Í Eddu fer fram fjölbreytt starfsemi og hýsir hún Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Handritasýning Árnastofnunar Heimur í orðum er á fyrstu hæð auk safnbúðar en þar er jafnframt kaffihúsið Ýmir og rúmgóður fyrirlestrasalur sem hægt er að leigja fyrir ýmsa viðburði.
Fyrirlestrasalur
Fyrirlestrasalurinn í Eddu tekur 98 manns í sæti. Salurinn er með góðu aðgengi á 1. hæð og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra og ráðstefnur.
Í salnum er skjávarpi auk hljóðkerfis.
Eftirfarandi leiguverð gildir frá janúar 2024*
Grunngjald | Hver klst. umfram tvær klst. til kl. 17 | Hver klst. eftir kl. 17 |
---|---|---|
35.000 | 15.000 | 25.000 |
*Bókanir um helgar bera 30% álag

Fyrirlestrasalur

Í salnum eru skjávarpi og hljóðkerfi.

Salurinn tekur 98 manns í sæti.