Árnastofnun vill stuðla að góðum starfsanda þar sem ríkir traust, trúnaður og jafnræði. Allir gestir, stúdentar og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og hvorki kynbundið ofbeldi, kynbundin né kynferðisleg áreitni er liðin við stofnunina, hvorki af hendi starfsmanna né annarra.
Verði gestir eða stúdentar uppvísir að ósæmilegri framkomu í garð annarra gesta, stúdenta eða starfsmanna, s.s. kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða einelti, teljast þeir brjóta grundvallarreglur um samskipti á bókasafni og í öðrum rýmum Árnastofnunar. Aðgangur að þessum rýmum er þá án tafar tekinn af þeim og þeir verða að skila inn aðgangskorti á meðan mál þeirra er skoðað. Ef starfsmenn Árnastofnunar brjóta á gestum, stúdentum eða öðrum starfsmönnum er fylgt verklagsreglum Árnastofnunar um einelti.
Gæta skal að þolandi beri engan skaða af ráðstöfunum sem gripið er til í því skyni.
Ef brotið er á gesti eða stúdent skal hann snúa sér til starfsmanna
Árnastofnunar sem hafa strax samband við aðra hvora eftiralda:
Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, sviðsstjóra rekstrar- og þjónustusviðs: gudny.rosa.thorvardardottir@arnastofnun.is.
Guðrúnu Nordal forstöðumann: gudrun.nordal@arnastofnun.is.
Einnig er hægt að hafa samband við þær beint.
Þessar reglur eiga við um alla sem eru með aðstöðu á Árnastofnun.