Skip to main content
Rauðar útlínur örflögu.
8. febrúar 2024
Vélþýðingar og bókmenntatextar

Þó að tilraunir með nýtingu stærðfræðilegra tauganeta við þýðingar á milli tungumála eigi sér nokkuð langa sögu hafa tækniframfarir orðið til þess að gerbreyta möguleikunum á þessu sviði.

Hrúga af kassettum, spólum, geisladiskum, floppy-diskum o.fl.
9. október 2023
Úr tali yfir í texta: um sjálfvirkar uppskriftir þjóðfræðisafns Árnastofnunar

Þjóðfræðisafn Árnastofnunar geymir yfir 2000 klukkustundir af ýmiss konar þjóðfræðiefni. Efnið samanstendur meðal annars af frásögnum af lífi fólks og þjóðháttum snemma á síðustu öld, sögnum og ævintýrum, söng, þulum, rímum og hljóðfæraleik. Stór hluti efnisins var hljóðritaður á árunum 1960 til 1980 af Hallfreði Erni Eiríkssyni, Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni. Þau ferðuðust um landið og töluðu við fólk − mikið til eldra fólk − og spurðu þau spjörunum úr.

Blýantsteikning. Torfbær merktur "Hamar á Langadalsströnd" við sjó. Á sjónum dökkir flekkir, merktir "Skinnaköst". Fjær, eyja merkt "Borgarey".
26. september 2023
skinnaköst

Í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 má finna nafnorðið skinnaköst sem útskýrt er sem ‘vindsveipir, gárur (á sjó)‘. Orðið er að mestu horfið úr íslensku nútímamáli en í seðlasöfnum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna nokkur notkunardæmi. Elsta þekkta dæmið úr ritmáli er að finna í kverinu Ljódmæli Sigurdar Péturssonar sem gefið var út um miðja 19. öld. Yngstu dæmin eru hins vegar frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar og birtast aðallega í ritum tengdum sjómennsku.