Söfn Orðabókar Háskólans
Stofnunin varðveitir söfn Orðabókar Háskólans sem eru ein mikilvægasta heimild sem til er um íslenskan orðaforða og þróun hans frá upphafi prentaldar um miðbik 16. aldar fram til nútímans. Söfnin eru varðveitt á pappírsseðlum sem geyma dæmi um notkun orða í samhengi eða umsagnir um orð og einkenni þeirra í töluðu eða rituðu máli, þar á meðal talsvert efni úr gömlum orðabókahandritum sem sum hafa aldrei verið gefin út.
Veigamestu söfnin voru sett saman á Orðabók Háskólans á tímabilinu 1943–2006 til undirbúnings að gerð sögulegrar íslenskrar orðabókar en ýmis smærri sérsöfn voru henni fengin til varðveislu. Nokkur safnanna hafa verið tölvuskráð að meira eða minna leyti eftir að tölvutæknin hélt innreið sína og gerbreytti allri vinnu við orðabókagerð. Tölvuskráningin leiddi til þess að hægt var að gera hluta efniviðarins öllum aðgengilegan á vef stofnunarinnar en fræðimenn, stúdentar og almenningur geta einnig nýtt seðlasöfnin í Eddu.
Veigamestu söfnin voru sett saman á Orðabók Háskólans á tímabilinu 1943–2006 til undirbúnings að gerð sögulegrar íslenskrar orðabókar en ýmis smærri sérsöfn voru henni fengin til varðveislu. Nokkur safnanna hafa verið tölvuskráð að meira eða minna leyti eftir að tölvutæknin hélt innreið sína og gerbreytti allri vinnu við orðabókagerð. Tölvuskráningin leiddi til þess að hægt var að gera hluta efniviðarins öllum aðgengilegan á vef stofnunarinnar en fræðimenn, stúdentar og almenningur geta einnig nýtt seðlasöfnin í Eddu.
Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi sem sýna notkun orða í íslenskum ritheimildum á nærri fimm alda tímabili, frá miðri 16. öld til loka 20. aldar. Þau eru flest úr prentuðum bókum eða blöðum en einnig úr handritum. Elsta orðtekna ritið er þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540, fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku.
Ritmálssafnið er að stofni til seðlasafn, þ.e.a.s. dæmin voru upphaflega skráð á seðla sem raðað er í stafrófsröð eftir uppflettiorði þannig að þeir mynda eins konar spjaldskrá. Í safninu eru um 2,5 milljónir notkunardæma um ríflega 700 þúsund orð.
Snemma var hafist handa við tölvuskráningu Ritmálssafnsins og fyrsta áfanga verksins lauk 1988. Þá var búið að skrá allan orðaforða safnsins og tilteknar grunnupplýsingar um hvert orð. Samhliða hófst skráning sjálfra dæmanna en hún fór einkum fram á árunum 1995–1997 og hefur stærstur hluti dæmasafnsins verið tölvuskráður þótt enn sé nokkur fjöldi dæma einungis til á seðlum. Meginhluti Ritmálssafnsins er öllum aðgengilegur á vefsíðu safnsins.
Ritmálssafnið er að stofni til seðlasafn, þ.e.a.s. dæmin voru upphaflega skráð á seðla sem raðað er í stafrófsröð eftir uppflettiorði þannig að þeir mynda eins konar spjaldskrá. Í safninu eru um 2,5 milljónir notkunardæma um ríflega 700 þúsund orð.
Snemma var hafist handa við tölvuskráningu Ritmálssafnsins og fyrsta áfanga verksins lauk 1988. Þá var búið að skrá allan orðaforða safnsins og tilteknar grunnupplýsingar um hvert orð. Samhliða hófst skráning sjálfra dæmanna en hún fór einkum fram á árunum 1995–1997 og hefur stærstur hluti dæmasafnsins verið tölvuskráður þótt enn sé nokkur fjöldi dæma einungis til á seðlum. Meginhluti Ritmálssafnsins er öllum aðgengilegur á vefsíðu safnsins.
Talmálssafn Orðabókar Háskólans
Talmálssafnið geymir umsagnir heimildarmanna um orð og orðafar í mæltu máli, ekki síst orðalag sem tengist gömlum starfsháttum og þjóðfélagsaðstæðum. Einnig eru í safninu talsverðar heimildir um staðbundinn orðaforða og merkingu. Um margt af þessu efni eru engar heimildir í öðrum söfnum stofnunarinnar.
Safnið er að meginhluta sprottið af þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu sem starfsfólk Orðabókarinnar annaðist um áratuga skeið. Þar var fyrirspurnum komið á framfæri og í kjölfarið höfðu heimildarmenn víða um land samband við umsjónarmenn og veittu þeim margháttaðar upplýsingar um orð, merkingu þeirra og notkun í sínu máli og annarra.
Í tengslum við talmálssafnið er varðveitt talsvert bréfasafn frá heimildarmönnum og handrit umsjónarmanna að þáttunum Íslenskt mál.
Áætlað er að í talmálssafninu séu rúmlega 300 þúsund umsagnir. Lengst af voru umsagnir heimildarmanna skráðar á seðla en síðar var tekið að tölvuskrá þær jafnharðan. Einnig hefur verið gerð yfirlitsskrá yfir orðaforðann í safninu. Þetta efni er þó ekki aðgengilegt í gagnagrunni svo að notendur þurfa að styðjast við seðlasafnið í Eddu.
Safnið er að meginhluta sprottið af þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu sem starfsfólk Orðabókarinnar annaðist um áratuga skeið. Þar var fyrirspurnum komið á framfæri og í kjölfarið höfðu heimildarmenn víða um land samband við umsjónarmenn og veittu þeim margháttaðar upplýsingar um orð, merkingu þeirra og notkun í sínu máli og annarra.
Í tengslum við talmálssafnið er varðveitt talsvert bréfasafn frá heimildarmönnum og handrit umsjónarmanna að þáttunum Íslenskt mál.
Áætlað er að í talmálssafninu séu rúmlega 300 þúsund umsagnir. Lengst af voru umsagnir heimildarmanna skráðar á seðla en síðar var tekið að tölvuskrá þær jafnharðan. Einnig hefur verið gerð yfirlitsskrá yfir orðaforðann í safninu. Þetta efni er þó ekki aðgengilegt í gagnagrunni svo að notendur þurfa að styðjast við seðlasafnið í Eddu.
Safn úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
Orðabók Jóns Ólafssonar var samin á árunum 1734–1779. Hún hefur aldrei verið gefin út og er því einungis til í handriti (AM 433 fol.). Orðabókin er merkileg heimild um orðaforða og málfar 18. aldar. Í henni eru alls um 48.000 íslensk orð og skýringar eru flestar á latínu þótt þar sé einnig gripið til dönsku og íslensku. Handritið geymir líka fjöldann allan af kvæðum, vísum, gátum, leikjum o.fl.
Handrit Jóns Ólafssonar er afar óaðgengilegt en Jakob Benediktsson skráði orð og orðskýringar úr öllu verkinu á seðla eftir ljósmyndum af handritinu. Seðlarnir eru nærri 50.000 og eru nú varðveittir sem eitt af sérsöfnum Orðabókar Háskólans ásamt handritamyndunum. Þá hefur Kristín Bjarnadóttir gert tölvuskrá yfir uppflettiorðin í safninu.
Handrit Jóns Ólafssonar er afar óaðgengilegt en Jakob Benediktsson skráði orð og orðskýringar úr öllu verkinu á seðla eftir ljósmyndum af handritinu. Seðlarnir eru nærri 50.000 og eru nú varðveittir sem eitt af sérsöfnum Orðabókar Háskólans ásamt handritamyndunum. Þá hefur Kristín Bjarnadóttir gert tölvuskrá yfir uppflettiorðin í safninu.
Önnur söfn
Í fórum stofnunarinnar eru ýmis smærri sérsöfn sem hafa orðfræðilegt og sögulegt gildi. Þar má nefna seðlasafn úr gömlum orðabókahandritum, stórum og smáum. Þau eru flest frá 18. og 19. öld og varðveitt á Landsbókasafni Íslands − Háskólabókasafni. Einnig má nefna seðlasöfn frá Þórbergi Þórðarsyni, Jóhannesi L.L. Jóhannssyni og Sigfúsi Blöndal sem öll eru frá upphafi 20. aldar svo og önnur orðfræðileg gögn frá ýmsum tímum. Mörg þessara safna voru fyrstu skrefin í gerð íslenskra orðabóka þótt einungis Íslensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals hafi verið gefin út.
Grein um sérsöfnin birtist í fyrsta hefti Orðs og tungu 1988.
Grein um sérsöfnin birtist í fyrsta hefti Orðs og tungu 1988.