Skip to main content

Fréttir

Logi Einarsson heimsækir Árnastofnun

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti Árnastofnun á dögunum. Guðrún Nordal tók á móti ráðherra, fór yfir starfsemi stofnunarinnar og sýndi honum húsið. Litið var inn á ýmsar starfsstöðvar og heilsað upp á starfsmenn. Einnig skoðaði ráðherra sýninguna Heimur í orðum og leit inn í safnkennslustofuna. Heimsóknin var hin ánægjulegasta í alla staði.

Hópur fólks stillir sér upp fyrir mynd í stofu, í bakgrunn er málverk og íslenskur fáni.
Árlegur fundur íslenskukennara sem starfa við erlenda háskóla
Árlegur fundur íslenskukennara sem starfa við erlenda háskóla var haldinn í Reykjavík 11.–14. júní síðastliðinn. Á fundinum voru rædd málefni sem varða íslenskukennslu fyrir erlenda námsmenn og kennsluefni sem stuðlar að því að íslenska sé notuð m.a. í akademísku námi, þýðingum og rannsóknum.
Teiknuð mynd á pappír. hús og fólk í forgrunni, í bakgrunni eru fjöll og sól.
Hvað er með ásum? í Eddu  
Föstudaginn 23. maí verður opnuð sýning á verkum barnanna sem tóku þátt í verkefninu Hvað er með ásum? Sýningin fer fram í safnkennslustofunni á 1. hæð og stendur yfir í sumar eða fram til 1. ágúst.  
Starfsskýrsla menningarsviðs 2024

Skýrsla menningarsviðs 2024

Menningarsvið sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast íslenskri menningu sem í stuttu máli skiptist í þrennt: rannsóknir, miðlun og varðveislu frumgagna en sviðið varðveitir þrjú söfn, þ.e. handritasafn, segulbandasafn og örnefnasafn. Á sviðinu voru 23 starfsmenn þegar mest var, þar af níu akademískir starfsmenn með rannsóknarskyldu.