Skip to main content

Örnefnanefnd

Hafa samband
Örnefnanefnd hefur aðsetur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Heimilisfang:
Örnefnanefnd
Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík

Netfang: ornefnanefnd [hjá] hi.is

Sími: 525-4432 eða 525-4433
Menningararfur
Örnefni, þar með talin bæjanöfn og götuheiti, eru hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og hafa mörg hver varðveist frá upphafi búsetu í landinu. Samkvæmt lögum um örnefni ber að vernda þessar minjar eftir því sem kostur er, enda telur Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) viðhald menningarerfða af þessu tagi mikilvægt.
Nefndina skipa (2024–2028):
Einar Sveinbjörnsson formaður, skipaður án tilnefningar.
Aðalsteinn Hákonarson, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Varamaður er Emily Lethbridge.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir, tilnefnd af Íslenskri málnefnd. Varamaður er Arnbjörn Jóhannesson.
Tryggvi Már Ingvarsson, tilnefndur af innviðaráðherra. Varamaður er Stefanía Traustadóttir.
Bjarney Guðbjörnsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í umboði innviðaráðherra. Varamaður er Þórey D. Þórðardóttir.