Hafa ber í huga
að þessar orðabækur eru stafrænar endurútgáfur af áratugagömlum verkum. Þær eru höfundarverk þeirra sem sömdu þær á sínum tíma og hvorki efni þeirra né framsetning þess hefur verið eða mun verða endurskoðað.
Íslensk orðsifjabók (1989)
eftir Ásgeir Blöndal Magnússon gefur upplýsingar um aldur og uppruna íslenskra orða svo og um skyldleika íslenskra orða innbyrðis og við orð í öðrum málum.
Íslensk-dönsk orðabók (1920–1924)
eftir Sigfús Blöndal geymir ítarlega lýsingu á íslenskum orðaforða í upphafi 20. aldar. Hún er ein stærsta íslenska orðabókin sem hefur komið út með um 110 þúsund uppflettiorðum og mjög miklum og víðtækum skýringum.
Íslenzk-rússnesk orðabók (1962)
eftir Valéríj P. Bérkov hefur að geyma um 35 þúsund íslensk uppflettiorð með rússneskum jafnheitum eða þýðingum.
Orðabókarhandrit
Basknesk-íslensk orðasöfn
Handritamyndir úr fjórum orðasöfnum sem voru sennilega tekin saman á 17. öld, þegar baskneskir hvalveiðimenn sóttu á Íslandsmið, og hafa varðveist í handritum.
Safn úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
var skrifað á árunum 1734−1779 en orðabókin var aldrei gefin út. Verkið er merkileg heimild um orðaforða og málfar 18. aldar.