Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Um nefndina
Örnefnanefnd er stjórnsýslunefnd á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis og starfar á grundvelli laga um örnefni.

Örnefnanefnd hefur margþætt hlutverk. Hún veitir t.d umsagnir um nöfn á nýjum sveitarfélögum og nýjum náttúrufyrirbærum innan sveitarfélaga. Í ákveðnum tilvikum úrskurðar hún einnig í ágreiningsmálum er varða örnefni, svo sem um nýtt eða breytt bæjarnafn eða götunafn, um nöfn á opinberum skiltum og um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni.
Hafa samband
Örnefnanefnd hefur aðsetur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Heimilisfang:
Örnefnanefnd
Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík

Netfang: ornefnanefnd [hjá] hi.is

Sími: 525-4432 eða 525-4433
Lög um örnefni
Örnefnanefnd starfar á grundvelli laga, nr. 22/2015, um örnefni. Þau leystu af hólmi lög, nr. 35/1953, um bæjarnöfn o.fl. og reglugerð, nr. 136, um störf Örnefnanefndar frá 22. febrúar 1999.
Menningararfur
Örnefni, þar með talin bæjanöfn og götuheiti, eru hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og hafa mörg hver varðveist frá upphafi búsetu í landinu. Samkvæmt lögum um örnefni ber að vernda þessar minjar eftir því sem kostur er, enda telur Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) viðhald menningarerfða af þessu tagi mikilvægt.
Leiðbeiningar og ráðgjöf
Í flestum tilvikum kemur frumkvæði að nýjum örnefnum frá íbúum í nærumhverfi: eigendur eða ábúendur gera tillögur að nöfnum á nýjum býlum eða lögheimilum í dreifbýli og sömuleiðis að nöfnum á nýjum náttúrufyrirbærum á jörðum sínum; nefndir á vegum sveitarfélaga gera tillögur að nöfnum á götum, hverfum og nýjum sveitarfélögum. Örnefnanefnd er ekki falið það hlutverk að gefa stöðum nöfn nema þegar sérstaklega stendur á.

Á þessari síðu er að finna leiðbeiningar um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra og sömuleiðis meginsjónarmið Örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga. Þeir sem gefa stöðum nöfn geta einnig sótt ráðgjöf og leiðbeiningar til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Nefndina skipa (2019–2023):
Bergur Þorgeirsson formaður, skipaður án tilnefningar,
Einar Sveinbjörnsson varaformaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti,
Gunnar H. Kristinsson tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Jónína Hafsteinsdóttir tilnefnd af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Þórdís Edda Jóhannesdóttir tilnefnd af Íslenskri málnefnd.

Varamenn eru:
Birna Kristín Svavarsdóttir skipuð án tilnefningar,
Eydís Líndal Jóhannesdóttir tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Birna Lárusdóttir tilnefnd af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Sigurður Konráðsson tilnefndur af Íslenskri málnefnd.