Orð
Á íslenskusviði eru stundaðar rannsóknir á notkun orða og orðasambanda í raungögnum. Gögnin eru af ýmsum toga og sem dæmi má nefna stórar stafrænar málheildir og textasöfn, seðlasöfn, sendibréf og hljóðrituð samtöl. Rannsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa til að mynda beinst að samsetningu og þróun orðaforðans, meðal annars breytingum sem rekja má til áhrifa annarra tungumála, sér í lagi dönsku á 19. öld og ensku á 20. og 21. öld. Á sviðinu hefur sjónum einnig verið beint að formlegum einkennum orða, orðasambanda og orðhluta, til að mynda tilbrigðum í beygingu og orðaröð og samspili forms og hlutverks. Ekki síst eru rannsóknir stundaðar á sviði orðmyndunar þar sem fjallað er um hvernig nýyrði og íðorð verða til og hvað ræður mestu um afdrif þeirra.
Verkefni
Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum
Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum.
Mikilvægur orðaforði fyrir fjöltyngi og vélþýðingar
Pragmatísk tökuorð á Norðurlöndum
Samfall: Innsýn í mörk setningafræði og orðhlutafræði
Í þessu verkefni eru mörk setningafræði og orðhlutafræði rannsökuð út frá samfalli. Ýmsar setningagerðir, sem eiga það sameiginlegt að samfall gerir þær betri en ella, verða skoðaðar.