Skip to main content

Bókmenntir og saga

Verkefni
Að búa til rústir
Bókmenntalegar hugmyndir um heiðin hof í fornnorrænum bókmenntum.
Áhrif Guðbrands Vigfússonar á útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar
Dýrlingar í Skálholti
Meinlætalifnaður í forníslenskum bókmenntum.
Fræðileg heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar
Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar og eftir hann liggur fjöldi sálma og kvæða, auk rímna- og sálmaflokka og fáeinna lausamálstexta. Rannsóknin beinist að öllum uppskriftum kvæða sem eru eignuð Hallgrími í handritum (stundum ranglega) og hliðsjón er einnig höfð af fyrstu prentuðu útgáfum kvæðanna á 18. öld og efni úr segulbandasafni Árnastofnunar.
Hið heilaga og hið vanheilaga. Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðskipti á Íslandi
Verkefnið beinist að íslenskum skáldum og bókmenntagreinum, annars vegar á sautjándu öld og hins vegar nítjándu öld, sem hafa verið stimpluð sem annaðhvort trúarleg eða veraldleg og farið verður í saumana á því að hve miklu leyti slíkir merkimiðar eiga rétt á sér.
Kvennaspor
Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands.
Miðlun og minnisrannsóknir
Verkefnið byggist á rannsóknum á því hvaða áhrif miðillinn (t.d. munnleg hefð, handrit, prentaðar bækur eða nýrri og annars konar miðlar) hafi á það sem miðlað er (hvort sem er inntak eða form), viðtökur þess og áhrif í samfélaginu.
Munnleg hefð að baki íslenskum fornsögum og fornkvæðum – og viðtökur þeirra
Í verkefninu er horft til þess hvaða áhrif það hefur á lestur nútímamanna á fornum textum að gera ráð fyrir lifandi munnlegri hefð að baki þeirra; hvernig ætla megi að fólk á ritunartíma textanna hafi skilið þá og túlkað í ljósi þeirrar munnlegu hefðar um svipað efni (persónur, ættir, atburði, ljóðform og goðsögur) sem ætla má að það hafi þekkt til – og sem textarnir vísa oft til.
Sjálfsmyndir, ímyndir og félagsleg vitund í siðabókmenntum og tækifæristextum árnýaldar
Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka siða- og hegðunarreglur og skyldar bókmenntagreinar, sem varðveittar eru í íslenskum handritum frá árnýöld, og sýna fram á tengsl þessara bókmennta við mótun sjálfsmynda ráðandi stétta í landinu, félagslega og menningarlega ímyndasköpun og hvernig viðkomandi textar tengjast félagslegu og menningarlegu valdakerfi í landinu.