Skip to main content
Bækur
SSJ

Á stofnuninni er öflugt rannsóknarbókasafn. Safnið á aðild að Gegni og er safnkosturinn leitarbær á leitir.is.

  • Rit eru aðeins lánuð til notkunar á staðnum.
  • Netfang bókasafns- og upplýsingafræðinga er bokasafn [hjá] arnastofnun.is.
  • Símanúmer bókasafns er 839 4624.
     
Afgreiðslutími bókasafnsins er sem hér segir:
  • Mánudaga til fimmtudaga 10−12 og 13−15.
  • Föstudaga 10−12.
  • Hafið samband við bókasafnsfræðing ef óskað er eftir aðgangi að bókasafninu utan afgreiðslutíma.

Sumarlokun bókasafns

  • Bókasafnið verður lokað 8. júlí–5. ágúst vegna sumarleyfa.

Starfsmenn bókasafnsins eru bókasafns- og upplýsingafræðingarnir Guðný Ragnarsdóttir (gudny.ragnarsdottir [hjá] arnastofnun.is) og Kristín Konráðsdóttir (kristin.konradsdottir [hjá] arnastofnun.is).

Á bókasafni Árnastofnunar eru einkum rit um íslensk fræði, evrópsk miðaldafræði, þjóðfræði, nafnfræðirit, rit um héraðasögu, rit um málfar, íðorðafræði og orðabókargerð.

Safnkosturinn telur um 60 þúsund eintök og fjölda tímarita. Einnig er þar að finna sérprentasafn. Meiri hluti safnkostsins er aðgengilegur á 1. hæð í Eddu (aðalsafn). Aðrar safndeildir eru á 2. og 3. hæð í Eddu auk safndeilda í geymslu. Rit sem merkt eru aðalsafni eru aðgengileg gestum á afgreiðslutíma safnsins. Tímarit og rit sem merkt eru öðrum safndeildum þarf að panta með dags fyrirvara á netfanginu bokasafn [hjá] arnastofnun.is. Berist pantanir fyrir kl. 15 verða þær afgreiddar eftir kl. 13 daginn eftir.

Reglur um samskipti á bókasafni og í öðrum rýmum Árnastofnunar

Árnastofnun vill stuðla að góðum starfsanda þar sem ríkir traust, trúnaður og jafnræði. Allir gestir, stúdentar og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og hvorki kynbundið ofbeldi, kynbundin né kynferðisleg áreitni er liðin við stofnunina, hvorki af hendi starfsmanna né annarra.

Verði gestir eða stúdentar uppvísir að ósæmilegri framkomu í garð annarra gesta, stúdenta eða starfsmanna, s.s. kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða einelti, teljast þeir brjóta grundvallarreglur um samskipti á bókasafni og í öðrum rýmum Árnastofnunar. Aðgangur að þessum rýmum er þá án tafar tekinn af þeim og þeir verða að skila inn aðgangskorti á meðan mál þeirra er skoðað. Ef starfsmenn Árnastofnunar brjóta á gestum, stúdentum eða öðrum starfsmönnum er fylgt verklagsreglum Árnastofnunar um einelti.

Gæta skal að þolandi beri engan skaða af ráðstöfunum sem gripið er til í því skyni.

Ef brotið er á gesti eða stúdent skal hann snúa sér til starfsmanna
Árnastofnunar sem hafa strax samband við aðra hvora eftiralda:

Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, sviðsstjóra rekstrar- og þjónustusviðs: gudny.rosa.thorvardardottir@arnastofnun.is.
Guðrúnu Nordal forstöðumann: gudrun.nordal@arnastofnun.is.

Einnig er hægt að hafa samband við þær beint.

Þessar reglur eiga við um alla sem eru með aðstöðu á Árnastofnun.