Skip to main content

Skipurit og stjórn

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á. Stofnunin hefur frá 1. september 2006 starfað samkvæmt lögum nr. 40 frá 12. júní 2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er Guðrún Nordal.

 

Núverandi skipurit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók gildi árið 2023.

Stjórn

Stjórn stofnunarinnar skipa:

Menningar- og viðskiptaráðherra skipar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn. Skulu þrír skipaðir samkvæmt tilnefningu háskólaráðs Háskóla Íslands og tveir án tilnefningar og er annar þeirra formaður stjórnar.

Húsþing

Forstöðumaður kallar húsþing saman og stjórnar því. Á húsþingi stofnunarinnar eiga sæti þeir sem ráðnir eru til rannsóknarstarfa við stofnunina. Þeir hafa atkvæðisrétt vegna ákvarðana og umsagna sem lögin mæla fyrir um. Húsþing skal kalla saman ef þriðjungur þeirra sem ráðnir eru til rannsóknarstarfa óskar.

Húsþing tilnefnir mann í dómnefnd vegna skipunar forstöðumanns og veitir umsögn um tillögu forstöðumanns að reglugerð, sbr. 4. gr. laganna. Húsþing tilnefnir fulltrúa í dómnefnd vegna ráðningar til rannsóknar­starfa, sbr. 9. gr., og veitir forstöðumanni umsögn um slíka ráðningu. Húsþing veitir forstöðumanni rökstudda umsögn um umsækjendur um sérstakar rannsóknar­stöður tengdar nafni Árna Magnússonar og Sigurðar Nordals, sbr. 8. gr.

Forstöðumaður getur boðað aðra starfsmenn til húsþings. Auk þeirra verkefna sem ákveðin eru með lögunum er húsþing vettvangur umræðu og ráðgjafar um innri málefni stofnunarinnar, um fræðilega stefnumótun, verkefni og útgáfumál.