Skip to main content
Orð
Á íslenskusviði eru stundaðar rannsóknir á notkun orða og orðasambanda í raungögnum. Gögnin eru af ýmsum toga og sem dæmi má nefna stórar stafrænar málheildir og textasöfn, seðlasöfn, sendibréf og hljóðrituð samtöl. Rannsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa til að mynda beinst að samsetningu og þróun orðaforðans, meðal annars breytingum sem rekja má til áhrifa annarra tungumála, sér í lagi dönsku á 19. öld og ensku á 20. og 21. öld. Á sviðinu hefur sjónum einnig verið beint að formlegum einkennum orða, orðasambanda og orðhluta, til að mynda tilbrigðum í beygingu og orðaröð og samspili forms og hlutverks. Ekki síst eru rannsóknir stundaðar á sviði orðmyndunar þar sem fjallað er um hvernig nýyrði og íðorð verða til og hvað ræður mestu um afdrif þeirra.