Reglur um aðgang gesta að vinnuaðstöðu
Lesborð á bókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru eingöngu ætluð þeim sem vinna með gögn sem varðveitt eru á safninu. Gögn safnsins eru eingöngu ætluð til nota á lestrarsal.
Hluti borðanna er frátekinn fyrir einstaklinga sem nýta borðin að jafnaði meira en 70% vinnuvikunnar. Um önnur lesborð gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.
Fræðimenn geta sótt um vinnuaðstöðu til þriggja til sex mánaða í senn. Endurnýja skal umsókn ef gestur óskar eftir að fá að halda vinnuaðstöðu lengur.
Ef viðvera gesta sem eru með frátekin borð er ekki góð eða regluleg að jafnaði (undir 70%) geta þeir átt á hættu að missa vinnuaðstöðu sína.
Fræðimenn sem óska eftir að fá vinnuaðstöðu á stofnuninni skulu sækja um á meðfylgjandi umsóknareyðublaði og setja sig í samband við starfsfólk bókasafnsins sem hefur umsjón með lestrarsal og úthlutar vinnuaðstöðu.
Netfang: bokasafn [hjá] arnastofnun.is
Sími: 839 4624