Skip to main content

Pistlar

Búrfell

Birtist upphaflega í ágúst 2002.

Búrfell eru 46 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. Nokkrir bæir bera líka þetta nafn. Búrfellin eru þessi:


1) Hæðahryggur á Hrunamannaafrétti í Árn., þó ekki með venjulegu Búrfellslagi.
2) Fjall í Þjórsárdal í Árn., ílangt og hömrum girt að ofan.
3) Bunguvaxið móbergsfjall og bær í Grímsnesi í Árn. með lag af stórhveli (GÁG,27?).
4) Lágt sandfell, rétt ofan við Hlíðarenda í Ölfusi í Árn.
5) Eldborg í Garðahrauni, aust-suðaustur frá Hafnarfirði í Gull.
6) Einstakt fjall, rauður gíghóll við Þormóðsdal eða Hafravatn, einnig áður fyrr sem hjáleiga í Mosfellssveit, Kjós.
7) Lítið, kringlótt fell, sunnan Botnssúlna, upp af Brúsastöðum í Þingvallasveit.
8) Fornt eyðibýli í Lundarreykjadal í Borg.
9) Fjall og bær í Hálsasveit í Borg.
10) Við Síðufjall í Mýr.
11) Efra- og Neðra-Búrfell á Holtavörðuheiði, í landi Fornahvamms í Norðurárdal, Mýr.
12) Fjall í hásuður frá Ingjaldshóli í Neshr. í Snæf. Nefnt Matarfell á sjó.
13) Litla-Búrfell í landi Hvols í Saurbæ í Dal.
14) Stóra-Búrfell í landi Hvítadals í Saurbæ í Dal.
15) Fjall á Kleifum í Gilsfirði í Saurbæ í Dal.
16-17) Litla- og Stóra-Búrfell í landi Berufjarðar í Reykhólahr. í A-Barð.
18) Vestra-, Mið- og Efsta-Búrfell í Vesturbotni í Patreksfirði í V-Barð.
19) Í Selárdal við Arnarfjörð í V-Barð., einnig nefnt Búrið.
20) Stakt fjall í miðjum dal á Kjaransstöðum í Þingeyrahr. í V-Ís.
21) Fjall sem stendur eitt sér fyrir botni Súgandafjarðar, V-Ís.
22) Fjall inn af Ísafirði, vestur af Kollafjarðarheiði, N-Ís.
23) Fell upp af Nóngilsfjalli við Hesteyri í Sléttuhr. í N-Ís.
24) Fjall í landi Miðdalsgrafar í Kirkjubólshr. í Strand.
25) Hátt, uppdregið fjall inn af Reykjarfirði á Ströndum. Nefnt Matarfell á sjó.
26) Fjall upp frá Reykjum í Hrútafirði í V-Hún.
27) Bær í Ytri-Torfustaðahr., V-Hún.
28-29) Bæirnir Stóra- og Litla-Búrfell í Svínavatnshr., A-Hún.
30) Fjall í Svartárdal í Skag.
31) Lág bunga í landi Selár í Skefilsstaðahr., Skag.
32) Í landi Ytra-Mallands í Skefilsstaðahr., Skag.
33) Hár melkambur í landi Berghyls í Holtshr., Skag.
34) Fjall (Búrfellshyrna) og bær í Svarfaðardal, Eyf.
35) Í Keflavík í Grýtubakkahr., S-Þing.
36) Stapafjall inn af Mývatnssveit, S-Þing.
37) Stapafjall úr móbergi upp af Héðinshöfða á Tjörnesi, S-Þing. Nefnt Kistufell á sjó.
38) Einstakt móbergsfell, toppmyndað ofan og grasi gróið upp í miðjar hlíðar upp af Þistilfirði, í Öxarfjarðarhr., N-Þing.
39) Fjall upp af Straumi í Hróarstungu, N-Múl.
40) Fjall inn af Sænautavatni, í Heiðarseli á Jökuldal, N-Múl.
41) Fjall austur af Kárahnjúkum, sv. af Hrafnkelsdal, N-Múl.
42) Fjall í Brúnavík á Borgarfirði eystra, N-Múl.
43) Fjall við Eskifjörð, S-Múl.
44) Fjall á Búlandsnesi, S-Múl.
45) Efra- og Neðra-Búrfell á Melrakkanesi í Álftafirði í S-Múl.
46) Fjall á Dalajörðum (Kaldrananesi) í Mýrdal, V-Skaft.

Birt þann 20. júní 2018
Síðast breytt 24. október 2023