Handrit.is
Vefurinn handrit.is er samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling). Einnig má þar finna nokkur handrit úr einkaeigu og handrit varðveitt á öðrum stofnunum.
Ísmús
Á vefnum Ísmús er hægt að leita eftir efni í þjóðfræðisafninu eftir ýmsum leiðum og hlusta á stóran hluta þess. Þar er einnig að finna Sagnagrunn og Ævintýragrunn þar sem skráðar eru sagnir og ævintýri sem hafa verið prentuð í ýmsum þjóðsagnasöfnum.
Nafnið
Á vefnum nafnið.is verða gögn um nöfn af ýmsu tagi aðgengileg á einum stað. Í fyrsta áfanga verkefnisins er unnið að skráningu örnefnasafns Árnastofnunar og það gert aðgengilegt og leitarbært. Verkefnið var unnið að frumkvæði sérfræðinga Árnastofnunar í nafnfræði sem hafa umsjón með og bera ábyrgð á vefnum.
Bragi
Bragi – óðfræðivefur er gagnvirkur rannsóknargrunnur í bragfræði- og bókmenntum. Einnig nýtist hann vel til rannsókna á öðrum sviðum, til dæmis orðfræði, hljóðkerfisfræði og málsögu. Í honum er hægurinn hjá að rannsaka uppruna einstakra bragarhátta, dreifingu þeirra og vinsældir og hvaða hættir þóttu best henta ákveðnum yrkisefnum.
Handrit íslenskra vesturfara
Árið 2015 hófst verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi á vegum Árnastofnunar sem hafði að markmiði að finna handrit og bréf vesturfara á söfnum í Kanada og Bandaríkjunum eða í einkaeigu afkomenda þeirra. Á vefnum Handrit íslenskra vesturfara má skoða myndir af handritunum sem fundust, lesa um fólkið sem tengist þeim og leita að stöðum sem koma við sögu handritanna.