Skip to main content

Pistlar

Hvítt og grágrænt, ferkantað hús. Fyrir framan grænt gras, fyrir ofan blár himinn skreyttur skýjaslæðum.
21. febrúar 2025
Starfsstöðvar kvaddar – Árnagarður

Starfsmenn Árnastofnunar líta um öxl og segja stuttlega frá þeim starfsstöðvum stofnunarinnar sem hafa nú verið kvaddar fyrir fullt og allt. Í þessum pistli segir Gísli Sigurðsson frá Árnagarði.

Laugavegur 13.
14. febrúar 2025
Starfsstöðvar kvaddar – Laugavegur 13

Starfsmenn Árnastofnunar líta um öxl og segja stuttlega frá þeim starfsstöðvum stofnunarinnar sem hafa nú verið kvaddar fyrir fullt og allt. Í þessum pistli segir Ari Páll Kristinsson frá Laugavegi 13.

Samsett mynd - til vinstri er skúr með haf og himinn í bakgrunni, til hægri er veðurkort sem sýnir rigningaskúrir.
6. febrúar 2025
skúr og skúr og tilbrigði í kyni

Í íslensku eru orðin skúr í merkingunni ‘(stutt) rigningardemba’ og skúr í merkingunni ‘(lítil og einföld) bygging’ samhljóma sem kallað er – þau eru borin eins fram og hafa sömu ritmynd en gjörólíka merkingu.

Efri hluti tvídálka handritasíðu. Á síðunni er rauð kaflafyrirsögn og fallegur, grænn og rauður upphafsstafur, O.
29. janúar 2025
Ferskeytlur Flateyjarbókar

Flateyjarbók er elsta handrit sem geymir rímu en það er Ólafs ríma Haraldssonar. Ríman segir í stuttu máli frá kristniboði Ólafs konungs við upphaf elleftu aldar, falli hans í Stiklastaðabardaga og helgi hans eftir dauðann.

Kort af Íslandi. Fimm punktar eru merktir á kortinu með appelsínugulum pinnum, flestir á Vestfjörðum eða nálægt.
17. desember 2024
Haggahnúkur

Þetta forvitnilega örnefni er að finna í landi Snartartungu í Bitrufirði í Strandasýslu. Hagga-örnefni eru kennd við Högg í fleirtölu og er því um óvenjulega beygingu að ræða.

Hlið innkaupakerru. Fyrir framan hana, úr fókus, má greina vörustæður og fólk í verslun.
3. desember 2024
Kjörbúð

Fyrir 69 árum var efnt til óvenjulegrar samkeppni hér á landi. Fyrir henni stóð Samband íslenskra samvinnufélaga. Þar var almenningi gefinn kostur á leggja til orð, eða mæla með orði, sem hafa mætti um ákveðna nýjung í verslunarháttum hjá Sambandinu: sjálfsafgreiðslubúðir.

Opið handrit. Skriftin er smágerð og línur þéttar. Síður eru ljósbrúnar, eilítið krumpaðar í hornum.
19. nóvember 2024
Handrit í heimsókn: Morkinskinna, GKS 1009 fol.

Á nýrri sýningu í Eddu gefst nú einstakt tækifæri til að sjá nokkur handrit sem alla jafna eru varðveitt í Danmörku. Þar á meðal er eitt elsta handrit konungasagna, Morkinskinna, sem er frá seinni hluta þrettándu aldar.

Tvær hendur sem mögulega tilheyra karlmanni hvíla á borði. Önnur þeirra heldur um kaffibolla og hin réttir annan bolla áfram. Tvær hendur sem mögulega tilheyra konu taka á móti bollanum.
5. nóvember 2024
Talað mál í orðasöfnum og orðabókum

Þrátt fyrir mikilvægi munnlegra samskipta hafa orðabókafræðingar gefið samtölum lítinn gaum. Íslenskar orðabækur, eins og orðabækur annarra evrópskra mála, byggjast nefnilega fyrst og fremst á rituðum heimildum.