Skip to main content

Pistlar

Mosfell

Birtist upphaflega í janúar 2003.

Nafnið Mosfell er þekkt á a.m.k. tíu stöðum í landinu:

1) Fell og kirkjustaður í Grímsnesi í Árn.
2) Kollótt móbergsfell vestan við Kerlingarfjöll, gróið mosa.
3) Fell og kirkjustaður í Mosfellssveit.
4) Bær í Svínadal í A-Hún.
5) Aflöng bogadregin fjallbunga í Gönguskörðum í Skag.
6-7) Litla- og Stóra-Mosfell í Búrfellsheiði í Svalbarðshr. í N-Þing., grasi gróin.
8) Norðan Stöðvarfjarðar í S-Múl.
9) Sunnan Stöðvarfjarðar í S-Múl.
10) Fjall með grámosa á Bragðavalladal í Hamarsfirði í S-Múl.

Merking forliðarins er vafalítið 'mosi', en engu líkara en þar sé á ferðinni hvk.orðið *mos (sbr. Sigurd Fries í NORNA-rapporter 34 (1987), 213), sem ekki er annars til í íslensku; nafnið ætti annars að vera *Mosafell.

Birt þann 20. júní 2018
Síðast breytt 24. október 2023