Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Þjóðfræði

Þjóðfræði
Á Íslandi er ekki sérstök þjóðfræðistofnun, en það hefur fallið í hlut Árnastofnunar og þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands að sinna þeim fræðum. Á vegum stofnunarinnar og að nokkru leyti í samvinnu við aðra, einkum Ríkisútvarpið, hefur mikið þjóðfræðaefni verið hljóðritað á segulbönd. Að því unnu einkum Hallfreður Örn Eiríksson, sem var ráðinn að stofnuninni árið 1965 til þess að sinna þjóðfræðum, og þau Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir, sem söfnuðu efni á árunum 1963-1971. Í seinni tíð hafa nemar í þjóðfræði bætt við það safn hljóðritunum.

Miklu af þessu efni hefur verið komið á stafrænt form og það gert aðgengilegt á vefnum.
Ísmús
Ísmús – íslenskur músík- og menningararfur – er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta.
Sagnagrunnur
Sagnagrunnurinn er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands ásamt upplýsingum um heimildafólk og safnara.
Þjóðfræðitenglar
Tenglar inn á ýmsar stofnanir, félög og söfn innan þjóðfræðinnar.
Lifandi hefðir
Hefðir lifa vegna þess að þeim er miðlað mann fram af manni. Vefsíða um hefðir sem lifa á Íslandi