dæmið um örnefnið Bjalli er í samsetningunni Bjallabrekka undir Eyjafjöllum í Rang. sem Hauksbók Landnámabókar nefnir með þessum orðum:

Þrasi var son Þórólfs; hann fór af Hörðalandi til Íslands ok nam land millim Jökulsár ok Kaldaklofsár ok bjó á Bjallabrekku; þar heita nú Þrasastaðir skammt austr frá forsinum, en leiði Þrasa er fyrir vestan Forsá heldr nær ánni í Drangshlíð undir gnúpinum, ok er skriða á hlaupin. (Íslenzk fornrit I:339).

Baula

Birtist upphaflega í apríl 2003.

Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: 

Amt

Birtist upphaflega í mars 2004.

Elsta dæmi um orðið amt er frá 16. öld, skv. heimildum, í merk. 'umboðsstjórnarsvæði', sem tökuorð úr dönsku, en það er ættað úr latínu, skylt orðunum ambátt og embætti. Í Stardal í Kjalarneshr. eru nokkrir hnúkar nefndir Amtið, og þar er einnig Stiftamt, en ekki er vitað um tildrög nafnanna.

Pistlar

Kerling

Kerling kemur víða fyrir sem nafn á fjalli, tindi eða drang og verða nokkur þeirra nefnd hér: 1) Drangur sem gnæfir upp úr líparítskriðu í vestanverðum Kerlingarfjöllum í Árn. Þar er líka Kerlingará í Kerlingargljúfri. 2) Drangur í vesturhlíð Kerlingarfjalls á Snæfellsnesi, við hana er kennd gamla leiðin um Kerlingarskarð. 3) Fjall eða tindur í landi Skálmarnesmúla í A-Barð. 4) Klettur, „líkt og bograndi kvenmaður“, á Lónseyri í Snæfjallahreppi í N-Ís.

Gottorp

Birtist upphaflega í október 2004.

Gottorp er bær í Vesturhópi í V-Hún. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Gottrup lögmanni á Þingeyrum 1694 eða ‘95 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði og nefndi eftir sér, en nafnið er til í Suður-Slésvík, Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn mannsnafnið Goti en seinni liðurinn þorp. (Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, og Wolfgang Laur, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227 og 167–169.)

Frakka-örnefni

Birtist upphaflega í október 2006.

Orðið frakki getur merkt ‘yfirhöfn’, ‘myglað hey’, ‘stórgert hey', ‘lélegur gripur’, ‘ryðgaður hlutur’ og svo Frakki ‘maður í/frá Frakklandi’ (Íslensk orðabók, bls. 379). Orðið er til sem forliður nokkurra örnefna en ekki er vitað í hvaða merkingu það er hverju sinni. Örnefni eru a.m.k. þessi:

Bjalli

Birtist upphaflega í apríl 2008.

Elsta þekkta dæmið um örnefnið Bjalli er í samsetningunni Bjallabrekka undir Eyjafjöllum í Rang. sem Hauksbók Landnámabókar nefnir með þessum orðum:

Þrasi var son Þórólfs; hann fór af Hörðalandi til Íslands ok nam land millim Jökulsár ok Kaldaklofsár ok bjó á Bjallabrekku; þar heita nú Þrasastaðir skammt austr frá forsinum, en leiði Þrasa er fyrir vestan Forsá heldr nær ánni í Drangshlíð undir gnúpinum, ok er skriða á hlaupin. (Íslenzk fornrit I:339).

Baula

Birtist upphaflega í apríl 2003.

Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: 

Amt

Birtist upphaflega í mars 2004.

Elsta dæmi um orðið amt er frá 16. öld, skv. heimildum, í merk. 'umboðsstjórnarsvæði', sem tökuorð úr dönsku, en það er ættað úr latínu, skylt orðunum ambátt og embætti. Í Stardal í Kjalarneshr. eru nokkrir hnúkar nefndir Amtið, og þar er einnig Stiftamt, en ekki er vitað um tildrög nafnanna.