Skip to main content

Aðstaða til leigu í Eddu

Edda hýsir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Í húsinu verður sýning, safnverslun og veitingasala auk þess sem hægt verður að leigja fyrirlestrasal og alrými á jarðhæð fyrir ýmiss konar viðburði.

Fyrirlestrasalur

Fyrirlestrasalur í Eddu tekur 98 manns í sæti. Salurinn er með góðu aðgengi á jarðhæð hússins og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra og ráðstefnur.

Í salnum er skjávarpi auk hljóðkerfis.

Eftirfarandi leiguverð gildir frá janúar 2024*

Grunngjald Hver klst. umfram 2 til kl. 17  Hver klst. eftir kl. 17
35.000 15.000 25.000

Hægt er að leigja alrými fyrir framreiðslu veitinga.

Alrými

Alrýmið er á miðri jarðhæð Eddu, fyrir framan bókasafn Árnastofnunar. Rýmið er tilvalið fyrir standandi móttökur, jafnvel upplestra og smærri tónleika. Upplagt er að leigja alrýmið með fyrirlestrasal til að reiða fram veitingar.

Verð fyrir leigu á alrými er 30.000 krónur á klukkustund.

 

*Bókanir um helgar bera 30% álag

 

Senda inn bókun