Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 26 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík 3.–26. júní.
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis verður haldinn 11.–14. júní í Eddu í Reykjavík. Rætt verður m.a. um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2024–2025 verður kynnt.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 1.–31. júlí.