Annað bindi í ritröðinni "Íslenzkar miðaldarímur". Þessar rímur birtast hér í fyrsta skipti á prenti og eru góð búbót fyrir sérhvern áhugamann um íslenskan skáldskap. Þá eru þær einstakt dæmi um bókmenntir frá 15. öld, tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til. Efni rímnanna er byggt á þekktri fornaldarsögu og athyglisvert að bera þær saman við hana, en þær eru í sjálfu sér bæði auðlesnar og...
Áns rímur bogsveigis - Íslenzkar miðaldarímur II
Árna saga biskups
Árni Þorláksson biskup (1237-1298) er einn af þekktustu mönnum Íslendingasögunnar, en saga hans er jafnframt lykilheimild um stjórnmál og aldarfar á Íslandi eftir 1262. Í inngangi gerir útgefandi, Þorleifur Hauksson (f. 1941), cand. mag., ítarlegan samanburð á sögunni og samtímaannálum og er öll sú umfjöllun hin gagnlegasta fyrir sagnfræðinga og áhugamenn um miðaldasögu. Útgáfan er stafrétt, byggð...
Haralds rímur Hringsbana - Íslenzkar miðaldarímur I
Lítil og handhæg bók í fallegu og vönduðu bandi, byggð á merkasta rímnahandriti frá íslenskum miðöldum, Staðarhólsbók. Þessar rímur birtast hér í fyrsta skipti á prenti og hljóta að vera fengur sérhverjum áhugamanni um íslenskan skáldskap. Þá eru þær einstakt dæmi um bókmenntir frá tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til, 15. og 16. öld. Rímurnar byggja á glataðri fornaldarsögu, en þær eru...
Bósa rímur - Íslenzkar miðaldarímur III
Þriðja bindi í ritröðinni "Íslenzkar miðaldarímur". Rímurnar eru dæmi um íslenskar bókmenntir nálægt 1500, tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til. Efni rímnanna er byggt á Bósa sögu og Herrauðs, vinsælli fornaldarsögu, sem nýlega hefur verið gefin út af Sverri Tómassyni (f. 1941), en hluti þeirra byggir á Sigurðar sögu þögla, sem Matthew J. Driscoll (f. 1954) hefur gefið út á vegum...
Vilmundar rímur viðutan - Íslenzkar miðaldarímur IV
Fyrstu bindin af rímnaútgáfu sem lengi hefur verið unnið að. Handritaútgáfa Háskóla Íslands, sem var komið á fót 1955, gaf út auglýsingarbréf 1956, þar sem segir að á hennar vegum væri 'hafinn undirbúningur að útgáfu safns af rímum fram um 1550, sem eigi hafa áður verið prentaðar, eða eigi eru til í fullnægjandi útgáfum'. Þetta safn átti að verða hliðstætt Rímnasafni Finns Jónssonar, sem kom út í...
Gripla I
Aðgangur er að Griplu I á timarit.is. Efni: Davíð Erlingsson Illuga saga og Illuga dans Rory W. McTurk The Extant Icelandic Manifestations of Ragnars saga loðbrókar Jónas Kristjánsson Íslendingadrápa and Oral Tradition Óskar Halldórsson Sögusamúð og stéttir Paul Schach Antipagan Sentiment in the Sagas of Icelanders Régis Boyer Paganism and...
Gripla II
Aðgangur er að Griplu II á timarit.is. Efni: Einar Ól. Sveinsson Journey to the Njála country Sveinbjörn Rafnsson Um kristniboðsþættina Anthony Faulkes Edda Jón Helgason Ígrillingar Sverrir Tómasson Hvenær var Tristrams sögu snúið ? Davíð Erlingsson Saga um Callinius sýslumann Stefán Karlsson Misskilin orð og misrituð í Guðmundar sögum...
Um Fóstbræðrasögu
Jónas Kristjánsson (f. 1924) er góðkunnur öllum áhugamönnum um íslenskar bókmenntir fyrir greinar í Sögu Íslands og fleiri yfirlitsritum. Fyrir þetta rit fékk hann doktorsnafnbót. Það er nákvæm stíl- og textafræðileg rannsókn á Fóstbræðrasögu sem gerbreytti hugmyndum fræðimanna um þessa margslungnu sögu. Jónas er sá fræðimaður sem mest hefur rannsakað söguna og hefur m.a. nýlega lesið hana í...
Litterære forudsætninger for Egilssaga
Litterære forudsætninger for Egils saga er doktorsritgerð Bjarna Einarssonar um Egils sögu, sem hann varði við háskólann í Osló árið 1971. Eins og nafnið bendir til og höfundur lýsir nánar í formála er hér um að ræða rannsókn á rituðum heimildum og fyrirmyndum Egils sögu. Bjarni leitast við að finna sögunni réttan stað í þróun íslenskra bókmennta, og skyggnist jafnframt eftir vinnubrögðum...