Tímarit gefin út af Árnastofnun
Gripla
Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og stuttar fræðilegar athugasemdir (sem eru ekki ritrýndar). Ritdómar um bækur eru ekki birtir í Griplu og heldur ekki þýðingar á miðaldatextum nema þær fylgi útgáfu textans á frummáli. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) fylgja stuttir útdrættir og lykilorð.
Gripla er skráð í Web of Science™ gagnagrunninn og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands.
Gripla er skráð í Web of Science™ gagnagrunninn og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands.
Orð og tunga
Tímaritið Orð og tunga birtir greinar sem lúta að máli og málfræði. Lögð er áhersla á greinar um orðfræði, þ. á m. nafnfræði og íðorðafræði, og greinar um orðabókafræði og orðabókagerð, sem og fræðilegar greinar um málrækt og málstefnu.
Greinar eru að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum og ensku.
Orð og tunga er gefin út bæði rafrænt og á prenti.
Greinar eru að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum og ensku.
Orð og tunga er gefin út bæði rafrænt og á prenti.
Mannamál – Vefrit um íslensku og önnur mál
Vefritið Mannamál er nýr vettvangur til að miðla þekkingu og reifa álitamál er varða íslensku og önnur mál sem töluð eru hér á landi. Ritið er gefið út á vegum íslenskusviðs Árnastofnunar en höfundar efnis koma úr ýmsum áttum. Allir eiga það sameiginlegt að vinna störf þar sem tungumálið er í brennidepli, til dæmis við málfræðirannsóknir, tungumálakennslu, máltækni og stefnumótun sem varðar íslensku. Heiti vefritsins, Mannamál, gefur til kynna hvert viðfangsefnið er og hvernig við viljum koma því á framfæri. Við ætlum að fjalla um alls konar tungumál á aðgengilegan og lifandi máta.