Íslenskusvið veitir málfarsráðgjöf og leiðbeiningar um vandað mál, réttritun, orðmyndun og fleira.
Hér fyrir neðan eru tenglar að hjálpargögnum stofnunarinnar. Á vefgáttinni málið.is má fletta upp í mörgum orðabókum á einum stað, m.a. í Íslenskri nútímamálsorðabók, Íðorðabankanum og Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Á sömu síðu má einnig finna Málfarsbankann sem er safn svara við eldri fyrirspurnum um málfar. Einnig má benda á Handbók um íslensku, gagnlegt rit sem unnið var að á stofnuninni.
Ef svör er ekki að finna í hjálpargögnum má hafa samband við málfarsráðgjafa stofnunarinnar. Spurningar skal senda á netfangið malfarsradgjof [hjá] arnastofnun.is. Einnig má hringja í síma 830 3441 alla virka daga á milli 10.30 og 11.30.