Föstudaginn 21. mars var Íslensk-pólsk veforðabók opnuð. Unnið hefur verið að henni undanfarin ár á Árnastofnun og voru þetta því mikil tímamót. Ritstjóri pólska markmálsins er Stanislaw Bartoszek og auk hans unnu að orðabókinni Aleksandra Kieliszewska og Miroslaw Ólafur Ambroziak. Að verkinu komu einnig Emilia Mlynska skólaráðgjafi og Pawel Bartoszek sérfræðingur.