Málþing um Öskjugosið 1875
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá Öskjugosinu efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu. Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 28. mars kl. 15, en gosið hófst einmitt þann dag árið 1875.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
Elsa Guðný Björgvinsdóttir: „Allt dauðlegt hlítur að deyja“. Upplifun fólks af öskufallinu 1875
Katelin Marit Parsons: Handrit á hrakhólum. Öskjugos, vesturferðir og austfirsk handritamenning
Atli Antonsson: Eldfjallið, Íslendingurinn og heimurinn. Um eldgos í ljóðum frá síðari hluta nítjándu aldar
Við bendum einnig á að daginn eftir málþingið, 29. mars kl. 14–16, verður haldin fjölskyldusmiðja um ferðir Íslendinga til Vesturheims í kjölfarið á Öskjugosinu 1875.
Fjölskyldusmiðja – Ferðin til Nýja-Íslands
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Í fjölskyldusmiðjunni í Eddu fá þátttakendur að kynnast Nýja-Íslandi í Kanada sem stofnað var fyrir 150 árum ásamt því að fræðast um Öskjugosið árið 1875 sem varð til þess að margir Íslendingar héldu vestur um haf.
Hægt verður að hlusta á frásagnir Vestur-Íslendinga í Útvarpi Ísmús, skoða hvað mátti fara í koffortið, senda póstkort með afmæliskveðju til Nýja-Íslands o.fl.
Fjölskyldusmiðjan verður haldin í nýrri safnkennslustofu í Eddu á fyrstu hæð og hentar öllum aldurshópum. Umsjón smiðjunnar er í höndum Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar og Katelin Marit Parsons, verkefnisstjóra á Árnastofnun og aðjúnkts við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Sýningin Heimur í orðum er opin kl. 10–17.
Frítt er inn á sýninguna fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri.
Annars hugar: Martyna Daniel
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Martyna Daniel heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 1. apríl kl. 15–16. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Annars hugar.
Martyna Daniel er málari og kvikmyndatökumaður, fædd í Genf árið 1989, dóttir pólskrar móður og suðuramerísks föður. Eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum í Prag, þar sem hún sérhæfði sig í kvikmyndatöku, flutti hún til Íslands þar sem hún býr nú og starfar sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Martyna stofnaði og rekur ásamt fleiri listamönnum rými í Reykjavík sem nefnist Listastofan sem hélt viðburði af ýmsu tagi, svo sem módelteiknistundir, skapandi lestrarkvöld, myndlistarsýningar og vinnusmiðjur á árunum 2015 til 2019. Um þessar mundir situr hún í stjórn Ós pressunnar og Póetík í Reykjavík og tekur þátt í að skipuleggja bókmenntaviðburði ásamt ýmsum rithöfundum, auk þess sem hún vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu.
Himna kóngsins herbergi – tónlist úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Litarefni í handritum
Giulia Zorzan doktorsnemi mun halda fyrirlestur um litarefni í handritum.
Nánar um fyrirlesturinn sem verður haldinn á ensku:
Pigments in manuscripts
This lecture will examine the material aspects of medieval book production, focusing on the main colourants used to decorate and enhance the texts in manuscripts. Drawing on recent non-invasive chemical analyses of selected Icelandic manuscripts (some of which are on display in the World in Words Exhibition), the lecture will present new insights into the dyes and pigments available to Icelandic scribes and artists in the Middle Ages. The findings indicate that, while possible local materials such as earths and lichens were utilised, Icelandic craftsmen also relied heavily on imported materials. Significantly, some of these were of considerable value and were available in Europe through extensive trading routes extending to the East, such as the expensive lapis lazuli used to obtain the so-called “ultramarine blue”.
Hvernig á ég að snúa mér? Hárhamur og holdrosi í skinnhandritum
English below
Í fyrirlestrinum mun Lea D. Pokorny, doktorsnemi í sagnfræði, fjalla um hárham og holdrosa og hvernig þessar hliðar á skinnum dreifðust í íslenskum handritum. Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Fyrirkomulag skinnblaða í kverum er mikilvægt skref í handritagerð. Tvær viðteknar hefðir eru aðgreindar af fræðimönnum sem eiga við um Evrópu á miðöldum. Annars vegar „insular“-hefðin, þ.e.a.s. hefðin frá Bretlandseyjum þar sem blöðunum er raðað þannig að hárhamur snýr að holdrosa í opnu kveri og hins vegar meginlandshefðin þar sem hárhamur snýr að hárham og holdrosi að holdrosa, einnig kölluð „regla Gregorys“. Íslensk bókaframleiðsla á miðöldum hefur hingað til verið sögð hafa fylgt síðarnefndu hefðinni, þó ekki alltaf nákvæmlega. Í þessu erindi verður farið yfir kverabyggingu í íslenskum handritum frá 14. öld til að sýna fram á hvaða starfsháttum íslenskir bókagerðarmenn fylgdu.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
The arrangement of sheets of parchment into gatherings is an important step during manuscript production. In medieval Europe, two general traditions are differentiated by scholars: the insular practice, whereby the sheets are arranged so that hair-sides face flesh-sides in an opening, and the continental practice, whereby like faces like, also referred to as ‘Gregory’s rule’. Medieval Icelandic book production has hitherto been said to have followed, although not always faithfully, the latter practice. In this talk, the construction of gatherings in fourteenth-century Icelandic manuscripts will be examined in order to assert which practice Icelandic book makers followed.