Fræðimenn og háskólafólk
Styrkir
Stofnunin annast styrki Snorra Sturlusonar og umsýslu styrkja menningar- og viðskiptaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.
Námskeið
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur með höndum hið mikilvæga hlutverk að styðja nám í íslensku sem öðru máli í háskólum víða um heim. Stofnunin á aðild að norrænni samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis.
Fræðimannsíbúð
Stofnunin hefur til umráða íbúð sem leigð er til erlendra fræðimanna. Umsækjendur vinni að íslenskum fræðum við Háskóla Íslands eða sambærilegar stofnanir meðan á dvölinni stendur.
Bókasafn
Afgreiðslutími og upplýsingar
Á bókasafninu eru einkum rit um íslensk fræði, evrópsk miðaldafræði, þjóðfræði, nafnfræði, héraðasögu, málfar, íðorðafræði og orðabókargerð.
Vinnuaðstaða
Fræðimenn sem vinna með gögn sem varðveitt eru á bókasafni Árnastofnunar geta sótt um vinnuaðstöðu á lestrarsal safnsins.
Ráðgjöf
Málfarsráðgjöf
Íslenskusvið veitir málfarsráðgjöf og leiðbeiningar um vandað mál, réttritun, orðmyndun og fleira.
Örnefnaráðgjöf
Stofnunin veitir ráðgjöf til almennings og stofnana um söfnun, skráningu og varðveislu örnefna og jafnframt um nýjar nafngiftir.
Ríkjaheiti
Skrá yfir ritun ríkjaheita á íslensku.
Beiðnir
Aðstaða til leigu
Hægt er að leigja fyrirlestrasal og alrými á fyrstu hæð Eddu fyrir ýmiss konar viðburði.
Ljósmyndir, hljóðrit og skjöl
Stofnunin tekur við beiðnum um ljósmyndir af handritum, hljóðrit úr þjóðfræðisafni stofnunarinnar og skjölum úr skjalasafni. Einnig er hægt að senda inn beiðni um vinnuaðstöðu.
Umsýsluverkefni
CLARIN þjónustumiðstöð
Árnastofnun er aðili að CLARIN ERIC sem er rannsóknarinnviðaverkefi á vegum Evrópusambandsins. Meginmarkmið CLARIN ERIC er að öll stafræn málföng og búnaður frá allri Evrópu (og víðar) verði aðgengileg með einni innskráningu á netið, til nota í rannsóknum í hug- og félagsvísindum og innan máltækni.
Íslensk málnefnd
Hlutverk Íslenskrar málnefndar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin getur átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og ráðherra gefur út.
Örnefnanefnd
Örnefnanefnd hefur margþætt hlutverk. Hún veitir t.d. umsagnir um nöfn á nýjum sveitarfélögum og nýjum náttúrufyrirbærum innan sveitarfélaga. Í ákveðnum tilvikum úrskurðar hún einnig í ágreiningsmálum er varða örnefni, svo sem um nýtt eða breytt bæjarnafn eða götunafn, um nöfn á opinberum skiltum og um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni.