Skip to main content

Aðstaða til leigu í Eddu

Í Eddu fer fram fjölbreytt starfsemi og hýsir hún Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Handritasýning Árnastofnunar Heimur í orðum er á fyrstu hæð auk safnbúðar en þar er jafnframt kaffihúsið Ýmir og rúmgóður fyrirlestrasalur sem hægt er að leigja fyrir ýmsa viðburði.

Fyrirlestrasalur

Fyrirlestrasalurinn í Eddu tekur 98 manns í sæti. Salurinn er með góðu aðgengi á 1. hæð og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra og ráðstefnur.

Í salnum er skjávarpi auk hljóðkerfis.

Eftirfarandi leiguverð gildir frá janúar 2024*

Grunngjald Hver klst. umfram tvær klst. til kl. 17  Hver klst. eftir kl. 17
35.000 15.000 25.000

*Bókanir um helgar bera 30% álag

 

Senda inn bókun