Alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir sumarnámskeiðum ár hvert í íslensku máli og bókmenntum, sögu og samfélagi. Annars vegar er boðið upp á Nordkursnámskeið ætlað norrænum nemendum og hins vegar alþjóðlegan sumarskóla fyrir útlendinga sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu.
Handritaskólinn
Sumarskóli í handritafræðum er haldinn á hverju ári af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Institut for Nordiske studier og sprogvidenskab) til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þegar námskeiðið er á Íslandi er það haldið í samvinnu við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Háskóla Íslands. Þetta eru tíu daga námskeið sem kennd eru á ensku. Hvert námskeið er metið til 5 ECTS eininga og getur verið hluti af meistaranámi í íslenskum miðaldafræðum (Medieval Icelandic Studies).
Íslenskukennsla við háskóla erlendis
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur umsjón með kennslu í íslensku og þjónustu við háskólakennara í íslensku við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Íslensk stjórnvöld styðja við íslenskukennslu í eftirfarandi löndum.
Íslensk stjórnvöld styðja við íslenskukennslu í eftirfarandi löndum.
Icelandic Online: vefnámskeið í íslensku
Icelandic Online er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Námskeiðið er einkum ætlað erlendum háskólanemum en einnig öðrum sem áhuga hafa á íslensku máli og menningu, bæði erlendis og hér á landi. Nemendur sem taka þátt í sumarnámskeiðum í íslensku á vegum hugvísindadeildar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þurfa að hafa lokið Icelandic Online 1.
Kennslubækur í íslensku
Listar yfir bækur um íslenskt mál, menningu og sögu. Listarnir er einkum hugsaður fyrir erlenda nemendur í íslensku og fyrir þá sem vilja læra íslensku eða kynna sér íslenska menningu og sögu á eigin spýtur.