Þetta forvitnilega örnefni er að finna í landi Snartartungu í Bitrufirði í Strandasýslu. Hagga-örnefni eru kennd við Högg í fleirtölu og er því um óvenjulega beygingu að ræða.
Fyrir 69 árum var efnt til óvenjulegrar samkeppni hér á landi. Fyrir henni stóð Samband íslenskra samvinnufélaga. Þar var almenningi gefinn kostur á leggja til orð, eða mæla með orði, sem hafa mætti um ákveðna nýjung í verslunarháttum hjá Sambandinu: sjálfsafgreiðslubúðir.
Á nýrri sýningu í Eddu gefst nú einstakt tækifæri til að sjá nokkur handrit sem alla jafna eru varðveitt í Danmörku. Þar á meðal er eitt elsta handrit konungasagna, Morkinskinna, sem er frá seinni hluta þrettándu aldar.
Þrátt fyrir mikilvægi munnlegra samskipta hafa orðabókafræðingar gefið samtölum lítinn gaum. Íslenskar orðabækur, eins og orðabækur annarra evrópskra mála, byggjast nefnilega fyrst og fremst á rituðum heimildum.
Óvænt gleðitíðindi bárust frá Kanada þegar íslenskt handrit frá dögum Árna Magnússonar fannst við tiltekt á heimili í Kingston, Ontario. Handritið reyndist mikill fengur fyrir áhugafólk um 17. öld.
Nýr málvinnsluvefur Árnastofnunar er vettvangur þar sem tiltekin máltæknitól eru gerð aðgengileg almennum notendum, bæði með notendaviðmóti og svokölluðum forritaskilum.
Í vinnuhandritum þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar má stundum sjá sitthvað skrifað á spássíuna sem gefur innsýn í ólíkar skoðanir á því hvers konar sögur ættu heima í safninu.
Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.
AM Dipl. Isl. fasc. I, 10 er fyrst í númeraröð þeirra fornbréfa sem Árnastofnun varðveitir. Það er ritað í Alviðru í Dýrafirði í tilefni af kirkjuvígslu þar á staðnum árið 1344.
Orðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.