Íslensk nútímamálsorðabók
er veforðabók með lýsingu á merkingu íslenskra orða og orðasambanda á íslensku. Í orðabókinni eru um 56 þúsund uppflettiorð.
BÍN
sýnir full beygingardæmi ríflega 350 þúsund íslenskra orða. Afbrigði af beygingarmyndum koma fram ásamt athugasemdum um notkun eftir því sem við á.
Íslensk stafsetningarorðabók
segir fyrir um rithátt um það bil 65 þúsund íslenskra orða samkvæmt opinberum ritreglum og gefur upplýsingar um beygingu þeirra auk stuttra notkunardæma.
Íðorðabanki Árnastofnunar
geymir rúmlega 70 rafræn orðasöfn í fjölmörgum sérfræðigreinum þar sem leita má að íslenskum eða erlendum íðorðum og fá þýðingu þeirra á öðru tungumáli. Í sumum söfnum er einnig skilgreining hugtaksins á íslensku.
Íslenskt orðanet
byggist á greiningu á merkingarvenslum innan orðaforðans eins og þau birtast í orðasamböndum og samsetningum, þar á meðal samheiti og andheiti. Uppflettiorðin eru ríflega 200 þúsund.
Samtalsorðabók
er ætlað að varpa ljósi á orð og orðasambönd sem einkum koma fyrir í talmáli og birta dæmi um notkun þeirra með texta- og hljóðdæmum. Orðabókin er enn í vinnslu.
Nýyrðavefurinn
er vefur þar sem almenningur getur sent inn nýyrði eða tillögur að nýyrðum. Orðin eru skráð í gagnagrunn og birtist úrval þeirra á Nýyrðavefnum.
Stafrænar útgáfur gamalla orðabóka
Íslensk orðsifjabók (1989)
eftir Ásgeir Blöndal Magnússon gefur upplýsingar um aldur og uppruna íslenskra orða og um skyldleika þeirra, bæði innbyrðis og við orð í öðrum málum.