Skip to main content

Örnefnaráðgjöf

Brúnn pappír sem á er skrifaður listi af örnefnum. Undir því og til hliðar handgerður uppdráttur af korti með örnefnum merktum inn á.
SSJ

Stofnunin veitir ráðgjöf til almennings og stofnana um söfnun, skráningu og varðveislu örnefna og jafnframt um nýjar nafngiftir.

Fólk í nærumhverfi á jafnan frumkvæði að nýjum örnefnum. Til dæmis gera eigendur eða ábúendur jarða tillögur að nöfnum á býlum og nýjum náttúrufyrirbærum og nefndir á vegum sveitarfélaga tillögur að nýjum nöfnum á götum og torgum. Ráðgjöf stofnunarinnar miðar að því að nafngiftir samræmist markmiðum laga um örnefni sem meðal annars lúta að varðveislu nafngiftahefða.

Hægt er að hafa samband um netfangið nafn@arnastofnun.is.