Skip to main content

Pistlar

Birtist upphaflega í mars 2004.

Orðið dugga 'skúta' er talið komið inn í íslensku úr miðensku eða gamalli hollensku, sbr. enska dogger 'fiskiskúta'. Elstu dæmi þess í íslensku eru frá 15. öld. Ýmis örnefni eru kennd við duggu: Duggubás er í Keflavík í Gull., Duggugróf á Malarrifi í Snæf., Dugguhola niður við sjó í landi Litlu-Ávíkur í Strand., Dugguklettur fyrir framan Bringur í Sléttuhr. í N-Ís. (Sóknarlýsing), Duggulág á Brimnesi í Árskógshr. í Eyf., Dugguós á Álftanesi og í Skildinganesi í Gull., Duggusker við Jökulsá á Flateyjardal, Duggusund rétt hjá lendingunni í Strákaey í Kaldrananeshr. í Strand. (Sóknarlýsing), Dugguvogurgengur upp í Mjósundavík við Flatey á Breiðafirði og það nafn er einnig í Dalakálki í Mjóafirði. Duknahellir heitir í klettunum uppundir Festarfjalli í Grindavík í Gull. og er hugsanlega sama og Duggnahellir.

Birt þann 20. júní 2018
Síðast breytt 24. október 2023