Skip to main content
Bókmenntir og saga
Á menningarsviði eru stundaðar rannsóknir á textum frá miðöldum og síðari öldum sem eru í flestum tilvikum varðveittir í handritum. Textarnir eru af ýmsu tagi, bókmenntir, sagnfræði, lög, máldagar, fornbréf og önnur skjöl, annálar o.fl. Við útgáfu á textum og rannsóknir á þeim er stuðst við ýmsar rannsóknaraðferðir á sviðum bókmenntafræði, sagnfræði, málvísinda og þjóðfræði en textafræði er beitt við vísindalega útgáfu á textunum, skilning á þeim og skýringar á orðfæri þeirra.