Birtist upphaflega í mars 2004.
Orðið tafla er tökuorð úr latínu tabula og merkti 'spjald' eða eitthvað töflulaga, t.d. mörtafla. Það er til sem örnefni, bæði ósamsett og samsett: Tafla 1) Milli Tálknafjarðar og Bíldudals í V-Barð. 2) Klettastallur í Töflufjalli austan Ketilseyrardals í Þingeyrarhr.í V-Ís. 3) Upp af Gemlufalli norðan Hjarðardals í Dýrafirði í V-Ís. 4) Klettur í fjallsbrún ofan við Skálarhvilft í Keldudal í Dýrafirði. 5) Við botn Veiðileysufjarðar í Jökulfjörðum í N-Ís. 6) Vestan Ingólfsfjarðar í Strand. 7) Önnur er á Hlíðarhúsafjalli við Ingólfsfjörð. Nafnið er vísast líkingarnafn enda haft um fjöll með ákv. lögun. Sbr. einnig Hagatafla upp af Haga á Barðaströnd. Í samsetningum öðrum er Töflusteinn, nokkuð jafn á alla kanta, í landi Stóra-Áss í Borgarfirði. Það nafn er einnig í Meðaldal í Dýrafirði ásamt öðrum Töflu-nöfnum.
Síðast breytt 24. október 2023