Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Árnastofnun í fjölmiðlum

2023
2022
2021
RÚV (Morgunvaktin á Rás 1) 13. desember 2021. Jóhannes B. Sigtryggsson.
Íslensk réttritun er nýtt rit sem Jóhannes setti saman og er vistað á heimasíðu Árnastofnunar. Grunnur þess er ritreglur Íslenskrar málnefndar sem eru opinberar réttritunarreglur hér á landi.
RÚV (Samfélagið á Rás 1) 1. desember 2021. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í viðtalinu sagði Svanhildur frá merkilegum handritafundi í British Library þegar doktorsneminn Bjarni Gunnar Ásgeirs­son uppgötvaði þar óþekktan tví­blöðung úr íslensku skinn­hand­riti sem reynd­ist vera úr Reynistaðarbók, safn­riti um dýrlinga, kraftaverk o.fl. sem nunn­ur í klaustr­inu á Reyn­istað í Skagafirði tóku sam­an á 14. öld.
Fréttablaðið 18. nóvember 2021. Helga Hilmisdóttir.
Rætt var við Helgu um málþing um blótsyrði sem haldið verður í Reykjavík 2.−3. desember en að því stendur alþjóðlegi hópurinn
„Swearing in Scandinavia“ sem er þverfaglegur hópur sem leggur stund á rannsóknir á blótsyrðum meðal þjóða og m.a. menningarmuninn sem einkennir þær.

Bylgjan (Bítið) 17. nóvember 2021. Ari Páll Kristinsson.
Rætt var við Ara Pál um vefgáttina málið.is og umbæturnar sem gerðar hafa verið á henni. Tilefnið var að 16. nóvember sl. voru fimm ár liðin frá því að Málið var opnað og í ár, á degi íslenskrar tungu, var ný og betrumbætt vefgátt opnuð og er sem fyrr, notendum að kostnaðarlausu (1:45:40).
RÚV (Morgunvaktin á Rás 1) 16. nóvember 2021. Haraldur Bernharðsson.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu var Haraldur, sérfræðingur í málsögu, fenginn til þess að fara yfir og útskýra uppruna og sögu tungumála og málkerfa, ólíka orðaröðun tungumála heimsins ásamt ýmsu fleiru sem tengist tungumálinu almennt.
RÚV (Síðdegisútvarpið á Rás 2) 28. september 2021. Ásta Svavarsdóttir.
Í þættinum var rætt við Ástu vítt og breitt um orðabækur allt frá fyrstu tíð þegar farið var að setja saman orðabækur til breytinganna sem orðið hafa á orðabókaútgáfum nútímans með tilkomu nýrrar tækni og veraldarvefsins.
RÚV (Síðdegisútvarpið Rás 2) 5. október 2021. Fjóla K. Guðmundsdóttir.
Í viðtalinu sagði Fjóla frá Instagramsíðu Árnastofnunar sem hún heldur utan um og vakið hefur verðskuldaða athygli en markmiðið með síðunni er að kynna í stuttu máli og ríkulegu myndavali hversu mikil og fjölbreytt starfsemi fer fram á stofnuninni.
RÚV (Lestin á Rás 1) 24. september 2021. Jóhannes B. Sigtryggsson.
Í viðtalinu var rætt við Jóhannes um svokallaða „Oxford kommu“ sem hafði úrslitaáhrif á nýlegt dómsmál í Bandaríkjunum, almennt um greinarmerki og stafsetningu í íslensku ritmáli og reglur sem gefnar hafa verið út um það efni í gegnum tíðina.
Fréttablaðið 24. september 2021 (sérblað Vísindavöku Rannís). Helga Hilmisdóttir.
Í kynningunni gerir Helga grein fyrir rannsóknarverkefninu Íslensk unglingamál, samstarfsverkefni Árnastofnunar, Háskóla Íslands og háskólanna á Akureyri og í Reykjavík, og m.a. hvernig efnis var aflað, úrvinnslu gagna og væntanlegri bók rannsóknarhópsins um íslenskt unglingamál.
RÚV (Síðdegisútvarpið á Rás 2) 21. september 2021. Þórunn Sigurðardóttir.
Í þættinum var rætt við Þórunni um bókmenntagrein sem var vel þekkt á Íslandi á 16. öld svokallaða siðatexta eða dyggðaspegla og finna má jafnt í lausu máli sem bundnu í íslenskum handritum en boðskapur verkanna er sérstaklega ætlaður ungum stúlkum og gjafvaxta konum.
RÚV (Síðdegisútvarpið á Rás 2) 14. september 2021. Ari Páll Kristinsson.
Í þættinum var rætt við Ara Pál vítt og breitt um erlend ríkjaheiti í íslensku máli fyrr og nú, nöfn á löndum og þjóðflokkum víða um heim sem lifað hafa um aldir í tungumálinu − eða horfið af pólitískum ástæðum − og margt fleira þessu efni tengt.
RÚV (Samfélagið á Rás 1) 10. september 2021. Sigrún Kristjánsdóttir.
Í þættinum var rætt við Sigrúnu um starf hennar sem nýráðins sýningarstjóra hjá stofnuninni og undirbúning nýrrar sýningar sem opnuð verður í Húsi íslenskunnar 2023, þ. á m. að hverju þurfi að huga þegar handrit og önnur gögn stofnunarinnar eru valin og búin til sýningar fyrir fjölbreyttan hóp gesta.
RÚV (Síðdegisútvarpið á Rás 2) 7. september 2021. Emily Lethbridge.
Í þættinum var rætt við Emily um örnefni almennt og örnefnasafnið sem finna má á vef Árnastofnunar nafnið.is, landsátak um söfnun örnefna og hnitsetningu þeirra sem stofnunin stendur að í samstarfi við Landmælingar Íslands o.fl. áhugavert.
RÚV (Víðsjá á Rás 1) 31. ágúst 2021. Guðrún Nordal.
Í þættinum sagði Guðrún frá heimsókn breskra og ítalskra fræðimanna sem rannsakað hafa liti og blek í myndlist og ritum miðalda, námskeiðum sem þeir héldu á stofnuninni og fyrirhuguðum opnum fyrirlestrum þeirra um efnið (1.m./40.sek.)
Sjónvarpsmiðillinn Hringbraut (Saga og samfélag) 27. ágúst 2021. Þórdís Edda Jóhannesdóttir.
Í þættinum var rætt við Þórdísi Eddu um fræðigrein sem hún ritaði og birtist í vorhefti Skírnis undir heitinu „Jómsvíkingar að fornu og nýju“ þar sem m.a. er fjallað um hversu víðtæk áhrif íslenskar fornbókmenntir hafa haft á menningu okkar tíma.
RÚV (Morgunútvarpið á Rás 2) 9. ágúst 2021. Helga Hilmisdóttir.
Í þættinum var rætt við Helgu um nýja íslenska talmálsorðabók sem verið er að vinna að um þessar mundir.
Fréttablaðið 9. júlí 2021. Ágústa Þorbergsdóttir.
Í umfjölluninni er greint frá skýrslu sem kom út í kjölfar rannsóknar sem Ágústa vann í samstarfi við tvo lektora við Háskólann á Hólum þar sem kannað var hvert væri ríkjandi tungumál í ferðaþjónustu á Íslandi. (Sjá frétt á bls. 4.)
Fréttablaðið 6. ágúst 2021. Þórdís Úlfarsdóttir.
Í fréttinni er rætt við Þórdísi um það nýmæli að kynhlutlausa fornafnið „hán“ verði í framtíðinni bætt inn í orðabækur og orðasöfn sem stofnunin heldur úti á veraldarvefnum.
Mbl.is 23. júní 2021. Ágústa Þorbergsdóttir.
Í fréttinni segir frá rannsókn og útgáfu skýrslu sem Ágústa vann að og greinir frá hvert sé ríkjandi mál í ferðaþjónustu á Íslandi en rannsóknina vann hún í samstarfi við Önnu Vilborgu Einarsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur, lektora við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.
RÚV (Segðu mér á Rás 1) 16. júní 2021. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í þættinum var rætt við Svanhildi um rannsóknir hennar og forvera á öllum þeim fjölda handrita sem til eru af Njálu og þá afstöðu sem m.a. er nauðsynlegt að taka þegar verkið er undirbúið fyrir útgáfu. Hugmyndafræði miðalda bar á góma, handritarannsóknir almennt o.fl. áhugavert.
RÚV (Sögur − verðlaunahátíð barnanna) 5. júní 2021.
Í beinni útsendingu frá Hörpu voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi verkefni sem tengjast barnamenningu og að þessu sinni tók Árnastofnun þátt en á hátíðinni var kunngjört hvaða handrit í handritasamkeppni stofnunarinnar varð fyrir valinu sem Ungmennahandritið 2021.
RÚV (Kastljós) 3. júní 2021. Guðrún Nordal.
Í þættinum var rætt við Guðrúnu og Má Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ, en fyrr um daginn voru þau meðal frummælenda á málþingi Sagnfræðingafélags Ísland þar sem umfjöllunarefnið var „Handritamálið nýja“ sem fengið hefur blendnar viðtökur.
RÚV (Morgunútvarpið á Rás 2) 27. maí 2021. Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Í þættinum var rætt við Önnu Sigríði málfarsráðunaut RÚV um Orðanet Jóns Hilmars Jónssonar sem hún kynnti og útlistaði fyrir áheyrendum af mikilli þekkingu, lífi og fjöri.
RÚV (Víðsjá á Rás 1) 25. maí 2021. Gísli Sigurðsson.
Í þættinum var rætt við Gísla um fræðimanninn Hermann Pálsson og ráðstefnu sem haldin var honum til heiðurs í tilefni af því að 26. maí var öld liðin frá fæðingu hans.
Morgunblaðið 20. maí 2021. Arndís Þórarinsdóttir.
Hér segir Arndís, höfundur fjölskyldubókarinnar Bál tímans, frá því hvernig til þess kom að hún settist niður og hóf að semja skáldævisögu miðaldahandrits út frá sjónarhóli þess og frásagnartækninni sem hún beitti til að gæða verkið lífi.
Fréttablaðið 13. maí 2021. Arndís Þórarinsdóttir.
Í viðtalinu segir Arndís, höfundur bókarinnar Bál tímans, meðal annars frá því hvernig hún fékk hugmyndina að frásagnarformi bókarinnar þegar hún var stödd á Gotlandi og skoðaði þar miðaldakirkjur, jafnt rústir sem heilar kirkjur (bls. 39).
RÚV (Orð um bækur á Rás 1) 8. maí 2021. Arndís Þórarinsdóttir.
Í þættinum var rætt við rithöfundinn Arndísi Þórarinsdóttur um bók hennar Bál tímans. Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár, tilurð verksins, efnistök og frásagnarstíl. Bókin var gefin út hjá Forlaginu í samstarfi við Árnastofnun.
RÚV (Kiljan) 5. maí 2021. Bergsveinn Birgisson.
Í þættinum flutti Bergsveinn frumsamið kvæði sem hann orti og fór með þegar lagður var hornsteinn að Húsi íslenskunnar síðasta vetrardag, 21. apríl, en þann dag voru 50 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku og af því tilefni varð ljóðið til.
RÚV 22. apríl 2021. Sjónvarpsþáttur unninn af Vinum Árnastofnunar.
Félagsskapurinn Vinir Árnastofnunar stóð fyrir gerð heimildaþáttar um handritamálið svokallaða og lausn þess í tilefni af því að hálf öld er liðin síðan fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða, komu heim frá Danmörku.
RÚV (Kiljan) 21. apríl 2021. Arndís Þórarinsdóttir.
Í þættinum var rætt við rithöfundinn Arndísi Þórarinsdóttur í tilefni af nýútkominni bók hennar sem ber heitið Bál tímans. Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár, en verkið var gefið út hjá Forlaginu í samstarfi við Árnastofnun.
Vefmiðillinn Vísir 21. apríl 2021. Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar.
Síðasta vetrardag, 21. apríl, lögðu mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands hornstein að Húsi íslenskunnar en þann dag voru fimmtíu ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku.
RÚV (Handritin til ykkar) síðasti vetrardagur, 21. apríl 2021.
Hátíðardagskrá var haldin í Hörpu í tilefni af heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku 21. apríl 1971 þegar Konungsbóka eddukvæða og Flateyjarbók voru afhentar íslensku þjóðinni til varðveislu. Dagskránni var streymt til allra grunnskóla á landinu.
RÚV (Menningin − Grunnskólanemar fá innsýn í heim íslensku handritanna) 20. apríl 2021. Eva María Jónsdóttir.
Í viðtalinu greinir Eva María frá því helsta sem fyrir augu mun bera á hátíðardagskrá sem haldin verður í Hörpu 21. apríl auk þess að segja frá handritasamkeppni meðal grunnskólanema sem Árnastofnun stóð fyrir.
RÚV (Mannlegi þátturinn á Rás 1) 20. apríl. Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur).
Í þættinum var rætt við Godd um handritasamkeppni grunnskólanema sem Árnastofnun stóð fyrir, en hann sat í dómnefnd ásamt Gísla Sigurðssyni og Arndísi Þórarinsdóttur, og greindi hann frá forsendunum fyrir því að ákveðin handrit sem þóttu skara fram úr fengu viðurkenningu.
RÚV (Svona er þetta á Rás 1) 18. apríl 2021. Guðrún Nordal.
Í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að tvö fyrstu handritin voru flutt aftur heim frá Danmörku var rætt við Guðrúnu um handritamálið svokallaða. Hús íslenskunnar var til umræðu og starfsemin sem þar mun fara fram, auk umfjöllunar um nýjustu rannsóknir í íslenskum fræðum o.fl.
RÚV (Víðsjá á Rás 1) 15. apríl 2021. Eva María Jónsdóttir og Steiney Skúladóttir.
Í þættinum var rætt við þær Evu Maríu og Steiney um hátíðardagskrá sem haldin verður í Hörpu 21. apríl þar sem sjónum verður beint að Konungsbók eddukvæða, efninu sem hún geymir og hvernig því verður miðlað á nýstárlegan hátt til landsmanna.
RÚV (Morgunvaktin á Rás 1) 14. apríl 2021. Birna Lárusdóttir.
Í þættinum var rætt við Birnu um heiti og uppruna örnefna á gosstöðvunum í landi Hrauns á Reykjanesskaga, svo sem Fagradalsfjall, Geldingadalir, Meradalir og fleiri áhugaverð.
Morgunblaðið 29. mars. Ritstjórn stafrænnar útgáfu Orðabókar Sigfúsar Blöndals.
Í tilefni af formlegri opnun stafrænnar útgáfu Íslensk-danskrar orðabókar Sigfúsar Blöndals varð fyrir hönd ritstjórnar verkefnisins Steinþór Steingrímsson fyrir svörum blaðamanns í fréttagrein um viðburðinn.
Vefmiðillinn Hringbraut (Heima er bezt) 18. mars 2021. Guðrún Nordal.
Í þættinum var rætt við Guðrúnu í tilefni af því að 21. apríl verður hálf öld liðin frá því að fyrstu handritin komu heim. Fjallað var um handritamálið og lausn þess, arfleifð handritanna gerð þeirra og ritun og annað þeim viðkomandi.
RÚV (Samfélagið á Rás 1) 16. mars 2021. Steinþór Steingrímsson.
Í þættinum var rætt við Steinþór um stafræna yfirfærslu Orðabókar Sigfúsar Blöndals og máltækni sem fræðigrein.
RÚV (Morgunvaktin á Rás 1) 3. febrúar 2021. Gísli Sigurðsson.
Í framhaldi af umfjöllun þáttastjórnenda um eðli og orsakir norðurljósanna var rætt við Gísla um hugleiðingar forfeðranna á fyrirbærinu, sólkerfinu o.fl. sem meðal annars má lesa um í Gylfagynningu Snorra Sturlusonar.
RÚV (Fyrir alla muni − Leitin að silfrinu) 31. janúar 2021. Þórunn Sigurðardóttir.
Í þættinum var rætt við Þórunni um handrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá um 1753 þar sem finna má frásögn hans af silfri Egils Skalla-Grímssonar.
Vefmiðillinn Vísir 25. janúar 2021. Gísli Sigurðsson.
Rætt er við Gísla vegna tilgátu sem breskur prófessor hefur nýlega varpað fram um að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele.
RÚV (Sjónvarpsfréttir 24. janúar og Lestin 20. janúar) 2021. Ragnheiður Jónsdóttir.
Rætt við Ragnheiði um MA-ritgerð hennar „Fáðu þér eina smellý og chillaðu broski“. Ritgerðina byggir hún á rannsókn sinni á enskuslangri unglinga og ber saman við sambærilega rannsókn sem Helga Hilmisdóttir gerði fyrir tuttugu árum.
RÚV (Menningin) 20. janúar 2021. Ágústa Þorbergsdóttir.
Orð ársins 2020 voru tilkynnt við afhendingu menningarviðurkenninga RÚV. Hlustendur RÚV og starfsmenn Árnastofnunar völdu orðin. Í viðtalinu greinir Ágústa frá vali stofnunarinnar á orði ársins.
Bylgjan (Bítið) 15. janúar 2021. Ragnheiður Jónsdóttir.
Í viðtalinu segir Ragnheiður frá rannsókn sem hún gerði á ensku slangri í tali unglinga. Könnunina gerði hún meðal grunn- og framhaldsskólanema veturinn 2019−2020, og að hennar sögn varpar áhugaverðu ljósi á þróun tungumálsins undanfarna áratugi.
Morgunblaðið 14. janúar 2021. Ragnheiður Jónsdóttir.
Ragnheiður greinir frá rannsókn sinni á enskum slanguryrðum unglinga sem var meginefni MA-ritgerðar hennar. Ritgerðin var unnin innan rannsóknarverkefnisins Íslenskt unglingamál en Helga Hilmisdóttir verkefnisstjóri var leiðbeinandi Ragnheiðar.
2020
RÚV (Morgunvaktin) 18. desember 2020. Emily Lethbridge.
Í þættinum greindi Emily frá vefnum nafnið.is innihaldi hans, uppsetningu og möguleikum en hann var formlega opnaður síðdegis þennan sama dag. (Umfjöllun um vefinn hefst þegar ein klukkustund, 15 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar af Morgunvaktinni.)
RÚV (Kjarni málsins) 12. desember 2020. Helga Hilmisdóttir.
Í þættinum var rætt við Helgu um rannsókn hennar á unglingamáli á Íslandi í samtímanum og einkennum þess eins og þau birtast í raungögnum.
RÚV (Kjarni málsins) 12. desember 2020. Ari Páll Kristinsson.
Í þættinum ræddi Ari Páll um hugtakið málstefna og um málstýringu og hve víða hún kemur við sögu, um mannanafnareglur og loks mikilvægi áhrifavalda við að efla virðingu fyrir íslenskunni og áhuga á henni.
RÚV (Lestin) 8. desember 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í þættinum (á 22. mínútu og 24. sek.) var rætt við Svanhildi Óskarsdóttur um ljóð fyrir þjóð og menningu í útrýmingarhættu.
Vefmiðillinn Vísir 17. nóvember 2020. Ágústa Þorbergsdóttir.
Í viðtalinu segir Ágústa Þorbergsdóttir frá tillögum að íslenskri þýðingu á hugtakinu physical distancing sem sendar hafa verið inn á Nýyrðavef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
RÚV (Mannlegi þátturinn). 16. nóvember 2020. Halldóra Jónsdóttir.
Í viðtalinu segir Halldóra frá gjafabréfi sem stjórn Íslensks-dansks orðabókarsjóðs hefur afhent stofnuninni að öllum eignum sjóðsins.
Bylgjan (Í bítið) 16. nóvember 2020. Guðrún Nordal.
Rætt við Guðrúnu Nordal í tilefni af degi íslenskrar tungu (59. mínúta og 20. sek.).
RÚV (Orð af orði) 15. nóvember 2020. Jóhannes B. Sigtryggsson.
Ný vefsíða Íslenskrar stafsetningarorðabókar er umfjöllunarefni þáttarins og rætt er við Jóhannes B. Sigtryggsson ritstjóra orðabókarinnar.
RÚV (Orð af orði − Handritin til barnanna I og II) 1. og 8. nóvember 2020. Eva María Jónsdóttir, Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Í tveggja þátta röð um verkefnið Handritin til barnanna var rætt við þau Evu Maríu, Jakob og Snorra um hlutverk og markmið verkefnisins. Umsjónarmenn þáttarins ræddu við Evu Maríu í fyrri þættinum og þá Jakob og Snorra í síðari þættinum.
mbl.is 5. nóvember 2020. Halldóra Jónsdóttir.
Rætt við Halldóru Jónsdóttur um stafræna útgáfu á Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals og sýningu í Þjóðarbókhlöðu um hjón­in Sig­fús og Björgu C. Þor­láks­son og orðabók­arvinnu þeirra.
RÚV (Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs 2020) 27. október 2020.
Í útsendingu sjónvarps heimsótti umsjónarmaður og kynnir verðlaunahátíðarinnar, Halla Oddný Magnúsdóttir, Árnastofnun í Árnagarði og sagði í stuttu og skýru máli frá mikilvægi handritaarfsins sem þar er varðveittur (umfjöllunin hefst á 55. mínútu).
RÚV (Kastljós) 13. október 2020. Ari Páll Kristinsson.
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ræðir við Ara Pál Kristinsson um breytingar á núgildandi löggjöf um mannanöfn.
RÚV (Orð um bækur) 3. október 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Í þættinum gerir Svanhildur Óskarsdóttir grein fyrir nýrri ritröð sem fengið hefur heitið Fornar biblíuþýðinga og komið hefur verið á fót við Árnastofnun. Einnig segir hún meðal annars ítarlega frá tveimur fyrstu bindum ritraðarinnar, Júdítarbók og Makkabeabókum, sem nýlega komu út hjá stofnuninni.
Vefmiðillinn Austurfrétt 2. október 2020. Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Í viðtalinu má lesa um fræðsluleiðangur þeirra Jakobs Birgissonar og Snorra Mássonar um Austurland, þar sem þeir heimsóttu fjölda grunnskóla, og viðburð sem haldinn var á vegum Árnastofnunar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 2. október.
Fréttablaðið 25. september 2020. Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Fræðararnir ungu, Jakob og Snorri, segja frá heimsóknum sínum í grunnskóla á landsbyggðinni þar sem þeir kynna handritin fyrir nemendum og segja frá söfnunarástríðu Árna Magnússonar.
mbl.is 11. september. Eva María Jónsdóttir, Guðrún Nordal, Jakob Birgisson og Snorri Másson.
Í fréttinni sem ber yfirskriftina „Kynna handritin fyrir grunnskólabörnum“ eru megináherslur miðlunarverkefnisins Handritin til barnanna kynntar.
Fréttablaðið 4. september 2020. Svanhildur Óskarsdóttir.
Svanhildur Óskarsdóttir segir frá útgáfu Júdítarbókar og Makkabeabóka sem Árnastofnun hefur nýlega gefið út. Bækurnar eru tvö fyrstu bindin í nýrri ritröð sem nefnist Fornar Biblíuþýðingar.
Morgunblaðið 30. júlí 2020. Emily Lethbridge.
Í viðtalinu sem ber yfirskriftina „Hátt í 300 örnefni sem tengjast þrætum“ segir Emily m.a. að örnefni séu lýsandi fyrir samfélagsleg og efnahagsleg viðhorf og að þrætu-örnefnin sýni ekki að Íslendingar hafi verið þrætugjarnir − mun fremur hversu ómissandi landsins gæði voru fyrir fólk á fyrri tímum, en þrætu-örnefnin er gjarnan að finna á landamerkjum eða nálægt þeim. „Þau segja mest um gildi hvers strás, fólk vildi væntanlega ekki berjast heldur var lífið svo erfitt að fólk þurfti að passa vel upp á hvað það átti og hverju það hafði aðgang að.“ Skráning örnefnalýsinga er nú á lokastigum og er stefnt á að opna örnefnagrunninn í lok ársins. Þá verða gögnin aðgengileg almenningi á vefsíðunni Nafnid.is.
RÚV (Mannlegi þátturinn) 3. júní 2020. Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sögðu frá Vinafélagi Árnastofnunar og verkefninu Handritin til barnanna.
Bylgjan (Í bítið) 29. maí 2020. Ágústa Þorbergsdóttir
Ágústa Þorbergsdóttir sagði frá nýyrðum á tímum kórónuveirunnar.
Fréttablaðið 26. maí 2020. Mikilvægar orðabækur
Viðtal við Þórdísi Úlfarsdóttur og Halldóru Jónsdóttur.
RÚV (Samfélagið) 22. maí 2020. Birna Lárusdóttir
Birna segir frá ferð sinni út í Surtsey og rannsóknum sínum á nöfnum í eynni.
RÚV (Morgunvaktin) 20. maí 2020. Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor fjallaði um landvættina á Morgunvaktinni.
Fréttablaðið 2. maí 2020. Þórunn Sigurðardóttir
Um dyggðir og siðgæði íslenskra kvenna.
RÚV (Mannlegi þátturinn) 22. apríl 2020. Svanhildur Óskarsdóttir
Viðtal við Svanhildi Óskarsdóttur vegna sumargjafar Árnastofnunar, stafrænnar handritahirslu.
Fréttablaðið 24. apríl 2020. Sigurður Stefán Jónsson
Viðtal við ljósmyndara Árnastofnunar, Sigurð Stefán Jónsson, um stafrænu handritahilluna sem stofnunin færði þjóðinni að gjöf á sumardaginn fyrsta. Hugmyndin að þessum nýja vef hirslan.arnastofnun.is er frá Sigurði komin en þar er að finna tíu handrit í vörslu stofnunarinnar sem hægt er að fletta eins og um bók væri að ræða.
Fréttablaðið 3. apríl 2020. Handritin færð til barnanna
Eva María Jónsdóttir og Guðrún Nordal segja frá og kynna verkefnið Handritin til barnanna.
RÚV (Krakkarúv) 15. mars 2020. Stundin okkar heimsótti Árnastofnun og Safnahúsið
Í innslagi í þættinum var rætt við Evu Maríu Jónsdóttur, Guðvarð Má Gunnlaugsson, Margréti Eggertsdóttur og Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur.
RÚV (Íslenska mannflóran − Talarðu íslensku?) 1. febrúar 2020. Ari Páll Kristinsson
Ari Páll ræddi við Chanel Björk Sturludóttur um hugmyndir fólks um samband íslenskrar tungu og íslensks þjóðernis, og mikilvægi þess að velja heppileg hugtök þegar rætt er um blandaðan uppruna Íslendinga.
2019
RÚV (Morgunvaktin), 12. desember 2019, Halldóra Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir ræddi við Jóhann Hlíðar Harðarson um norrænu veforðabókina ISLEX, Orðabók Blöndals og almennt um orðabókamál.
RÚV (Morgunvaktin), 21. nóvember 2019, Jón G. Friðjónsson
Jón G. Friðjónsson, málvísindamaður og prófessor emerítus við Háskóla Íslands, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár.
Mbl.is,16. nóvember 2019
„Ertu reddí í easy snipe?“ Rætt við Helgu Hilmisdóttur, Evu Ragnarsdóttur Kamban og Sigríði Sigurjónsdóttur um rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál.
Morgunblaðið, 16. nóvember 2019, Karl Ágúst Úlfsson
„Íslensk­an er alltaf í hættu“
RÚV (Menningin), 14. nóvember 2019, Eva María Jónsdóttir
Viðtal við Evu Maríu Jónsdóttur í tilefni af degi íslenskrar tungu.
RÚV (Menningin), 13. nóvember 2019, Gísli Sigurðsson
Viðtal við Gísla Sigurðsson í tilefni af nýjum útvarpsþætti í fjórum hlutum um Völuspá.
RÚV (Menningin), 12. nóvember 2019, Árni Heimir Ingólfsson
Viðtal við Árna Heimi Ingólfsson um nýútkomna bók hans um tónlistararf Íslendinga, Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100−1800.
RÚV (Orð um bækur), 9. nóvember 2019, viðtal við Rósu Þorsteinsdóttur
Í þættinum var meðal annars fjallað um Skuggahliðin jólanna, safn kvæða og sagna sem varðveitt eru í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa Þorsteinsdóttir var gestur þáttarins.
Morgunblaðið, 17. október 2019
Rætt er við Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðing og rannsóknarlektor, um ráðstefnu sem haldin er 17.−18. október í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.

RÚV (Víðsjá), 16. október 2019, viðtal við Rósu Þorsteinsdóttur
Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor, var gestur Víðsjár í tilefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin er í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.
RÚV (Landinn), 6. október 2019
Viðtal við Silvíu Hufnagel um rannsóknarverkefnið Pappírsslóð rakin.
RÚV (Samfélagið), 25. september 2019, Kristín Bjarnadóttir
Kristín Bjarnadóttir ritstjóri á Árnastofnun fjallar um nýja vefsíðu BÍN.
RÚV (Orð um bækur), 14. september 2019
Rætt er við Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðing og rannsóknarlektor, um Kvæðamannafélagið Iðunni í tilefni af 90 ára afmæli þess og tengsl hennar við félagið.
RÚV (Morgunvaktin),15. ágúst 2019
Tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar fræðimanns og þjóðsagnasafnara. Viðtal við Rósu Þorsteinsdóttir.
RÚV (Samfélagið), 3. júní, viðtal við Aðalstein Hákonarson
Aðalsteinn Hákonarson verkefnisstjóri á nafnfræðisviði var í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 um nýjar leiðbeiningar handa sveitarfélögum um örnefnamál.
Bylgjan (Sprengisandur), 26. maí 2019, viðtal við Gísla Sigurðsson
Verða íslenskufræðingar óþarfir?
RÚV (Morgunvaktin), 9. maí 2019
Guðrún Nordal segir frá Húsi íslenskunnar.
Morgunblaðið, 8. maí 2019
Guðrún Nordal í viðtali um ársfund og Hús íslenskunnar.
RÚV (Landinn), 19. mars 2019
Guðvarður Már Gunnlaugsson í viðtali í Landanum.
Morgunblaðið, 11. mars 2019
Dr. Guðrún­ Kvar­an, pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands, kynnti áhugaverðar niður­stöður um íslenskan nafnaforða.
Fréttablaðið,16. febrúar 2019, viðtal við Árna Heimi Ingólfsson
Rætt við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing í blaðagrein um rannsóknir á söngbókarbrotum sem varðveitt eru í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi.
RÚV (Landinn), 31. janúar 2019
Vilhelmína Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Árnastofnun í viðtali um vefinn lifandihefdir.is
RÚV (Orð af orði), 20. janúar 2019
Ágústa Þorbergsdóttir segir frá vali Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á orði ársins 2018.
Morgunblaðið, 19. janúar 2019
Rætt við Aðalstein Hákonarson í blaðagrein um könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla.
RÚV (Menningin), 16. janúar 2019
Viðtal við Vasarė Rastonis, forvörð stofnunarinnar, um viðgerð á Flateyjarbók.
Bylgjan (Í bítið), 28. febrúar 2019
Viðtal við Guðrúnu Kvaran um hvaðan orðatiltæki eru upp runnin?
RÚV (Fréttir), 9. janúar 2019
Viðtal við Svanhildi Óskarsdóttur um eitt óvenjulegasta ,,ættarmót" sem sögur fara af þegar stefnt var saman í fyrsta sinn öllum ættkvíslum Njáluhandrita sem sum eru um 700 ára gömul.
2018
Sprengisandur, Vísir, 23. desember 2018
Guðrún Nordal, Eiríkur Rögnvaldsson og Lilja D. Alfreðsdóttir
Lestin, RÚV, 11. desember 2018
Umfjöllun um sýninguna Lífsblómið.
Samfélagið, RÚV, 16. nóvember 2018
Viðtal við Ágústu Þorbergsdóttur og Trausta Dagsson um nýyrðavef Árnastofnunar.
Morgunútvarpið, RÚV, 16. nóvember 2018
Eva María Jónsdóttir vef- og kynningarstjóri Árnastofnunar og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV í viðtali um nýyrði á degi íslenskrar tungu.
Víðsjá, Rás 1, 13. nóvember 2018
Viðtal við Þorleif Hauksson íslenskufræðing um Árna Magnússonar fyrirlestur hans í Norræna húsinu.
Menningin, RÚV, 18. október 2018
Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri Lífsblómsins, sýningar í Listasafni Íslands sem sett er upp í tilefni 100 ára afmælis fullveldis
Fullveldisöldin, RÚV, 14. október 2018
Þáttur um menningarlegt uppgjör Dana og Íslendinga. Deilur um skinnhandrit úr fórum Árna Magnússonar og skil forngripa sem varðveittir voru í Danmörku ollu orrahríð á milli þjóðanna tveggja.
Kiljan, RÚV, 9. október 2018
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar ræðir um bók sína Skiptidaga í Kiljunni.
2017
Fréttir, RÚV, 8. desember 2017
Viðgerð stendur yfir á Flateyjarbók sem er handriti frá 14. öld og telst til helstu dýrgripa þjóðarinnar.