Skip to main content
Hluti korts eftir Samúel Eggertsson af Rauðasandshreppi, gert á árunum 1906-1908. Í vörslu örnefnasafns.

Í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru geymdar skrár yfir örnefni á flestum jörðum á Íslandi. Elsta skráin er úr fórum Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi og er dagsett 29. október 1910. Hana gerði nafni hans Bjarnason yfir jörðina Framnes á Skeiðum.

Kjarninn í safninu eru skrár yfir örnefni á flestum jörðum á landinu, en einnig eru varðveittar skrár yfir örnefni á mörgum afréttum og svæðum á hálendinu, auk t.d. skráa um nöfn á miðum en örnefnaskrár í örnefnasafni skipta þúsundum. Örnefnaskrárnar eru flokkaðar eftir sýslum og hreppum og tekur safnið mið af þeirri skipan sem var við lýði kringum 1970, áður en sameiningar sveitarfélaga hófust af fullu afli.

Örnefnasafn er mikið notað af almenningi og fræðimönnum, bæði fólki sem byggir jarðir eða tengist þeim á annan hátt, sumarhúsafólki, ferðamönnum, sagnfræðingum, málfræðingum, landfræðingum, þjóðfræðingum og mörgum öðrum.