Skip to main content

Pistlar

Ættarnöfn á Íslandi

Þessi skrá um ættarnöfn á Íslandi er birt hér á vinnslustigi til þess að afla nánari upplýsinga um tilkomu nafnanna hér á landi. Hún byggist á ýmsum heimildum, ekki síst Ættarnafnabók, sem stjórnvöld skráðu í ættarnöfn á árunum 1915-1925. Á þeim árum var leyft að skrá ættarnöfn opinberlega og greiddu menn fyrir skráningu nafnanna. Ættarnöfn höfðu smám saman verið að festa sig í sessi á Íslandi á öldunum á undan, bæði tóku Íslendingar sem dvöldu erlendis við nám upp ættarnöfn og eins komu erlendir menn, einkum kaupmenn og athafnamenn, sem hér settust að, upp ættarnöfnum sínum hérlendis. Sjá nánar grein mína, Islandske slægtsnavne og mellemnavne (Nefningar, Rvk. 2009). Upplýsingar úr Ættarnafnabókinni eru skáletraðar hér í skránni. Reynt hefur verið að tilgreina elstu nafnbera ættarnafna hér á landi sem vitað er um skv. heimildum. Íslendingabók á vefnum hefur verið ómetanleg heimild til að leita uppi fólk með ættarnöfn. Nokkur ættarnöfn hafa þó ekki fundist í henni, og er ástæðan þá sú að fólk hefur hætt að nota nafnið þó að það hafi verið skráð. Ýmis nýrri ættarnöfn sem notuð eru hér á landi eru ekki tekin í skrána, þar sem varla er hægt að tala um ætt fyrr en a.m.k. þrír ættliðir hafa búið í landinu. Nokkur ættarnöfn sem hafa –son fyrir síðari lið er erfitt að finna í uppflettiritum og Íslendingabók á vefnum. Mörg þeirra standa því auð og án upplýsinga og væri æskilegt að fá frekari upplýsingar um þau. Þá er torvelt að segja til um upphaf ýmissa algengra erlendra ættarnafna, eins og t.d. Olsen og Nielsen, þar sem fleiri en ein ætt getur átt í hlut. Sum ættarnöfnin hafa nú einnig verið tekin upp sem millinöfn eftir að nafnalögin leyfðu slíka nafnnotkun.

Þeir sem telja sig búa yfir frekari upplýsingum um ættarnöfnin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan í netfangið svavar@hi.is.

 

A

Aðaldal Þorleifur Aðaldal Arason (d.e. 1776), djákn á Grenjaðarstað.

Aðalstein 1910/1915 Ágúst H. Bjarnason fyrir börn sín. - Hákon (Aðalstein) Bjarnason Ágústsson (1907-1989). (Hafn. 351)

Aðils 1917 Jón Jónsson Aðils (1869-1920), dósent, Rvk. Sonur Jóns Sigurðarsonar í Mýrarhúsum (Skírnir 1920; Hafn. 253-4). Einnig til sem karlmannsnafn.

Agnars 1920 Finnur Stefánsson Agnars, Mosfelli í Grímsnesi (1895-1942).

Alberts 1916 Jón Áskell Albertsson (1893-1921), úrsmiður í Rvk. Sonur Alberts Jónssonar.

Albertson 1923 Kristján (1897-1989) og Þórður Albertssynir (1899-1972), synir Alberts Sæmundar Þórðarsonar (1870-1911). Skráðir Albertsson í Íslendingabók.

Als Erik Als, læknir í Nykøbing Mors (1907-1950).

Andersen 1910 Hans Andersen, kaupm. í Rvk. – Jesper Andersen Hvas (f. 1765).

Andersson 1910 Karl Andersson Claesson (f. 2001).

Andreasen 1910 Alma Andreasen Guðmundsson (1915-2006).

Ansnæs 1910

Arason 1910 Guðlaug Arason (1855-1936). Dóttir Ara Arasonar læknis. - 1919 Þorvaldur Arason, póstafgreiðslumaður, Víðimýri.

Arinbjarnar 1921 Börn Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar (1866-1932), bókbindara.

Arnalds 1916 Ari Jónsson (1872-1957), sýslumaður, Blönduósi.

Arnar 1916 Ottó Björnsson Arnar (1894-1972), símritari, Rvk. – 1919 Snorri Páll Björnsson Arnar (1900-1978). Bernharð Eggert Björnsson Arnar (1903-1980). Synir Björns Pálssonar ljósmyndara (1862-1916). Einnig til sem karlmannsnafn.

Arndal 1918 Finnbogi Jóhannsson Arndal (1877-1966) f. í Laxárdal í Eystrihrepp, Árn., lögregluþj. Hf. og börn hans Kristínus og Þorsteinn.

Arnesen 1910/1919 Jón Karl Friðrik Arnesen (1873-1937), konsúll á Eskifirði. útgerðarmaður á Ak. Faðir: Ísak Evald Jónsson Arnesen (1839-1879).

Arnfjörð 1910 Kristján Arnfjörð Guðmundsson (1865-1934), skósmiður og söðlasmiður í Bolungarvík, ættaður frá Sæbóli í Arnarfirði. Einnig til sem millinafn.

Arnljóts 1922 Þorsteinn Davíðsson Arnljóts (1918-2003), Þórshöfn.

Arnljótsson 1910

Arnórsen 1801 Jón Jónsson Arnórsen (1776-1842), Tukthúsinu í Rvk., sonur Jóns „eldri“ Arnórssonar.

Arnórsson 1910 Magnús Arnórsson Jensson (1903-1984).

Arnsted Pétur Eiríksson Arnsted (1702-1738), prestur á Hofi í Vopnafirði, frá Arnarstöðum í Núpasveit.

Aspar 1921 Halldór Hjálmar Guðmundsson Aspar (1894-1935), Ak. Einnig til sem karlmannsnafn.

Aspelund 1910 Sigrún Aspelund Edwald (1895-1982).

Auðuns 1922 Börn Jóns Auðuns Jónssonar (1878-1953), bankastj. á Ísafirði.

Austdal 1910 Jón Austdal Jónsson (1862-1931). Einnig til sem millinafn og eiginnafn.

Austfjörð Sr. Jón Austfjörð Jónsson (1810-1870). F. á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Sonur Jóns vefara Schiölds Þorsteinssonar. Einnig til sem millinafn og eiginnafn.

Austmann SH Jón Austmann Þorvaldsson (d. 1780), ráðsmaður á Reynistað. Einnig til sem karlmannsnafn.

Austmar 1923 Sigurður Helgi Frímann Jónsson Austmar (1876-1948), verkstjóri á Ak. Einnig til sem karlmannsnafn.

Axfirðingur 1915 Jósef Jósefsson (1862-1946). Sonur Jósefs Brynjólfssonar á Hólsseli á Fjöllum og Helgu Eiríksdóttur frá Ormarslóni í Þistilfirði.

Axfjörð 1910 Sigfús Axfjörð Einarsson (1866-1942).

Á

Álfstein 1917 Valdimar Jóhannsson (1883-1970), skraddarasveinn, Rvk. Nafnið er til sem karlmannsnafn: Álfsteinn Sigurðsson (1741-1784).

Ámundason 1910

Árdal 1916 Páll Jónsson Árdal (1857-1930), kennari á Akureyri og Steinþór (1896-1980), sonur hans. – 1923 Baldvin Ingi Starkaður Sigurðsson Baldvinssonar, Seyðisfirði.- Karl Franklín Magnússon(1903-1930), Ak.

Ármann 1919 Sigbjörn Ármann Ármannsson (1884-1950), Guðjón Ármannsson Ármann (1886-1977), Þórir Valdimar Ármannsson Ármann (1888-1925), Ágúst Júlíus Ármannsson (1893-1949), synir Ármanns Bjarnasonar (1860-1909). Einnig til sem karlmannsnafn.

Árnason 1925 Sigurður Sigurðsson, Þuríðarstöðum, Eiðasókn.

Árskóg 1921 Gestur Tryggvi Jóhannesson Árskóg, frá Birnunesi á Árskógsströnd (f. 1893).

Ásberg 1916 Eyjólfur Ólafsson (1891-1954). Einnig til sem ritháttur af karlmannsnafninu Ásbergur.

Ásgeirsson 1910

Ásgríms 1922 Ásfríður Ásgrímsdóttir (1904-1980), Bergstaðastræti 3. Faðir: Elíseus Sigvaldi Sigurgeirsson.?

Ásmunds 1919 Helga Ásmundsdóttir (1889-1976), Sigurbjörg Ásmundsdóttir (1880-1980), Ásta Valgerður Ásmundsdóttir (1892-1940). Dætur Ásmundar Einarssonar (1857-1938) og Kristínar Magnúsdóttur.

B

Bachmann SH Hallgrímur Jónsson Bachmann (1739-1811) læknir frá Bakka á Seltjarnarnesi. Var í Bjarnarhöfn 1801. Tengdasonur Skúla fógeta. (Tíminn 5.7.97).

Backman Sigríður Backman Benediktsdóttir (1834-1873). - Halldór Sigurður Backman, húsasm.meistari í Rvk. (1922-1984).

Bakkmann 1801 Sjá Bachmann. - Halldóra Skúladóttir Bakkmann (1750-1821), kona Hallgríms Jónssonar, Bjarnarhöfn. Bakkmann er til sem millinafn.

Baldurs 1918 Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971), verslunarmaður, Blönduósi.

Baldvins 1922 Elísabet Baldvinsdóttir (1885-1958?), Seyðisfirði. - Tómas Baldvins Njálsson (f. 1933). Móðir: Hanna Kristín Baldvinsdóttir (1905-1987).

Bartels Heinrich Jóhann Bartels (1846–1921). Kaupmaður í Keflavík, á Ísafirði og í Reykjavík.

Barðdal Óli Sigurjón Barðdal (1917–1983), seglasaumari í Reykjavík, fæddur á Patreksfirði.

Bárðdal 1910/1919 Baldvin Bergvinsson Bárðdal (1859-1937), bókavörður Stykkishólmi. F. í Sandvík í Bárðardal. (Bókavarðartal.)

Bebensee 1910 Heinrich Bebensee (1873-1921), klæðskeri á Ak., f. í Þýskalandi. Dóttir hans: Guðrún Kristín Bebensee (1912-1994).

Bech Benedikt Magnússon Bech (1675-1719), sýslumaður. Sonur sr. Magnúsar Sigurðssonar á Kvíabekk.

Beck SH/1910 Þórólfur Hansson Beck (1883-1929). Sonur hans: Christian Nilsson Beck (1916-2009).

Bender 1910 Carl Christian Bender (1880-1960), kaupm. á Borgarfirði eystra.

Benedikts Kristín Benedikts Einarsdóttir (1895-1917).

Benediktsen SH Brynjólfur Bogason Benediktsen (1807-1870). Sonur Boga Benediktssonar.

Benediktsson 1919 Hallgrímur Benediktsson (1885-1954), kaupm., Rvk. – Börn Einars Benediktssonar skálds.

Benedikz 1918 Börn Benedikts S. Þórarinssonar (1861-1940), kaupm., Rvk. – 1919 Þyri H. Benediktsdóttir Þórarinssonar, Winnipeg.

Berg Lauritz Jakob Berg (f.1845). - Hallgrímur Berg Daníelsson Grímsson (f. 1880).

Bergdal 1919 Jakob Jónsson Bergdal (1860-1923), Möðruvöllum, Eyjafirði.

Bergland 1920 Hannes Ó. Magnússon, verslunarmaður, Ak. - Trausti Bergland Fjólmundsson, f. 1945. Einnig til sem millinafn.

Bergmann SH/1910/1915 Jónas B. Björnsson (1876-1952), Marðarnúpi. - Jón Steinsson Bergmann (1696-1719) og Guðmundur Steinsson Bergmann (1698-1723), synir Steins bps. Jónssonar, að Setbergi í Eyrarsveit. (Hafn. 65). Einnig til sem karlmannsnafn.

Bergs 1915 Helgi Helgason Bergs (1888-1957), frá Fossi. Sonur Helga Bergssonar á Fossi á Síðu.

Bergsteð SH Jón Jónsson Bergsted (1790-1864) Hefur líklega tekið sér nafn af Bergstöðum í Svartárdal í Hún. (PEÓ III:199).

Bernburg 1910 Harriet Bernburg Jensen (1909-1971).

Berndsen 1910 Steinunn Þórdís Siemsen Berndsen (1871–1953).

Bernhöft SH/1910 Tönnies Daniel Bernhöft (1797-1886), f. í Holtsetalandi, bakari í Rvk.

Bertelsen SH/1910 Andreas Jess Bertelsen (1876-1962), stórkaupm.

Bertelskjöld 1910 Óskar Bertelskjöld Hjartarson (1906-1988).

Biering Hans Vilhelm Peter Biering (1776-1838), Rvk. Sjá Bjering.

Birkis 1920 Sigurður Eyjólfsson Birkis (1893-1960), verslunarmaður, Rvík. Sonur Eyjólfs Einarssonar á Mælifellsá.

Birnir 1920 Björnstjerne B. Björnsson (1892-1948), frá Grafarholti. Sonur Björns Bjarnarsonar í Grafarholti (1856-1951). Einnig til sem karlmannsnafn.

Bíldahl 1910

Bílddal Þorgrímur Gunnar Bílddal Gunnlaugsson (1902-1980) á Þórustöðum í Kaupangssveit.

Bíldfell Jón Jónsson Bíldfell (1870-1955), frá Bíldsfelli í Grafningi.

Bjargmann 1910 Ólafur Bjargmann Guðmundsson (1874-1943).

Bjarkan 1917 Böðvar Jónsson Bjarkan (1879-1938), yfirréttarmálaflutningsmaður, Ak.

Bjarklind 1920 Sigurður Bjarklind Sigfússon (1880-1960), framkvæmdastjóri Húsavík. Einnig til sem kvenmannsnafn.

Bjarman 1918 Sveinn Árnason Bjarman, aðalbókari á Ak. (1880-1952). Nafnið er dregið af björtum draumi. (Dagur.Tíminn 5.7.97.)

Bjarnar 1915 Þorlákur og Theódór Vilhjálmss. og Valgerður og Sigríður Halldórsd., Klemens Bjarnar og Björn og Dóra Þórhallsbörn. (Þorlákur Vilhjálmsson Bjarnar (1881-1932), f. að Rauðará í Rvk. Faðir: Vilhjálmur Bjarnarson Bjarnar (1846-1912)). Einnig til sem karlmannsnafn.

Bjarnarson 1910

Bjarnasen 1910

Bjarnason 1910 Ágúst Hákonarson Bjarnason (1875-1952) sonur Hákonar Bjarnasonar kaupm. á Bíldudal.

Bjarnhéðins 1922 Guðrún Jónsdóttir (1868-1947), ekkjufrú, Aðalstræti 6B, Rvk. Eiginmaður: Bjarnhéðinn Jónsson.

Bjarnhéðinsson 1910

Bjartmars/Bjartmarz 1919 Kristján Guðmundur Bjartmarsson Bjartmars (1886-1978), Óskar Bjartmarsson Bjartmarz (1891-1992), Ástmann Bjartmannsson (1895-1968). Synir Bjartmars Kristjánssonar á Harastöðum í Vesturhópi og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1851-1939). – 1920 Sigrún Bjartmarsdóttir (f. 1896), símritari, Rvk. Dóttir ofangreindra hjóna.

Bjering SH/1910 Sjá Biering.

Björns 1922 Guðrún Gísladóttir frá Tungu, Rvk.

Björnsen SH

Björnson 1915 Guðmundur Björnsson (1864-1937), landlæknir, sonur Björns Leví Guðmundssonar.

Björnsson 1910/1915 Jón Björnsson (1878-1949), kaupm. Borgarnesi; -1923 Sveinn Björnsson (1881-1952), sendiherra, handa börnum hans (6). - Guðmundur Björnsson (1873-1953). (Hafn. 268)

Blandon 1916 Einar Erlendsson Blandon (1882-1954), lausamaður, Blönduósi og sonur hans Erlendur Dalmann Einarsson Blandon (1905-1977). (Dagur.Tíminn 5.7.97.). (Hafn. 326).  1918 Þorkell (1890-1977) og Árni Ásgrímur (1891-1981) Erlendssynir Blandon frá Fremstagili í Holtastaðasókn.

Blom 1910 Jakob Blom Snorrason (1756-1839). – Jakob Blom Þorsteinsson (1850-1926).

Blomsterberg Birna Blomsterberg Bjarnadóttir, f. 1949.

Blöndahl 1917 Magnús Þ. S. Blöndahl Sigfússon (1861-1932), framkvæmdastjóri, Rvk. Sonur Sigríðar Björnsdóttur Blöndal. (Hafn. 316).

Blöndal SH/1910 1917 Niðjar Björns Auðunssonar Blöndal (1787-1846), sýslumanns í Húnavatnssýslu, sem var sonur sr. Auðunar Jónssonar í Blöndudalshólum og Halldóru Jónsdóttur. Magnús Blöndahl var dóttursonur hans.

Blöndals Jóhanna Rósa Björnsdóttir Blöndals (1913-2009). Dóttir Björns Blöndal.

Borg 1917 Óskar Jóhann Borgþórsson Borg (1896-1978), stúdent Rvk. – 1920 Emilía Halldóra Borg (1901-1984), Anna Guðmundína Guðrún Borgþórsdóttir (1903-1963), Stefanía Þóra Borg Einarsson (1907-1984), Áslaug Borgþórsdóttir Borg (1909-1977), Geir Borgþórsson Borg (1912-2003). Börn Borgþórs Jósefssonar (Hafn. 337). Einnig til sem kvenmannsnafn.

Borgfirðingur 1910 Jón Borgfirðingur Jónsson (1826-1912) f. á Hvanneyri, Borg.

Borgfjörð SH/1910 Einar Borgfjörð Grímsson (1830-1906).

Borgsteð SH

Bramm 1910 Guðríður Árnadóttir Bramm (1870-1937).

Brands Ingibjörg (1878-1929). Dóttir Guðbrands Eiríkssonar í Stöðlakoti (Brandsbæ). – Sumarliði Brands Sumarliðason (f. 1878).

Breiðdal 1921 Guðmundur Guðmundsson Breiðdal (1895-1962), frá Breiðadal í Holtspr.k. í Önundarfirði, húsgagnasmíðameistari í Rvk.

Breiðfjörð SH 1916 Sigurður Jónsson (1896-1936)?, sjómaður frá Brunnastöðum, Kálfatjarnarsókn. - Sigurður Eiríksson Breiðfjörð (1798-1846). Sonur Eiríks Sigurðssonar í Rifgirðingum á Breiðafirði.

Brekkan 1920 Sigdór Vilhjálmsson Brekkan (1884-1964), kennari á Norðfirði og systir hans Helga Pálný Vilhjálmsdóttir (1883-1951), sama stað. Frá Brekku í Mjóafirði. - Jón Jónsson (1836-1901) sonur Jóns Sigurðssonar í Geitareyjum. - Friðrik Ásmundsson Brekkan (1888-1958). Sonur Ásmundar Jónssonar á Brekkulæk í Miðfirði.

Brekkmann 1801 Páll Björnsson Brekkmann (1727-1807), Rvk.

Bridde Hrafnhildur Margrét Einarsdóttir Bridde (1927-1964).

Briem 1801/1910 SH 1915 Gunnlaugur Guðbrandsson Briem (1773-1834). Sonur sr. Guðbrands Sigurðssonar á Brjánslæk. (Dagur Tíminn 5.7.97.)

Brimdal 1922 Jón Brimdal Björnsson (f. 1885), Fjöllum.

Brím 1910

Brown 1910 Ólafur Brown Jónsson (1892-1982).

Bruun 1910 Kaj Aage Bruun (1899-1980), gleraugnafræðingur í Rvk.

Brunnan 1917 Jón Jónsson Brunnan (1884-1963), Brunnum, Kálfafellspr.k.

Bryndal 1918 Guðrún Jóhannesdóttir (1884-1936), Ísafirði og 2 dætur hennar: Gróa Magnea Jónsdóttir Bryndal Hübner (1906-1945) og Agnes Petrína Jónsdóttir Bryndal (1907-1989).

Brynjólfsson 1910

Buch/ 1801/SH Björn Nikulásson Buch (1786-1864), Eyjadalsá, S-Þing.

Buck Nikolaj Arent Peter Buck f. í Hammerfest 1755, kom til Húsavíkur 1777 átti um 7 börn, d. 1805. Börnin báru nafnið Buck, en nafnið féll niður með 2. eða 3.kynslóð afkomenda, einn eða tveir tóku það upp seint á 20. óld, en enginn af þessum uppruna ber það núna.

Burgess John Noël Llywelyn Burgess, (f. 1947), verkfræðingur.

Busk Ásgeir Búsk Jónsson (1866-1922). - Henning Busk (1908-1985), verkstjóri í Rvk.

C

Christensen 1910 Lauritz Christensen Gottrup (1649-1721). Lögmaður á Þingeyraklaustri.

Christjansen 1910

Claessen 1910/1915 Jean Eggert Claessen (1877-1950). Sonur Jean Valgard Claessen, kaupm. á Sauðárkróki.

Clausen SH/1910 Hans Arreboe Clausen (1918-2009), kaupm. í Ólafsvík. - Holger Peter Clausen (1780-1825), kaupm. í Ólafsvík.

Clementz 1910 Þorkell Clementz Þorkelsson (1880-1955).

Collin 1910 Þorsteinn Collin Guðmundsson (1916-1980).

Consile 1910

Cortes 1910 Emanuel Reinfield Henrik Cortes (1875-1947), f. í Stokkhólmi, yfirprentari í Gutenberg.

D

Dahl Ólafur Gunnlaugsson Dahl (1745-1788). Sonur Gunnlaugs Ólafssonar í Héraðsdal.

Dahl Hansen 1910 Sigfrid Dahl Hansen (1880-1909).

Dahlmann 1910/1916 Jón Jónsson Dahlmann (1873-1949), ljósm. Rvk.

Dal SH 1918 Sigríður (Síta) Dal Sigurðardóttir (1895-1988).

Dalberg 1910 Jóhann Dalberg Sigurgeirsson (1882–1945). Hf. Hann var á Hóli í Garðssókn, N-Þing. 1890 (Íslendingabók). Í blaðinu Norðurlandi 25.4.1908, bls. 148, mátti lesa eftirfarandi:  „Við undirritaðar höfum tekið okkur nafnið Dalberg og biðjum menn að nefna okkur þannig og skrifa framvegis Katrín Þ. Dalberg, Sigurl. G. Dalberg, Jónína G. Dalberg (frá Vatnsleysu).“  Ættarnafnið virðist þó ekki hafa verið skráð opinberlega og greitt fyrir það fyrr en 1910 þegar Jóhann Dalberg Sigurgeirsson gerir það. Sú eina af þessum þrem konum sem skráð er með þessu ættarnafni í Íslendingabók er Jónína Aðalrós Dalberg Guðmundsdóttir (1885–1956). Hún var hjá foreldrum sínum á Vatnsleysu í Viðvíkursveit um 1888, skv. Íslendingabók.

Dalbú 1919 Jón Dalbú Jóhannesson (f. 1891), trésmiður, Rvk.

Dalhoff 1910 Grétar Dalhoff Magnússon (1930-2000). Var einnig til sem karlmannsnafn.

Dalmann 1910 Guðm. E. Dalmann (1856-1932). – Guðm. Dalmann Tryggvason (1931-1963). F. í Arnkötludal í Strand. Einnig til sem karlmannsnafn.

Dalmar 1917 Páll Dalmar Sigurjónsson (1894-1970), vátryggingaumboðsmaður, Siglufirði. Einnig til sem karlmannsnafn.

Dan Jón Dan Jónsson (1915-2000), rithöfundur. Einnig til sem karlmannsnafn.

Danielsen 1910 Johan Danielsen Jónsson (f. 1945).

Danielsen 1939  Hans Danielsen (1920-1978) , f. í Bergen, Noregi.

Davíðson 1919 Ólafur V. Davíðsson, kaupm. Hafnarfirði.

Deigo 1910

Devik 1910 Eva Devik Pétursson (f. 1942).

Diego Dóra Diego Þorkelsdóttir (f. 1941).

Dungal 1918 Níels Haraldur Pálsson Dungal (1897-1965), Jón Pálsson Dungal (1899-1972), Baldvin Pálsson Dungal (1903-1969), Halldór Pálsson Dungall (1905-1977), Friðrik Dungal (1908-2000) og Höskuldur Dungal (1914-1940). Synir Páls Halldórssonar skólastjóra og Þuríðar Níelsdóttur.

Duus SH

Dýrfjörð 1910 Kristján Dýrfjörð Oddsson (1844-1926).

E

Edelstein Heinz Theodor Edelstein (f. 1902), tónlistarm. í Rvk.

Edwald Jón Samúelsson Edwald (1886-1935), kaupm. á Ísafirði. Eðvald til sem karlmannsnafn.

Eggerz SH/1910/1915 Friðrik Eggertsson Eggerz (1802 -1894). Sonur sr. Eggerts Jónssonar á Ballará.

Egilsen SH/1910 Sveinbjörn Egilsen Kúld (f. 1846).

Egilson 1916 Synir Þorsteins Egilssonar (1842-1911), kaupm. í Hafnarfirði, sonar Sveinbjarnar Egilssonar. (Hafn. 299)

Egilsson 1910 Egill Egilsson (f. 1829). Sonur Sveinbjarnar Egilssonar. (Hafn. 151)?

Einarsen SH

Einarson 1915 Magnús Einarson (1870-1927), dýralæknir.

Einarsson 1910

Einis 1924 Jón Þorleifur Guðmundsson Einis (1898-1984), Suðureyri í Tálknaf.

Eiríksen 1910

Eiríkss 1915 Guðmundur Eiríksson Eiríks (1892-1930).

Eiríksson 1919 Halldór Eiríksson, umboðssali, Rvk.

Eldjárn 1918 Þórarinn Kristjánsson Eldjárn (1886-1968) og Ingibjörg, Ólöf og Sesselja Guðrún, systur hans. Einnig til sem karlmannsnafn.

Eldon Jón Eldon Erlendsson (1851-1906). Sonur Erlends Gottskálkssonar, alþm. í Garði í Kelduhverfi.

Elefsen Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir Elefsen (1900-1982).

Elfar 1921 Benedikt Árnason Elfar (1892-1960), cand.phil., Sauðárkróki. Einnig til sem karlmannsnafn.

Ellingsen Othar Peter Jæger Ellingsen (1875-1936), f. í Noregi, kaupm. í Rvk.

Engilberts 1920 Bjarni Engilberts Guðnason (1894-1989), verslunarmaður. - Jón Ingólfur Engilberts Sigurjónsson (1908-1972) og Grímur Alfreð Sigurjónsson Engilberts (1912-1988). Synir Sigurjóns Grímssonar, múrara í Rvk.

Esphólm 1915 Jón Sigtryggsson, Akureyri.

Esphólín 1916 Synir Sigtryggs Jónssonar (1861-1941), bónda á Espihóli.

Espólín SH Jón Friðrik Jónsson Espólín (1769-1836). Sonur Jóns Jakobssonar á Espihóli. (Hafn. 134) Einnig til sem millinafn.

Eyberg 1921 Guðmundur Axel Jósefsson (f. 1892), Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Eydal 1916 Ingimar Eydal Jónatansson (1873-1959), kennari, Ak. Sonur Jónatans Jónssonar á Skriðu.

Eyfeld 1923 Ferdinand R(íkharð) Eyjólfsson Eyfeld (1899-1946), vélstjóri, Hrísakoti, Kaplaskjóli. Sonur Eyjólfs Ísakssonar í Halakoti á Álftanesi.

Eyfells 1921 Eyjólfur Jónsson Eyfells (1886-1979), listmálari, f. í Seljalandsseli í V-Eyjafjallahr.

Eyfirðingur Þorsteinn Eyfirðingur Jónsson (1883-1961). Frá Hofi í Svarfaðardal.

Eyfjörð 1916 Jónas Jónasson Eyfjörð (1872-1922), trésmiður, Rvk. - Friðrik Eyfjörð Guðmundsson (f. 1889). Einnig til sem millinafn.

Eyland 1916 Gísli Jónsson Eyland (1886-1972), stýrimaður frá Svefneyjum á Breiðafirði.

Eylands 1923 Árni Guðmundsson Eylands (1895-1980), ráðunautur. Sonur Guðmundar Guðmundssonar að Þúfum í Óslandshlíð.

Eymann 1923 Einar Eymann Skúlason (1900-1966).

Eyrbekk Davíð Eyrbekk Gíslason (1867-1948).

Eysteins Björn Eysteins Kristjánsson (1920-2010).

F

Fannar Valur Fannar Marteinsson (1927-2000), gullsmiður í Kópavogi. Einnig til sem karlmannsnafn.

Fannberg 1918 Synir Jóns Guðmundssonar í Botni í Vatnsfjarðarpr.k., N-Ís. Einnig til sem karlmannsnafn.

Fanndal 1916 Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal (1876-1937), kaupm., Ak., verslunarstjóri í Haganesvík í Fljótum.

Fannland 1922 Sigrún Ásbjörg Fannland (1908-2000), Innstalandi, Skag.

Farestveit Arthur Knut Farestveit (f. 1941).

Fáfnis Egill Hjálmarsson Fáfnis (1898-1953).

Fells um 1918 Grétar Ófeigsson Fells (1896-1968). Sonur Ófeigs Vigfússonar í Fellsmúla.

Fenger John Fenger (1886-1939). Nafnið er þýskt, af Fänger, eða dregið af pólsku wenger ‚ungverji‘. (GS)

Figved 1910 Andreas Olaus Figved (1871-1935), norskur kaupm. á Eskifirði.

Finsen SH/1910/1915 Jón Hannesson Finsen (1792-1848). Sonur Hannesar Finnssonar biskups. (Hafn. 148)

Fjalldal 1916 Jón Halldórsson Fjalldal (1883-1977), hreppstjóri, Melgraseyri, f. að Rauðamýri í Nauteyrarhr., N-Ís.

Fjeldsted Þorkell Jónsson Fjeldsted (1740-1796), f. á Felli í Sléttuhlíð, síðar stiftamtmaður í Þrándheimi. (Hafn. 106)

Fljózdal Friðrik Hermann Fljózdal (1867-1954). Talinn fæddur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.

Flóvenz Sigrún Flóvenz Ólafsdóttir (f. 1927).

Flygenring 1917 August Theódór Þórðarson Flygenring (1865–1932), kaupm, Hf. Sonur Þórðar Sigurðssonar á Fiskilæk. Þórður lærði trésmíði í Danmörku og skírði soninn Flygenring í höfuðið á dönskum kennara sínum (Suðurland 22.3.1969). Nafnið er þýskt, af "Flügenring". (GS)

de Fontenay Frank le Sage de Fontenay, sendiherra. Ættin upphaflega húgenottar frá Sage, nærri Lyon í Fakklandi. Fontenay er lítið þorp í Suður-Hollandi.

Forberg 1910 Olav Elias Forberg, f. 1871 á Finnmörk, landsímastjóri í Rvk.

Foss 1920 Jón Ólafsson Foss (1888-1922), læknir frá Hjarðarholti.

Fossberg 1917 Gunnlaugur Jónsson Fossberg (1891-1949), vélstjóri í Rvk., f. í Skálahnjúk í Gönguskörðum, Skag. Einnig til sem millinafn.

Fossdal 1917 Björn Fossdal Benediktsson (1881-1969), Flankastöðum, Vindhælishr. og sonur hans Ari Leó Fossdal Björnsson (1907-1965).

Frederiksen Aage Martin Christian Frederiksen (1887-1961), vélstjóri í Rvk.

Fredriksen

Frímann Guðmundur Frímann Björnsson (1847-1935), bóndi í Hvammi í Langadal, A-Hún. ? Einnig til sem karlmannsnafn.

Færseth Andrea Olga Færseth (f. 1975).

G

Garðars Hilmar Garðars (1922-2007). Sonur Garðars Þorsteinssonar, alþm.

Geirdal Steinólfur Eyjólfsson Geirdal (1875-1950) og Guðmundur Eyjólfsson Geirdal (1885-1952). Synir Eyjólfs Bjarnasonar á Múla við Gilsfjörð.

Gilfer 1924 Eggert Guðmundsson Gilfer (1892-1960), slaghörpuleikari, Rvík. Sonur Guðmundar Jakobssonar trésmíðameistara í Rvk. Nafnið dregið af Gilsfirði.

Gilsfjörð 1910 Marís Gilsfjörð Marísson (f. 1937). Einnig til sem millinafn.

Gígja 1920 Geir Kristjánsson Gígja (1898-1981), Marðarnúpi, Vatnsdal. Sonur Kristjáns Magnússonar á Kornsá. Einnig til sem kvenmannsnafn.

Gíslason 1916 Þorsteinn Gíslason (1867-1938), ritstjóri.

Grant 1910 Karl Jóhannes Grant (1905-1976).

Grundfjörð 1920 Georg Grundfjörð Jónasson (1884-1962), Hömrum, Eyrarsveit.

Gröndal 1801 SH 1917 Benedikt Gröndal Þorvaldsson (1870-1938), cand. phil, Rvk. og Benedikt Gröndal Þórðarson (1899-1984), stud. art. Hf. - Benedikt Jónsson Gröndal (1762-1825). Sonur sr. Jóns Þórarinssonar í Vogum í Mývatnssveit. (Hafn. 131)

Grönsteð 1801 Jón Grönsteð (f. 1740), Illugastöðum, Skag.

Grönvold SH Guðmundur Grönvold Auðunsson (f. 1890).

Gränz Carl Jóhann Gränz (1887-1967), málari í Vestmannaeyjum.

Guðjohnsen SH Einar Oddur Pétursson Guðjohnsen (1849-1891). Sonur Péturs Guðjónssonar organleikara.

GuðmundsenSH Oddgeir Guðmundsen Þórðarson (1849-1924). Sonur Þórðar Guðmundssonar á Litla-Hrauni.

Guðjóns 1922 Guðmundur Guðjónsson háseti.

Guðmann 1922 Gísli Þorsteinsson Guðmann (1868-1953), verslunarmaður, Sauðárkróki. Einnig til sem karlmannsnafn.

Gunnars 1918 Sigríður Gunnars og Sigurður Gunnars. Börn Jóns Gunnarssonar. - Gunnar Gunnars Steindórsson (1923-2002).

Gunnarsen SH

Gunnlaugsson 1925 Steindór Gunnlaugsson (1889-1971), aðstoðarm. í stjórnarráðinu.

H

Haarde Tomas Haarde símafræðingur (1901-1962). Norskur að ætt.

Hafberg 1916 Engilbert Ólafur, Friðrik og Helgi Sigurgeir Einarssynir, f. í Garðasókn á Álftanesi. Einnig til sem karlmannsnafn.

Hafdal 1923 Gunnar Sveinsson Hafdal (1901-1969), Ak., f. á Deplum í Holtshr., Skag.

Hafstað Árni Hafstað Jónsson (1883-1969), f. á Hafsteinsstöðum í Staðarhr., Skag.

Hafstein 1915 Hannes Þórður Pétursson Hafstein (1861-1922). Sonur Péturs Havstein. Fyrstur til að gefa nafninu íslenskt form. (Hafn. 227)

Hagalín 1916 Guðmundur Hagalín Gíslason (1898-1985). – Móðir hans: Guðný Guðmundsdóttir Hagalín (1878-1952). Einnig til sem karlmannsnafn.

Hagan 1919 Haraldur Jóhannesson Hagan (1889-1946). - 1924 Sigríður Jóhannesdóttir, Helsingör. - Ragnhild Hagan Sveinsson (1886-1940).

Halblaub Jónína Hólmfríður Halblaub (1919-2003).

Haldorsen Haldor Johan Haldorsen (1893-1966), verkamaður í Rvk.

Hall SH/1915 Anna Margrét Hall Norgaard (1818-1912); Sonur hennar Jónas Thorsteinsson Hall (1857-1946) verslunarstjóri á Flateyri, Þingeyri og Ísafirði. Bjó meðal annars í húsi á Þingeyri sem kennt var við hann og kallað Hallshús eða Hallarinn.

Halldórs 1915 Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968).

Halldórsson 1923 Halldór J(ónsson) Þorsteinsson (1888-1963), bankaritari, Rvk. (Hafn. 313) ?

Hallgríms 1918 Hallgrímur Tómasson Hallgríms, kaupmaður, Rvk.

Hallgrímsson 1910/ 1925 Séra Friðrik Hallgrímsson (1872-1949) og börn hans. - Axel Luðvig Sveins Hallgrímsson (1909-1969), sonur Sveins Hallgrímssonar. Sjá Sveins.

Hansen SH Sigurður Hansen, f. 1815. Sonur Símonar Hansens (1789-1847), kaupm. í Rvk.

Haralz 1916 Börn Haralds prófessors Níelssonar (1868-1928).

Haukdal 1917 Geir (1899-1980) og Sigurður Haukdal (1903-1985), synir Sigurðar Sigurðssonar (1864-1926), ráðunautar.

Haukland 1913? Gísli Gíslason frá Torfastöðum í Þingvallasveit ?

Havsteen SH 1915 Níels Havsteen Jakobsson (1794-1856); Jóhann Gottfreð Havsteen (1804-1884).

Heiðar 1918 Salómon Runólfsson Heiðar (1889-1957). - Sigríður Heiðar Runólfsdóttir (1893-1973). – Helga Ragnheiður Halldóra. Börn Runólfs Þórðarsonar og Helgu Salómonsdóttur frá Síðumúla. Einnig til sem karlmannsnafn.

Heiðberg 1918 Jón Heiðberg Jónsson (1889-1973), kaupmaður, Rvk. Móðir hans: Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir (f. 1852). Einnig til sem karlmannsnafn.

Heiðdal 1917 Sigurður Þ. Johnson (1884-1972), skólastjóri, Mýrarhúsum. Sonur Þorláks O. Johnsons, kaupm. í Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Heilmann 1910 Jóhann Wilhelm Heilmann (1836-1910). Dóttir hans Guðrún Heilmann Þorsteinsson (1868-1957).

Helgason 1910

Hemmert 1910 1801 Björg Stefánsdóttir Hemmert (f. 1774). - Andreas Hemmert, Ak. Einnig til sem karlmannsnafn.

Herlufsen

Hermannsson 1910

Hermansen Anný Soffía Hermansen, Miðdal, V-Eyjafjallahr. (Sagnfræðingatal).

Hersir 1916 Synir Brynjólfs Ögmundssonar (1852-1909), Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Hertervig 1910 Kasper Hertervig (1873-1921), norskur, rak gosdrykkjagerð í Rvk.

Hertnæs 1910

Heydal 1920 Jón Sigurðsson, Brúsastöðum, Vatnsdal.

Hinriks 1922 Þuríður Hilda Hinriks (f. 1921)Ingólfsstræti 5, Rvík. Dóttir Guðmundar Marinó Jörgenssonar (f. 1905).

Hirst Karl Heinrich Albertsson Hirst (1907-1984),vélsmíðameistari.

Hítdal 1801 Þorleifur Árnason Hítdal (1748-1802), Rvk.

Hjálmarsen SH Þorsteinn Erlendsson Hjálmarsen (1794-1871). Sonur Erlends Hjálmarssonar.

Hjaltalín 1801 SH Jón Oddsson Hjaltalín (1687-1755) (Hjaltdalín í Sýslumannaæfum.) Sonur Odds Önundarsonar á Ingveldarstöðum í Hjaltadal (1650-1701).  Jón tók fyrstur upp Hjaltalín-nafnið. Ath. Hans listmálari í Danmörku. Mette Hansdóttir (sbr. Frank Ponzi). (Þór Hjaltalín gaf upplýsingar.)

Hjaltesteð 1801 SH Einar Ásmundsson Hjaltested (1769-1802). Úr Hjaltastaðaþinghá? (Dagur Tíminn 5.7. 1997).

Hjarðar 1922 Þorvaldur S(igurgeir) Benediktsson Hjarðar (1879-1948), Hjarðarhaga. - Guðfinna Pálsdóttir Hjarðar (1886-1957).

Hjartar 1921 Friðrik Sigurbjörn Hjartarson Hjartar (1888-1954), Ólafur Ragnar Hjartarson Hjartar (1892-1974), Þórður Sigurgeir Hjartarson (1894-1940), Loftur Guðni Hjartarson Hjartar (1898-1980), Ágústa Hjálmfríður Hjartardóttir (1898-1981), María Snæbjörg Hjartardóttir (1900-1987). Börn Hjartar Bjarnasonar (1860-1915).

Hjelm Sú sem fyrst bar þetta ættarnafn hér á landi hét Guðríður Jónasdóttir og var fædd á Krossi í Mjóafirði 11 feb.1882. Þegar faðir hennar flutti til Færeyja tók hann tvö barna sinna með sér sem þá voru uppkomin og giftist Guðríður þar manni sem hét Jogvan Hjelm og bjuggu þau í Vogi á Suðurey. Hann fórst 1926 og flutti hún þá aftur til Íslands.

Hjörleifsson 1910

Hjörvar 1916 Helgi Salómonsson (1888-1965), kennari í Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Hlíðar 1917 Sigurður, f. 1885. Sonur Einars Einarssonar og Sigríðar Jónsdóttur í Hörgsholti, Árn. Einnig til sem karlmannsnafn.

Hlíðberg 1919 Jón Jónsson Hlíðberg (1894-1984), trésmiður Rvk. Bæði til sem karlmannsnafn og millinafn.

Hlíðdal 1910/1911 Guðmundur Jónasson Hlíðdal (18861965), rafmagnsfræðingur. Frá Hlíð á Vatnsnesi.

Hofdal 1925 Guðmundur Sigurjónsson Hofdal (1883-1967), Rvík. - Magnús Hofdal Hartmannsson (1910-1985).

Hoff Eiríkur „eldri“ Guðmundsson Hoff (1735-um 1790), prentari á Hólum o. víðar.

Hoffell 1920 Jón Guðmundsson, bóndi, Hoffelli í Nesjum. - Guðmundur Jónsson Hoffell (1875-1947).

Hoffmann SH Hans Hoffmann Pétursson (1811-1864).

Holt Sveinbjörn Arnórsson Holt (1747-fyrir 1816), Eyri, Ísaf. – Brian Desmond Holt (1921-2000), ræðismaður, Rvk.

Hólm 1910/1917 Elías Hólm Finnsson (1894-1960), verslunarmaður í Rvk. – Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821). Sonur Magnúsar Guðmundssonar í Hólmaseli í Meðallandi. (Hafn. 122). Einnig til sem karlmannsnafn.

Hólmjárn 1915 Hólmjárn Jósefsson Hólmjárn (1891-1972), Vatnsleysu. Sonur Jósefs Jóns Björnssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur. Einnig til sem karlmannsnafn.

Hólmur Ívar Hólmur Jónsson, herra, á lífi 1312 (Annálar,Sturlunga). Líklega kenndur við Hólm á Akranesi. (Skúli Magnússon: Ívar Jónsson frá Hólmi. Mbl. 24. mars 2006, bls. 43).

Hrafndal 1910 Jón Hrafndal Jónsson (1849-1916). Einnig til sem millinafn.

Hraundal 1910 Ásgeir Halldór Pálmason Hraundal (1887-1965), kaupm. á Stokkseyri.

Hraunfjörð Jóhann Pétur Hraunfjörð (1885-1957).

Húnfjörð Jósef Húnfjörð Sveinsson (1876-1959). Af Vatnsnesi í Hún.

Hvammdal Gunnar Hvammdal Sigurðsson (1926-2009), veðurfræðingur. Sonur Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Efsta-Hvammi í Dýrafirði. Einnig til sem millinafn.

Hvannberg 1916 Erlendur (f. 1896) og Jónas Jóhannessynir Hvannberg (1893-1972), skósmiðir, f. í Eyvakofa á Eyrarbakka. – 1919 Sólveig Jóhannesdóttir Hvannberg (1899-1977), frá Eyvakoti.

Hvanndal 1916 Ólafur Jónsson Hvanndal (1879-1954), prentmyndasmiður. Sonur Jóns Ólafssonar á Þaravöllum við Akranes og Sesselju Þórðardóttur á Innra-Hólmi.

Höiriis

Höjgaard 1910 Jón Höjgaard Magnússon (1905-1968).

Hölter 1910 Diðrik Hölter (1733-1787), kaupm. í Höfðakaupstað á Skagaströnd.

Hörgdal Þorsteinn Marinó Hörgdal Grímsson (1881-1966), f. á Akureyri.

I

Imsland 1910 Lars Johan Imsland (1865-1935), kaupm. á Seyðisfirði.

Í

Ísberg 1916 Guðbrandur Magnússon Ísberg (1893-1984), stud. art., Rvk. Sonur Magnúsar Kristjánssonar í Snóksdal, Dal.

Ísdal 1918 Ingvar Meyvantsson (Ísl.bók: Eymundsson) Ísdal (1877-1959), trésmiður, Húsavík.

Ísfeld Eyjólfur Ísfeld (1763-1832), Húsavík. Tók upp nafnið í Kmh. Einnig til sem karlmannsnafn.

Ísfjörð SH 1916 Sigríður Guðmundína Þorkelsdóttir (1860-1945), Hnífsdal. - Þorlákur Magnússon Ísfjörð (um 1748-1781), f. í Bolungarvík, sýslumaður á Eskifirði.

Ísfold 1755 Guðmundur Ísfold Helgason (1732-1782), fangavörður, frá Stað í Grunnavík, skr. sig Helgonius. (Jón Steingrímsson, Ævisaga 1945, 149). Einnig til sem kvenmannsnafn.

Íshólm 1917 Sigurður Pétur Íshólm Klemensson (1894-1970), formaður, Kurfi, Vindhælishr. Einnig til sem millinafn.

Ívars 1918 Jón Ívarsson (1892-1968), Ak.

J

Jacobsen SH Jón Jacobsen Södervaag (1854).

Jacobson 1915 Jón Jakobsson (1860-1925), landsbókavörður.

Jensen SH Jens Jensen Stæhr (1805-1870).

Jeppesen 1910 Max Jeppesen (1907-1983), húsgagnasmiður í Rvk. - Knútur Jeppesen (1930-2011), arkitekt.

Jessen 1910 Doris Jessen Tómasson (f. 1925).

Johannessen Matthías Johannessen (1845-1900), kaupm. frá Björgvin.

Johnassen 1910

Johnsen SH Hannes Steingrímsson Johnsen (1809-1885). Sonur Steingríms biskups Jónssonar.

Johnson 1918 Ingibjörg Johnson, ekkjufrú og börn hennar. - Þorlákur Ólafsson Johnson (1838-1917). Sonur sr. Ólafs E. Johnsen. (Hafn. 277)

Johnsonius Eyjólfur Johnsonius Jónsson (1835-1875).

Jonassen SH Jónas Þórðarson Jonassen (1840-1910). Sonur Þórðar Jónassonar háyfirdómara.

Jónasson 1915 Benedikt Jónasson (1879-1954), verkfræðingur.

Jörgensen Júlíus Hans Jörgensen (1874-1908).

K

Kaaber 1910 Ludvig Emil Kaaber (1878-1941). Sonur S.F. Kaabers í Danmörku. Þýskt ættarnafn. (GS)

Kaldal 1920 Jón Jónsson Kaldal (1896-1981), Þorleifur Jónsson Kaldal (1898-1992), Ingibjörg Guðrún Kaldal Jónsdóttir (1903-1986), börn Jóns Jónssonar, Stóradal í Svínavatnshr., A-Hún. Nafnið er líka til í Danmörku; einnig sem bæjarnafn þar. (GS)

Kaldalóns 1916 Sigvaldi Kaldalóns Stefánsson (1881-1946) , héraðslæknir í Ármúla í Nauteyrarhreppi, N-Ís.

Kaldan 1919 Sigtryggur Eiríksson Kaldan (1889-1956), læknir Helsingör. Sonur Eiríks Þorkelssonar í Rvk.

Kalman 1916 Björn Pálsson Kalman (1883-1956), cand. jur. á Seyðisfirði fyrir börn sín. - 1920 Björn Pálsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður, Rvk. Sonur Páls Ólafssonar skálds. Einnig til sem karlmannsnafn.

Kamban 1915 Guðmundur Kamban Jónsson (1888-1945), rithöfundur. (Hafn. 316)

Karlssen 1910

Kemp 1910 Lúðvík Rúdólf Kemp, f. 1822.

Ketilbjarnar Árni Ketilbjarnar (1899-1988). Sonur Ketilbjarnar Magnússonar.

Kjaran 1916 Magnús Tómasson Kjaran (1890-1962), Ingvar Kristinn Tómasson Kjaran (1895-1955) og Eyþór Tómasson Kjaran (1892-1919), synir Tómasar Eyvindssonar og Sigríðar Pálsdóttur frá Vælugerði. - 1922 Þuríður Tómasdóttir Kjaran (1898-1972), Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Kjarval Þorsteinn Kjarval Sveinsson (1878-1967) og Jóhannes Kjarval Sveinsson (1885-1972). Einnig til sem karlmannsnafn.

Kjeld Jens Sófus Matthíasson Kjeld (1908-1980), smiður í Innri-Njarðvík. Færeyskur að ætt.

Kjemp SH

Kjernesteð SH

Kjerúlf SH 1916 Eiríkur Kjerúlf (1877-1949), læknir á Ísafirði. - Jörgen Christiansson Kjerúlf (1793-1831). Sonur Christian Kjerulf í Kmh. Nafnið er til í Danmörku. (GS) Einnig til sem karlmannsnafn á Íslandi.

Kjærnested 1910 Friðfinnur Jónsson Kjærnested (1828-1910).

Klausen 1910 Geirþrúður Klausen Hjartardóttir (1914-1974).

Klingenberg Hans Klingenberg (1707-1785), bóndi á Krossi á Akranesi.

Knudsen 1910 Lauritz Michael Knudsen (1779-1828), kaupm. í Rvk. Danskur að ætt. Giftur Margrethe Andrea f. Hölter (1781-1849).

Kofoed-Hansen Agnar Fransisco Kofoed-Hansen (1869-1957), skógræktarstjóri í Rvk. Kofoed er til í Danmörku. (GS)

Kolbeins 1910/1918 Þórey Bjarnadóttir (1869-1933?), Lambastöðum og börn hennar. Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson (1866-1912). Sonur sr. Eyjólfs Jónssonar.

Kolbeinsen SH

Kolka 1918 Páll Valdimar Guðmundsson Kolka (1895-1971)stud.med. & chir., Rvk. Sonur Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk í A-Hún. Einnig til sem kvenmannsnafn.

Krabbe Jón Krabbe (1874-1964). Nafnið er danskt/þýskt.(GS)

Kragh Hans Madsen Kragh (1862-1934), símaverkstjóri í Rvk.

Kristiansen Jentoft Kornelíus Kristiansen (1879-1943), skipstjóri á Seyðisfirði.

Kristjáns 1919 Sigurður Kristjánsson frá Eyvakoti á Eyrarbakka.

Kristmanns 1925 Ingibergur Sigurjón Kristmannsson (1905-1974), Vestmannaeyjum.

Krubbs Bjarni Pálsson Krubbs (d.e. 1690).

Krüger Haraldur Georg Kristján Krüger (1889-1959), fiskmatsmaður, Rvík.

Kröyer 1801/SH/1910 Johan Casper Kröyer (f. 1768), Siglufirði.

Kúld Pétur Andreas Kúld (f. um 1748 á Fjóni, d. 1800 í Flatey) kaupmaður og bóndi í Flatey. Eylenda II, bls. 268 (ritstj. Þorsteinn Jónsson, Reykjavík 1996.)

Kvaran 1916 Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1859-1938), rithöfundur og synir hans (Hafn. 230). Börn sr. Jóseps Hjörleifssonar frá Breiðabólstað á Skógarströnd og börn sr. Hjörleifs Einarssonar frá Undirfelli.

Kæmph 1910

Kærnested Jón Þorláksson (1797-1836). Sonur Þorláks Hallgrímssonar í Skriðu í Hörgárdal.

L

Lambertsen 1910 Guðmundur Lambertsen (1834-85).

Landhólm 1910

Lange 1910 Þuríður Lange Jakobsdóttir (1872-1961).

Larsen 1910 Niels Larsen Höeg (1739). - Axel Larsen (1879-1938), verkamaður í Rvk.

Laufdal 1910/1919 Óskar Janúaríus Bergsson Laufdal (1886-1946), útvegsmaður frá Hnappstöðum.

Laufdals 1919

Laugdal Björgvin Laugdal Stefánsson (1911-1937). Einnig til sem millinafn.

Laxdal SH/1910/1917 Niðjar Gríms Laxdal, bókbindara á Ak. - Eiríkur Laxdal Eiríksson (1741-1816), f. í Hvammi í Laxárdal á Skaga. Sonur sr. Eiríks Jónssonar að Hofi á Skagaströnd.

Laxness 1923 Halldór Guðjónsson (1902-1998), frá LaxnesiKenningarnafn.

Leifs 1916 Jón Þorleifsson (1899-1968), póstafgreiðslumaður, Rvk.

Leví 1910/1919 Ragnar Leví Pálsson (1882-1955), kaupm., Rvk. - Páll Leví Jónsson (1854-1922). Sonur Jóns Jónssonar á Söndum í Miðfirði. Einnig til sem karlmannsnafn.

Levy 1915 Eggert Jónsson Leví (1875-1953), Ósum. Sonur Jóns S. Þorlákssonar á Tjörn á Vatnsnesi.

Lilliendahl SH/1910 Þórarinn (um1742-1792). Sonur sr. Sigvalda Halldórssonar á Húsafelli. Ekki er vitað hvaðan nafnið er. (Hafn. 125). – Jósef Liljendal Sigurðsson (1899-1946).

Lind 1920 Hálfdán Halldórsson (1886-1968), kaupm. Ak. Einnig til sem kvenmannsnafn.

Linnet SH Hans Linnet (1783). Hliðarmynd við Lindet, danskt ættarnafn. (GS)

List Pétur List (1560). Formaður í Vestmannaeyjum, af norskum ættum.

Líndal 1910/1915 Jónatan J. Líndal (1879-1971), Holtastöðum. - Sigurður Líndal Sigurðsson (1785-1834). – Guðrún Líndal Hallgrímsdóttir (1849-1923). Nafnið kennt við Línakradal.

Loðmfjörð 1910 Stefán Loðmfjörð Jónsson (1873-1963). Einnig til sem millinafn.

Long SH/1910 Richard Long (1783-1837), enskur verslunarmaður á Reyðarfirði og Eskifirði. Kona: Þórunn Þorleifsdóttir Long (1774-1834). - Sigmundur Matthíasson Long (1842-1924) á Seyðisfirði.

Lorange 1910 Caroline Emelie Lorange (1877-1954).

Lund 1801 Magnús Sigurðsson Lund (f. 1731), Húsavík.

Lyngdal 1915 Elías Stefánsson Lyngdal (1879-1966). - Jakob Lyngdal Hansson (1864).

Lynge 1801/SH Jóhannes Lynge (1780-1834), Prentsm., Leirársókn. - Rannveig Ólafsdóttir Lynge (1781-1824).

Lyngstað 1910 Jón Lyngstað Halldórsson (1884-1963).

Löve 1910 Sophus Carl Löve (1876-1952), skipstjóri á Ísafirði.

M

Maack SH/1910 Sr. Pétur Andrés Maack Þorsteinsson á Stað í Grunnavík (1859-1892). – Brynhildur Maack Pétursdóttir (1880-1960).

Magnusen SH/1910 Rögnvaldur Magnúsen Sigmundsson (1811-1871). – Einar Magnúsen Jónasson (1872-1937).

Malmqvist 1801/SH/1910 Anne Lykke Malmquist (f. 1795). - Friðrika Malmquist Friðriksdóttir (1845). - Jóhann Pétur Malmquist Jóhannsson (1877-1937) á Reyðarfirði.

Manberg 1916 Þorsteinn Sigurðsson, verslunarmaður, Rvk.

Mar 1921 Cæsar (Sesar) Benjamín Hallbjörnsson Mar (1897-1978), Bakka, Eyrapr.k., kaupm. í Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Marberg 1920 Egill Marberg Guðjónsson (1894-1970) frá Laxárholti, Mýr.

Markan 1925 Börn Einars Markússonar (1864-1951), ríkisbókara.

Maron 1920 Jón Jónsson (1883-1958), Halakoti, Garðaprestak. Stofnaði útgerðarfélagið Maron. Bróðir Gísla Jónssonar alþm. og Guðmundar Kamban rithöf. Einnig til sem karlmannsnafn.

Marteins 1910 Runólfur Marteins Jónsson (1919-2007).

Mathiesen 1910 Sr. Páll Jónsson Mathiesen (1811-1880), prestur í Skarðsþingum. - Árni Jónsson Mathiesen (1819-1890). – Kristján Jónsson Mathiesen (1821-1889). Sonur sr. Jóns Matthíassonar í Arnarbæli. – Matthías Mathiesen Árnason (1867-1929).

Matsen 1910 Jónína Matsen Þorsteinsdóttir (1874).

Matthiesen SH

Málmkvist 1910

Már Ásgeir Már Gunnlaugsson, f. 1885 á Másstöðum í Akraneshr. Ólögfest ættarnafn. Einnig til sem karlmannsnafn.

Meinholt 1910

Melan 1918 Eyjólfur Melan Snæbjörn Jónasson (1890-1960), stud. theol. frá Sléttu í Reyðarfirði.

Melax 1924 Séra Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969), Barði, Fljótum. Sonur Guðmundar Jónssonar búfræðings.

Meldal 1915 Guðmundur Kristmundsson (1890-1950), Þorkelshóli. – 1918 Kristmundur Meldal Guðmundsson (1854-1930).

Melstadius

Melstað 1916 Eggert Stefánsson Melstað (1879-1957), kaupm., Ak., f. í Litluhlíð í Þorkelshólshr., V-Hún.?

Melsteð SH Ketill Melsted Jónsson (1762-1811). Sonur Jóns Ketilssonar á Melum á Skarðsströnd. (Hafn. 130; Á Ísl.slóðum, 110). - Páll Þórðarson Melsteð (1791-1861). Sonur sr. Þórðar Jónssonar á Völlum og Ingibjargar Jónsdóttur, prests á Mel.

Michelsen Jörgen Frank Michelsen (1882-1954), úrsmiður á Sauðárkróki.

Mileris Vladimir Knopf Mileris (1916-1999) [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/743774/]

Mixa Franz Mixa (1902-1994), tónskáld í Rvk.

Mogensen Peter Lassen Mogensen (1872-1947), apótekari á Seyðisfirði.

Morthens Edvard Wiig Morthens (1882-1963), bræðslumaður.

Mosdal 1919 Ólafur Mosdal Ólafsson (1758-1793). – Kristján Guðmundsson, Ketilseyri. – Gestur Mosdal Kristjánsson (1919-2010).

Móberg 1801 Magnús Móberg (1749-1806), Prentsm., Leirársókn. Einnig til sem millinafn.

Mógils Jón Gíslason (1749-1791). Sonur Gísla Jónssonar á Mógilsá.

Mýran 1919 Jóhann Björnsson, frá Sléttu í Reyðarfirði.

Mýrdal 1916 Sigurjón Jónsson (1890-1938), stýrimaður, Hrúðurnesi Leiru.- Jón Mýrdal Jónsson (1825-1899). Sonur Jóns Helgasonar í Hvammi í Mýrdal.

Mýrmann Guðmundur Mýrmann Einarsson (1907-1976). Einnig til sem millinafn.

Möller 1801/SH Ole Peter Möller (1776-1842), Reyðarfirði.

N

Nielsen SH Lars Nielsen Lynge (um1715-1797). Danskt nafn.

Njarðvík Sigurður Njarðvík Þórðarson (1870-1953).

Norberg 1919 Aðalsteinn Theódórsson Norberg (1917-1975), Rvk.

Nordahl Magnús Jónsson (1814-1854), prestur í Meðallandi. Úr Norðurárdal. (Hafn. 210)

Nordal 1915 Jón Nordal Jóhannesson (um 1841). – Jóhannes Guðmundsson Nordal (1851-1946). Sonur Guðmundar Ólafssonar í Kirkjubæ í Norðurárdal í Hún.

Nordquist Sjá Norðkvist.

Norðdahl 1919 Guðmundur Magnússon Norðdahl (1842-1929), bóndi á Geithálsi og afkomendur.

Norðdal 1919 Kristján Lúðvík Norðdal Davíðsson (1895-1955), héraðslæknir á Selfossi. Sonur Davíðs Jónatanssonar.

Norðfjörð SH/1916 Valdemar Fischer Norðfjörð (1886-1946), Rvk. Sonur Júlíu Petrínu Benediktsson Norðfjörð (1852-1935). - Jón Norðfjörð Jónsson (1795-1857), verslunarmaður í Rvk.

Norðkvist Jón Norðkvist Jónsson (1895-1961).

Norðmann SH Jón Jónsson Norðmann (1820-1877). Sonur Jóns Guðmundssonar á Krakavöllum í Flókadal, Skag. – 1919 Jón Norðmann (1897-1919), Óskar Norðmann (1902-1971)synir Jóns Steindórs Jónssonar Norðmanns (1858-1908), kaupm., Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Norland 1918 Jón Jóhannesson Norland (1887-1939), læknir, Rvk. – 1920 Sr. Sigurður Jóhannesson Norland (1885-1971), Jóhannes Norland (1895-1977). Synir Jóhannesar Sigurðssonar og Helgu Björnsdóttur í Hindisvík á Vatnsnesi.

Normann Ásta Kristín Árnadóttir Normann (1883-1955). Einnig á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn.

Núpan 1920 Þórarinn Hansson Núpan (1880-1950), Stafafelli. - Ásgeir Núpan Ágústsson, f. 1959. Einnig til sem karlmannsnafn.

O

Oddsen SH Sr. Gunnlaugur Oddsson (1786-1835). Sonur Odds Oddssonar.

Erlendur Vilhjálmur Björn Oddsen (1826-1896). Sonur sr. Gunnlaugs.

Olsen SH Jens Olsen Viborg (1769-1828).

Otterstedt Knut Otterstedt (1891-1980), rafveitustjóri.

Ottesen SH Pétur Oddsson Ottesen (1778-1866). Sonur Odds Stefánssonar á Þingeyrum og Hólmfríðar Pétursdóttur.

Ó

Óla Árni Óla (1888-1979). Sonur Óla Jóns Kristjánssonar. Einnig til sem kvenmannsnafn.

Ólafs 1916 Börn Ólafs Guðmundssonar frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi.

Ólafson 1916 Jón Ólafsson (1850-1916), rithöf., Rvk. Synir hans nefndu sig Ólafson.

Ólafsson 1910

Ólfjörð 1919 Anna Tryggvína Guðvarðardóttir (f. 1891)sáluhjálparh. - Nývarð Ólfjörð Jónsson (1910-1994). Einnig til sem millinafn.

Ólsen Björn Ólafsson Ólsen (1767-1850). Umboðsmaður á Þingeyrum.

Ósberg 1922 Óskar Sigurgeirsson Ósberg (1919-1995), Ak. - Björn Ósberg Helgason, f. 1939.

Ósland 1919 Sigurjón Jónsson (1869-1937) á Óslandi, Skag. og börn hans Sigríður Ósland Sigurjónsdóttir (1902-1973). Kári Sigurjónsson Ósland, f. 1904. Einnig til sem millinafn.

Ósmann Jón Magnússon Ósmann (1862-1914). Ferjumaður á vesturós Héraðsvatna. Einnig til sem millinafn.

Ósrunn 1916 Páll Ósrunn Guðmundsson (1888-1959?), trésmiður í Rvk.

P

Pedersen 1910 Karl Pedersen Aspelund (1869-1944).

Petersen SH/1910 Kristinn Adolf Petersen (1811-1872).

Pjeturss Helgi Pjeturss (1872-1949), jarðfræðingur. Sonur Péturs Péturssonar bæjargjaldkera.

Popp 1910

Proppé Claus Eggert Diedrich Proppé (1839-1898), bakari í Hf.

R

Rafnar 1918 Oddur Jónasson Rafnar (1885-1937). – Jónas Jónasson Rafnar (1887-1972). - Friðrik Jónasson Rafnar (1891-1959). – Stefán Sigurður Jónasson Rafnar (1896-1947). Synir sr. Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og Þórunnar Stefánsdóttur Ottesen. Einnig til sem karlmannsnafn.

Ragnar Ragnar Hjálmarsson Ragnar (1898-1987). Einnig til sem karlmannsnafn.

Ragnars 1918 Ragnar Ólafsson (1871-1928), stórkaupm. á Ak. fyrir börn sín.

Ragúels 1917 Jóhann Ragúelsson Ragúels (1875-1942), Ak. og fósturdóttir hans Olga Margrét Þórðardóttir Ragúels (1901-1931).

Randrup 1910

Rasmus Johan Rasmus (f. 1881). Sonur Heinrich, verkstjóra í Neumünster. Einnig til sem karlmannsnafn.

Rasmussen 1910 Lars Rasmussen Lynge (um1784 - um1837).

Reinholt SH Einnig til sem karlmannsnafn.

Reykdal SH/1910/1917 Trausti Árnason (1888-1964), fiskimatsmaður, Ak. - Vigfús Reykdal Eiríksson (1783-1862). Frá Reykholti. – Jóhannes Jóhannesson Reykdal (1874-1946). Frá Vallakoti í Reykjadal. Einnig til sem karlmannsnafn.

Reykfjörð 1910 Jón Reykfjörð Jónsson (1869-1942). Einnig til sem millinafn.

Reykholt 1919 Guðrún Reykholt Guðmundsdóttir (1885-1963). Dóttir sr. Guðmundar Helgasonar í Reykholti.

Reykjalín SH Jón Jónsson Reykjalín (1787-1857). Sonur sr. Jóns Þorvarðarsonar og Helgu Jónsdóttur í Reykjahlíð.

Reyndal 1918 Jóhann Peter Sörensen Reyndal (1878-1971).

Reynis 1919 Einar Jósefsson Reynis (1892-1979), frá Hólum í Hjaltadal, framkvæmdastjóri, Ak.

Richter 1801 Samúel Jakobsson Richter (1773-1854), Flatey, Barð.

Riis 1910 Árni Riis Aðalbjörnsson (1882-1960).

Ringsted 1910 Stefán Ringsted Stefánsson (f.1836).

Risberg 1920 Einar Risberg Guðmundsson (1880-1961), málari Hf.

Rist Petrína Regína Rist (1826-1916). Dóttir Peters Jakobs Rist, dansks verslunarstjóra í Rvk. (Pétur Pétursson í Mbl. 31. okt. 1999, bls. 20E.)

Robertsen 1910

Rósenkranz 1910/1925 Ólafur Rósenkranz Guðmundsson (1819-1852), háskólaritari og börn hans. Einnig til sem karlmannsnafn.

Rúgmann Jón Rúgmann Jónsson (1636-1679), fornfræðingur í Svíþjóð. Sonur sr. Jóns Guðmundssonar á Rúgsstöðum.

Rydén 1910

Ryel Baldvin Ryel (1881-1963), f. í Vordingborg.

S

Salomonsen SH Guðmundur Salomonsen (f. 1813). Sonur Jóns Salómonssonar.

Samster 1910

Sander Sveinn Sander Guðlaugsson (1758-1781), stúdent, f. í Vatnsfirði.

Sanders Albert Karl Sanders (1929–2003), bæjarstjóri í Njarðvík. Faðir hans, Karl Sanders, var stýrimaður frá Álasundi í Noregi.

Sandholt SH Egill Helgason Sandholt (1745-1811). - Árni (1814-1869). Sonur Óla Egilssonar Sandholt og Guðrúnar Árnadóttur Johnsen Sandholt.

Scheving SH/1916 Jón St. Scheving (f. 1850)?, síldaryfirmatsmaður, Seyðisfirði. - Hans Lauritzson Scheving (1630-1701) (Hafn,66?), héraðsdómari í Björgvin í Noregi. Faðir: Lauritz Hansson Scheving, prófastur í Skævinge í Danmörku. - Jón Steingrímsson segir í ævisögu sinni að Skeving hafi verið kominn af aðli í Noregi (242).

Scheving-Thorsteinsson Guðmundur Scheving Thorsteinsson (1852-1929), sonur Þorsteins Thorsteinssonar (1817-1864) og Hildar Guðmundsdóttur Scheving (1818-1889). Afkomendur þeirra bera þetta tvöfalda nafn.

Schiöth 1801/1910 Karen Schiött (1760-1847), Kumbaravogi, Árn. - Guðrún Schiöth Lárusdóttir (1904-1991).

Schjött SH Peder Frederik Hendrik, f. 1841 í Næstved, brauðgerðarm. og bankagjaldkeri á Akureyri, faðir Axels Hendrik Riddermann Schiöth (1870-1959), kaupm. á Akureyri.

Schopka Julius Schopka (1896-1965), aðalræðismaður, f. í Þýskalandi.

Schou 1910 Lúðvík Schou Emilsson (1897-1932).

Schram SH/1910 Christian Gynther Schram (1772- 1839). Faktor á Skagaströnd, kom frá Slésvík-Holstein ?(Dagur Tíminn 5.7.97). (GS)

Schulesen SH Sigfús Schulesen, f. 1801, sýslumaður. Sonur sr. Skúla Tómassonar (1775-1859). (Hafn. 161)

Sederholm Gösta William Sederholm, flugvirki í Svíþjóð. - Guðrún Helga Sederholm (f. 1948).

Seljan Georg Helgi Seljan Friðriksson (f. 1934). Fósturforeldrar á Seljateigi í Reyðarfirði. Einnig til sem millinafn.

Sen Kwei Ting Sen (1894-1949), próf. í Kína. Eiginkona: Oddný Erlendsdóttir Sen (1889-1963).

Setberg 1916 Jón Setberg Jónsson (1870-1926), trésmiður í Rvk.

Siemsen SH/1910 Sigríður Þorsteinsdóttir Siemsen (1820-1903) (SH Þórunn Árnadóttir Siemsen Thorsteinsson (1866-1943))

Sighvats 1920 Pétur Sighvatsson (1875-1938), úrsmiður Sauðárkróki.

Sigurðsson 1910/1920 Ásgeir Sigurðsson (1864-1935), konsúll og synir hans Walter Gilbert Oliver Sigurðsson (1903-1932) og Haraldur Á. Sigurðsson (1901-1984).

Sigurz 1918 Sigurður Friðrik Sigurðsson Sigurz (1895-1967), Rvk.

Sivertsen SH/1910/1921 Árni Sívertsen (1769-1814). Sonur Sigurðar Sigurðssonar á Hlíðarenda. – 1921 Sigurður P(étursson) Sivertsen (1868-1938), prófessor. Steinunn Sigurðardóttir Sivertsen (1900-1973) og Helgi Sivertsen (1901-1969) börn hans.

Skaftfell 1916 Bjarni Þorgeir Sigurðsson Skaftfell (1868-1926), gullsmiður á Seyðisfirði.

Skaftfells Magnús Jónsson Skaftfells (1876-1941), í Meðallandi.

Skagan 1919 Jón Skagan Jónsson (1897-1989), f. á Þangskála á Skaga.

Skagfield Sigurður Sigurðsson Skagfield (1895-1956). Sonur Sigurðar Jónssonar á Litlu-Seilu í Skag.

Skagfjörð 1910 Guðmundur Jónsson Skagfjörð (1758-1844), Eystri-Leirárgörðum. Sonur Jóns Bjarnasonar í Framnesi í Viðvíkursveit.

Skapta 1917 Guðmundur Árnason, stud. art. frá Stórulág, Bjarnanespr.k. Einnig til sem kvenmannsnafn (Skafta).

Skaptfell 1916 Sjá Skaftfell.

Skeving Sjá Scheving.

Skjaldberg 1918 Ásgerður Jósefína Skjaldberg (1894-1993), Sigurður Skjaldberg Þorvarðarson (1896-1959), Björg Sesselja Skjaldberg (1900-1984). Börn Þorvarðar Bergþórssonar (1836-1920) og Höllu Jóhannesdóttur, Leikskálum, Dal.

Skjalddal 1916 Jóhann Jens Ásgeirsson Skjalddal (1885-1956).

Skjóldal Kristján Pálsson Skjóldal (1882-1960) bóndi og málari á Ytra-Gili í Eyjafirði. Kristján var frá Möðrufelli í Eyjafirði en tók upp Skjóldals-nafnið þegar hann bjó í Danmörku. Kristján mun hafa valið sér nafnið eftir Skjóldal sem liggur fyrir ofan bæinn á Möðrufelli. Skrifaði sig Skjóldal á Íslandi allt frá 1908 er hann sneri heim frá Danmörku.

Skjöld 1801 Jón Þorsteinsson Skjöld (f. 1772), Höfða, Vallanessókn, Múl.

Smárdal 1921 Emilía Marta Þórdísardóttir, Húnavatnssýslu.

Smári 1923 Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972). (Hafn. 311) Einnig til sem karlmannsnafn.

Smith SH/1910 Paul Wigdahl Smith (1881-1967), f. á Hálogalandi, verkfræðingur. - Ragnar Smith Gunnlaugsson (1882-1918).

Snested

Snorrason 1924 Sigurður Sívertsen Snorrason (1895-1969), bankagjaldkeri, Vestmannaeyjum.

Snóksdalín Ólafur Guðmundsson Snóksdalín (1761-1843). Sonur Guðmundar Pálssonar í Snóksdal og Þorbjargar Hannesdóttur.

Snædal 1910 Gunnlaugur Jónsson Snædal (1838-1888). Sonur Jóns Jónssonar á Eiríksstöðum á Jökuldal. – 1919 Benedikt Snædal Sigurgeirsson (1877-1950), Húsavík. - Rósberg Snædal Guðnason (1919-1983). Skírður Snædal einn systkina sinna, eftir Laxárdal í Hún. (Heimild: Þórgunnur Snædal, dóttir hans.)

Snæfeld 1920 Jóhann Benónýsson Snæfeld (1866-1962) og Páll Jóhannsson Snæfeld (1893-1989) og Guðjón Bent Jóhannsson (1895-1933), synir hans.

Snæhólm 1909 Halldór Halldórsson Snæhólm (1886-1964), bóndi á Sneis í Laxárdal. Einnig til sem karlmannsnafn. [timarit.is]

Snæland 1910/1917 Pétur Valdimarsson Snæland (1883-1960), sölustjóri í Hf., f. í Efsta-Samtúni í Kræklingahlíð, Eyf.

Snævarr 1920 Valdemar Valvesson Snævarr (1883-1961)stöðvarstjóri, Norðfirði. Sonur Valves Finnbogasonar. Valdemar þótti Valves of útlenskulegt nafn og tók Snævarr eftir Lexicon poeticum. (Heimild: Ármann Snævarr, 2003). Einnig til sem karlmannsnafn.

Sólnes 1910 Lilja Sólnes Daníelsdóttir (1874-1939). – Eðvarð Sólnes, útgerðarm. á Ak., kjörfaðir Jóns G(uðmundssonar) Sólnes.

Stadfeldt Snæbjörn Stadfeldt Ásgeirsson (f. 1753). Sonur sr. Ásgeirs Jónssonar á Stað í Steingrímsfirði. Þar er Staðarfjall. (Hafn. 123)

Staffeldt Egill Staffeldt Guðmundsson (1702-1754). Frá Stafafelli í Lóni.

Stardal Magnús Stardal Kristjánsson (1911-1984). – Egill Jónasson Stardal (1926-2011). Sonur Jónasar Magnússonar í Stardal. Einnig til sem millinafn.

Stefáns 1918 Fjóla Stefánsdóttir, kennslukona Ísafirði. - Hjalti Stefáns Sigvaldason (1913-1915). Sonur Sigvalda Kaldalóns tónskálds.

Steffensen Jón Steffensen Stefánsson (1830-1883), kaupmaður, Rvk.

Steinar 1916 Helgi Marínó Einarsson frá Steinnesi, Arnarneshr., Eyjafj.s. Einnig til sem karlmannsnafn.

Steinbach SH/1910 Óli Steinbach Stefánsson (1868-1935).

Steinberg 1910 Bæði til sem karlmannsnafn og millinafn.

Steindal Leif Nicolai Steindal (1939-2010).

Steinholt 1910/1921 Jóhanna Sigríður Steinholt Einarsdóttir (1857-1956), Ak. o.fl.

Steinhólm Jón Gíslason Steinhólm (1756-1828). Tók upp nafnið eftir bænum Steinanesi í Suðurfjörðum Arnarfjarðar.

Steinsen Torfi Steinsen (1811-1858), söðlasmiður í Rvk., sonur Steins Guðmundssonar.

Steinsson Aage Steinsson, f. 1926. Sonur Jóhanns Torfa Steinssonar (1887-1966).

Stephensen 1801/SH/1910/1917 Niðjar Ólafs Stefánssonar Stephensen (1731-1812), stiftamtmanns.

Stiesen 1910 Jósef Jósefsson Stiesen (1842-1919).

Storr Ludvig Carl Christian Storr (1897-1978), glermeistari í Rvk.

Strand 1910 Karl Diðrik Sverdrup Strand (1882-1943), verslunarmaður í Rvk.

Strandberg 1916 Árni Jónsson Strandberg (1878-1968), bakari, Kmh.

Strandfeld 1910

Strandfjeld 1910 Jón Strandfjeld Jónsson (1850-1942).

Straumfjörð 1910 Jón Straumfjörð Bjarnason (1838-1890).

Straumland 1924 Andrés Straumland Jóhannesson (1895–1945), skrifstofumaður í Rvík.

Ström 1910 Herdís Guðmundsdóttir Ström (1888-1962).

Stuðlum 1918 Edvald Bóasson (1893-1969), frá Stuðlum, Reyðarfirði.

Sundmann Jón Sundmann, bjó á Baulárvöllum á Snæf.

Svan 1910 Ester Svan Jónsdóttir (1925-1997). Einnig til sem karlmannsnafn.

Svanberg 1920 Sigurjón Skarphéðinsson Svanberg (1901-1972). Rvík. Sagt var að hann hefði tekið sér nafnið til þess að geta skammstafað nafnið SS, af pólitískum ástæðum. - Júlíus Havsteen Svanberg (1900-1972), umsjónarmaður í Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Svarfdal Sigfús Svarfdal Guðmundsson (1911-1974).

Svavars 1916 Svavar Sigurbjarnarson Svavars (1877-1938), kaupm. í Rvk.

Sveinbjörnsson 1910/1915 Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927), tónskáld. Sonur Þórðar Sveinbjörnssonar háyfirdómara (Hafn. 154)

Sveins 1922 Carl Hemming Sveins (1902-1968), Axel Ludvig Sveins Hallgrímsson (1909-1969). Synir Sveins Hallgrímssonar (1876-1940), bankastjóra.

Sveinsson 1910/1922 Gústaf Adolf Sveinsson (1898-1971), stúdent Rvk.

Svendsen SH/1910 Friðrik Jónsson Svendsen (1788-1856), á Flateyri.

Sverresen SH/1910

Sverrisson 1910

Sæberg 1918 Berthold Benjamín Magnússon Sæberg (1893-1961), bifreiðarstjóri, Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Sæby 1910 Oddfríður Sæby Jónsdóttir (f. 1955).

Sædal Sigurður Sædal Ólason (1888-1975).

Sæland 1920 Stígur Sveinsson Sæland (1890-1974), löggæslumaður í Hf.

Sæmundsen 1910 Pétur Júlíus Jósefsson Sæmundsen (1841-1915). Sonur hans: Ari (f. 1880), umboðsmaður á Ak., kallaður Sæmundsen. (Hafn. 304)

Sætran Kristín Hansdóttir Sætran (1874-1940).

Söbeck SH Olgeir Söbeck Ingimundarson (f. 1934).

Söebeck 1910 Jóhanna Söebeck Jóhannsdóttir (1852-1933).

Sörensen 1910 Ástríður Sörensen Björnsdóttir (f. 1873).

Söring 1910 Valþór Söring Jónsson (f. 1953).

T

Tergesen 1910

Thejll 1910 Sigríður Anna Pétursdóttir Thejll (f. 1853).

Thengs 1910

Theódórs 1918 Börn Friðriks Theódórs Ólafssonar (1853-1906) frá Borðeyri, m.a. Guðmundur Friðriksson Theódórs (1880-1972), bóndi í Stórholti í Saurbæ, Dal.

Thomassen 1910

Thomsen SH/1910 Grímur Thomsen (1820-1896). Sonur Þorgríms Tómassonar, gullsmiðs á Bessastöðum.

Thorarensen 1801/SH/1910/1917 Niðjar Þórarins Jónssonar (1719-1767), sýslumanns á Grund í Eyf.

Thorberg 1801/SH/1910/1916 Magnús Thorberg Helgason (1881-1930), símstöðvarstjóri, Ísafirði. - Hjalti Þorbergsson Thorberg (1759-1840), Stað í Grunnavík, sem nefndi sig fyrst Thorberg (PEÓ), og Jón Thorberg (1762-1806), synir sr. Þorbergs Einarssonar (1722-1784). Einnig til sem ritháttur af Þorbergur.

Thorcillius Jón Thorchillius Þorkelsson (1697-1759), skólameistari. (Hafn. 48 og 61?)

Thordarsen 1910

Thordarson Finnur Thordarson (1854-1927), f. á Stuðlanesi í Barð. Sonur Þórðar Þorsteinssonar (1816-1903). – Sigvaldi Þórðarson Thordarson (1911-1964). Sonur Þórðar Jónassonar (1867-1938).

Thordersen SH/1910 Helgi Thordersen Guðmundsson (1794-1867). Sonur Guðmundar Þórðarsonar.

Thorgrimsen SH/1910 Torfi Guðmundsson Thorgrimsen (1790-1822). Sonur Guðmundar Þorgrímssonar.

Thorkillius Sjá Thorcillius.

Thorlacius SH/1910/1915 Gísli (1631-1684) Þorláksson, biskup, Skúli (1635-1704) Þorláksson, prófastur, og Þórður (1637-1697) Þorláksson, biskup, synir Þorláks biskups. (Hafn. 26, 29, 31).

Thoroddi Þórður Þóroddsson (1736-1797).

Thoroddsen SH/1910 Bræðurnir Jón Þóroddson Thoroddsen 1775-1854 og Þórður Þóroddson Thoroddsen 1779-1846, synir Þórodds Þóroddssonar, eru laukar tveggja aðalgreina Thoroddsenættarinnar. Jón Thoroddsen skáld (1818-1868) var sonur Þórðar. Heimildir eru um að bróðir Jóns og Þórðar, Klement Lint Thoroddsen, hafi einnig borið ættarnafnið. Hann var talinn fyrsti skraddarinn í Reykjavík um 1825 en kemur annars lítið við sögu.

Thors 1913/1915 Börn Thors Jensen: Haukur Jensen (1896-1970), Rvk. - 1918 Kristín Jensen (1899-1972?), Rvk. - 1919 Kristjana Steinunn Thors (1900-1986). Margrét Þorbjörg Thors (1902-1996). Lorentz Thors (1905-1970). Louis Hilmar Thors (1908-1939). – 1920 Thor Harald Jensen (1903-1965), Rvík. - Richard Louis Axel Thors (1888-1970). - Kjartan Thorsson Thors (1890-1971). - Ólafur Tryggvason Thorsson Thors (1892-1964).

Thorsen 1910

Thorsteinsen 1910

Thorsteinson SH Þórunn Hannesdóttir Finsen Thorsteinson (1794-1886).

Thorsteinsson 1915 Árni Bjarnason Thorsteinsson (1828-1907). Sonur Þórunnar Thorsteinson hér að ofan.

Thorstensen SH Jón Þorsteinsson Thorstensen (1794-1855). Sonur Þorsteins Steindórssonar.

Trampe Zophus Frans Trampe (1858–1891), skráður í Íslendingabók Sófus Franz Sófusson Trampe, var sonur Anastasíusar Sophus Trampe greifa í Kaupmannahöfn (1840–1925) og Þórnýjar Jónsdóttur (1834–1905). Sófus Franz var tökubarn í Saurbæ á Kjalarnesi.

Tranberg 1910 Sæmundur Tranberg Jakobsson (1885-1888) og systkini hans: Ólafía, Guðrún, Ágúst, Sigurður og Valdimar, börn Valgerðar Sigurðardóttur (1862-1906).

Tulinius 1910/1915 Carl Daniel Tulinius (1835-1905), kaupm. á Eskifirði. Latnesk mynd dregin af Thule, nafnið til í Danmörku. (GS) (Hafn. 240)

Túbals Ólafur Karl Óskar Túbalsson (1897-1964). Faðir: Túbal Karl Magnús Magnússon.

U

Urbancic Victor Urbancic (1903-1958), tónlistarm. í Rvk.

V

Vaage SH

Valagils 1918 Arngrímur Kristjánsson Valagils (1888-1958), stud. juris. (Hafn. 319)

Valberg 1910/1915 Hallgrímur Andrésson Valberg (1882-1963), Reykjavöllum. Einnig til sem karlmannsnafn.

Valdorff 1910

Valfells 1919 Jón Haraldur Valfells Bjarnþórsson (1896-1960). – 1925 Hildur Valfells Bjarnþórsdóttir (1889-1976). Sveinn Valfells Bjarnþórsson (1902-1981). Börn Bjarnþórs Bjarnasonar á Grenjum í Álftaneshr., Mýr.

Valfoss 1921 Gunnar Halldór Rasmusson Valfoss (1897-1930), verslunarmaður, Vestmannaeyjum. - Arnaldur Valfoss Jónsson (1919-1948).

Varmdal 1925 Þorkell (Ísl.bók: Þorlákur) Varmdal Kristjánsson (1894-1966), Álfsnesi, Kjalarnesi. Einnig til sem millinafn.

Vatnsdal 1910 Högni Vatnsdal Sigurðsson (1874-1961).

Vedholm 1910

Velding 1801/SH/1910 Anna Katrina Velding (f. 1783), Brúarhrauni. - Árni Friðriksson Welding (f. 1825). Sonur hans Jón Velding Árnason (1855-1940).

Vensberg 1910

Vestdal 1910 Jón Vestdal Erlendsson (1908-1979). Sonur Erlends Björnssonar á Breiðabólstöðum á Álftanesi.

Vestfjörð 1919 Árni Vestfjörð Stefánsson (1881-1886). – Emil Óskar Vestfjörð Sæmundsson (1888-1931), frá Krossi á Barðaströnd.

Vestmann SH/1910/1917 Þorvaldur Jónsson (1896-1940), bankaritari, Ak. - Jón Jónsson Vestmann (1595-1651). Sonur sr. Jóns Þorsteinssonar, píslarvotts í Vestmannaeyjum. – Einar Guðmundur Bjarnason Vestmann (f. 1888) tók sér þetta nafn í Kanada 1915. Hann flutti árið 1930 með 8 börn sín á Akranes þar sem hann bjó til dauðadags 1976. Margir afkomendur hans bera nafnið Vestmann.

Vestmar 1917 Guðmundur Guðmundsson Vestmar (1880-1918), cand.philos., Ak., f. á Kirkjubóli í Langadal í Ísafirði. (Hafn. 296). Einnig til sem karlmannsnafn.

Viborg 1910 Jens Viborg Ólason (1851-1940). Einnig til sem kvenmannsnafn.

Viðar 1916 Einar Viðar Indriðason (1887-1923), bankaritari, Rvk. og systkini hans, börn Indriða Einarssonar. (Hafn. 337). 1917 Jens Gunnar Indriðason Viðar (1897-1972), stud. art, Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Viðöe Jón Jónsson (d. 1789), úr Viðey.

Vigfusius Jón Jónsson (d. 1707), á Leirá.

Vignir 1918 Sigurhans Einarsson Vignir (1894-1975), ljósmyndari í Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Vikar 1916 Guðmundur Bjarnason(1888-1941), klæðskeri, Rvk. Einnig til sem karlmannsnafn.

Vídalín 1910 Arngrímur lærði Jónsson (1568-1648), prestur á Melstað í Miðfirði, nefndi sig þessu nafni fyrstur, og var það dregið af Víðidal í Húnaþingi. - Þórður Þorkelsson (1661-1742), barnabarn Arngríms, er fyrsti maðurinn í dönsku háskólaskránni (UK) sem kallaður er Vidalinus. (Hafn. 41nm).

Víðdal 1916 Jóhann Hermann Víðdal Jóhannsson (1897-1929).

Víðis 1918 Jón Víðis Jónsson (1894-1975). – María Víðis Jónsdóttir (1895-1982). – Sigríður Víðis Jónsdóttir (1897-1991). – Þórný Víðis Jónsdóttir (1904-1955). – Auður Jónsdóttir Víðis (1892-1980). Börn Jóns Jónssonar Þveræings, frá Þverá í Laxárdal og Halldóru Sigurðardóttur (1867-1957). Nafnið er dregið af hólmanum Víði í Laxá.

Vogfjörð Kristín Sigríður Vogfjörð (f. 1956). Barnabarn Kristínar Jónsdóttur Waagfjörð.

Vopnfjörð Bræðurnir Jakob, Sveinn og Guðjón Jónssynir frá Bökkum í Vopnafirði fóru til Kanada um 1890 og tóku upp ættarnafnið Vopnfjörð. Sveinn og Guðjón snéru aftur til Íslands en héldu ættarnafninu. Guðjón var þeirra elstur, f. 30. mars 1864. Skv. Íslendingabók hafa átta einstaklingar borið þetta eftirnafn.

W

Waag Árni Waag Hjálmarsson (1925-2001). Færeyskur að ætt.

Waage Ólafur Waage Gíslason (1760-1797), úr Kirkjuvogi, Gull. Steindór Jónsson Waage (1776-1825). Sonur Jóns Halldórssonar í Nesi í Selvogi.- Magnús Jónsson Waage (1799-1857). Sonur Jóns Daníelssonar í Stóru-Vogum. Nafnið er til sem þýskt nafn, dregið af merk. 'vægt' (GS).

Waagfjörð Kristín Jónsdóttir Waagfjörð (1890-1968). Sjá Vogfjörð.

Wathne Otto Wathne (1843-1898).

Weisshappel Fritz Weisshappel (f. 1908). – Helga Weisshappel Foster (1914-96).

Wendel 1910 Frederik Reinhard Wendel (1835-1920), verslunarstj. á Dýrafirði. (Hafn. 282)

West Guðmundur West Jasonarson (1633-1712), bóndi á Snæf. og Stokkseyri.

Wium Jens Wium ((1690)-1740), sýslumaður. Ættfaðir Wiumsættar. Danskt nafn.

Z

Zimsen 1919 Afkomendur Knud Due Christian Zimsens, konsúls og kaupm, Rvk.

Zoëga SH Jóhannes Zoëga (1747-1821), danskur að ætt, kom hingað til lands 1787, var tugtmeistari í Rvk. Ítalskt ættarnafn, en ættin hélt sig við Slésvík-Holtsetaland (í Danmörku og Þýskalandi).

Þ

Þorberg 1921 Egill Benediktsson (1893-1969), Kristján Benediktsson (1896-1974), Tómas Jakob Benediktsson (1898-1975), Kristján Ágúst Benediktsson (1899-1936) frá Ketilsstöðum. Einnig til sem ritháttur af Þorbergur sem eiginnafn. Ath. Þorbergsstaði (Árni Björnsson?)

Þormar 1919 Páll Guttormsson Þormar (1884-1948), Vigfús Guttormsson Þormar (1885-1974), Stefán Guttormsson Þormar (1887-1962), Arnheiður Guttormsdóttir Þormar (1889-1957), Sigmar Bergsteinn Guttormsson Þormar (1890-1976), Andrés Þorvarður Guttormsson Þormar (1895-1986), Geir Guttormsson Þormar (1897-1951). Börn Guttorms alþm. Vigfússonar í Geitagerði og Sigríðar Guðbjargar Önnu Sigmundsdóttur. Nafnið dregið af Guð-þormur. Einnig til sem karlmannsnafn.

Þorsteins 1921 Karl Andreas Eiríksson Þorsteins (1901-1987), stúdent Rvík. Kjörsonur Þorsteins Jónssonar, kaupm. á Seyðisfirði.

Þorsteinson 1924 Óskar Sig(urður) Elentínusson (f. 1897), stud. theol., Hf.

Þór 1917 Börn Þórarins Jónassonar á Ak., m.a. Vilhjálmur Þór (1899-1972). Einnig til sem karlmannsnafn.

Þórðarson 1915 Björn Þórðarson (1879-1963), sýslumaður og bræður.

Ö

Öfjord/Öfjörð SH Þórarinn Magnússon Öfjörð (1793-1823). Sonur Magnúsar Thorarensen (Þórarinssonar) á Munkaþverá. (Hafn. 150)

Önfjörð Brynjólfur Önfjörð Steinsson (1921-1981).

Örum 1910 Gunnmar Örum Nielsson Nielsen (1916-2001).

Örum-Nielsen 1910 Sjá Örum.

Örvar 1917 Kjartan Guðjón Tómasson (1892-1970), vélstjóri frá Ísafirði. Sonur Tómasar Gunnarssonar á Ísafirði. Einnig til sem karlmannsnafn.

Östlund 1910 Idar Georg Östlund (1901-1961).

Öxdal Baldur Öxdal Guðjónsson (1906-1979), f. að Austaralandi í Öxarfirði. Einnig til sem millinafn.

Viðauki.
Nokkur ættarnöfn Íslendinga erlendis

Brochmann Þorvaldur Grímsson Brochmann (1693-1763), fornfræðaritari í Svíþjóð. Úr Brokey.

Effersö Jón Guðmundsson Effersö (f. 1784), úr Örfirisey. Flutti til Færeyja.

Gudmann Guðmundur Magnússon (d. 1778), trésmiður í Kmh.

Muhle Finnur Muhle Þórólfsson (1740), frá Múla á Skálmarnesi, d. í Göttingen.

Rangel Þorsteinn Einarsson Rangel (1757-1826), prentari í Kmh. Kenndi sig við örnefnið Rangala í Dalasýslu, en hann var fæddur og uppalinn í Hvammi í Dölum.

Repp Þorleifur Guðmundsson Repp (1794-1857). Sonur sr. Guðmundar Böðvarssonar í Reykjadal í Ytrihrepp. Bókavörður í Danmörku og Skotlandi. (Hafn. 149).

Skógalín Þorvaldur Þorvaldsson Schovelin (1763-1825). Frá Skógum á Þelamörk, Eyf. Nafnið Schovelin er þekkt í Danmörku. (Á Ísl.slóðum, 172-173).

Snefjeld Lárus Snefjeld Jónsson (d. 1786), lögfræðingur í Kmh., skrifari í rentukammeri, frá Staðastað í Snæf. (Á Ísl.slóðum, 120).

Thorkelin Grímur Thorkelín Jónsson (1752-1829), leyndarskjalavörður í Kmh. Ari sýslum. í Haga Þorkelsson (um 1652-1730) var langafi hans. (Hafn. 120) - Magnús Thorkelín (Hafn. 61?).

Torfæus Þormóður Torfæus (Torfason) (1636-1619), konunglegur sagnaritari á Stangarlandi í Noregi.

 

Helstu heimildir

 1801 = Manntal á Íslandi 1801.
— 1910 = Skrá um ættarnöfn manna fæddra á Íslandi. Í: Íslensk mannanöfn samkvæmt manntalinu 1. des. 1910. Gefið út af Hagstofu Íslands. Rvk. 1915. (Hagskýrslur Íslands 5.). Bls. 124–125.
— Björn Th. Björnsson. Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn.Rvk. 1961.
— Björn Magnússon. Nafnalykill að Manntali á Íslandi 1801. Rvk. 1984.
— Bókavarðatal. Tekið saman af Guðrúnu Karlsdóttur. Rvk. 1987.
— Briemsætt. Niðjatal Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem, sýslumanns á Grund og konu hans, Valgerðar Árnadóttur. Eggert P. Briem og Þorsteinn Jónsson tóku saman niðjatal. Eggert Ásgeirsson tók saman æviskrár. Rvk. 1990.
— Brynleifur Tobiasson. Hver er maðurinn ? Íslendingaævir. I–II. Rvk. 1944.
— GS = Georg Søndergaard. Danske efternavne. Lademann. Kbh. 1991.
— Guðrún Kvaran. Inngangur. Nöfn Íslendinga. Rvk. 1991. Listar yfir skráð ættarnöfn á bls. 73–77.
— Guðrún Kvaran. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Rvk. 2011.
— Hafn. = Bjarni Jónsson frá Unnarholti. Íslenzkir Hafnarstúdentar. Ak. 1949.
— Íslendingabók – www.islendingabok.is
— Jón Guðnason. Íslenzkar æviskrár. VI. Rvk. 1976.
— Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Íslenzkir samtíðarmenn.I–II. Rvk. 1965–1967.
— Jón Steingrímsson. Ævisaga. 2. Útg. Rvk. 1945.
— Klingenbergsætt. Niðjatal Hans Klingenbergs bónda á Krossi á Akranesi og konu hans Steinunnar Ásmundsdóttur. ?
— Knudsensætt. Niðjatal Lauritz Michaels Knudsens kaupmanns í Reykjavík og konu hans Margrethe Andreu f. Hölter. Marta Valgerður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Þóra Ása Guðjohnsen tóku saman. 1–2. Rvk. 1986.
— Lárus Jóhannesson. Blöndalsættin. Niðjatal Guðrúnar Þórðardóttur og Björns Auðunssonar Blöndals. Jón Gíslason bjó til prentunar. Hf. 1981.
— Longætt. Niðjatal Richards Long verslunarstjóra í Reyðarfjarðarkaupstað, Þórunnar Þorleifsdóttur og Kristínar Þórarinsdóttur. I–III. Ritstjóri: Gunnlaugur Haraldsson. Rvk. 1998.
— PEÓ = Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár. I–V. Rvk. 1948–1952.
— Sagnfræðingatal. Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi. Rvk. 2006.
— SH = Sigurður Hansen. Skýrsla um ættarnöfn á Íslandi árið 1855, eptir stafrofsröð. Um mannaheiti á Íslandi árið 1855. Í: Skýrslur um landshagi á Íslandi. Fyrsta bindi. Kmh. 1858.
— Stefán Bjarnason. Íslenzkir samtíðarmenn. III. Rvk. 1970.
— Thorarensensætt. Niðjatal Þórarins Jónssonar sýslumanns á Stóru-Grund í Eyjafirði og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur. 1–4. Rvk. 1994.
— Um mannaheiti á Íslandi. Skýrslur um landshagi á Íslandi. 1ste B. s. 571–572. 1855.
— „Yfir þrjátíu dalir í símaskránni.“ Fréttablaðið 4/2 2005.
— Zoëgaætt. Niðjar Jóhannesar Zoëga og konu hans Ástríðar Jónsdóttur. Geir Agnar Zoëga tók saman. Rvk. 2000. Um uppruna ættarinnar, bls. 9 o.áfr.
— Ættarnafnabók 1915–1925. Handrit í Þjóðskjalasafni Íslands.

Birt þann 4. janúar 2010
Síðast breytt 22. apríl 2024