Skip to main content

Pistlar

Kumbari

Birtist upphaflega í mars 2004.

Orðið merkir 'kuggur, klunnalegt kaupskip'. Það kemur fyrir í nokkrum örnefnum: Kumbaravogur 1) Hjáleiga frá Stokkseyri í Árn., sem fyrst er getið 1703, = Kumbravogur. 2) Eyðibýli í landi Grafarbakka í Hrun. í Árn. (Kumbravogur). 3) Lítil vík norðan undir Bjarnarhafnarfjalli í Helgafellssveit í Snæf., milli Landeyjar og Kaupstaðartanga. 4) Vík í Melalandi á Skarðsströnd í Dal. 5) Í landi Svínaness í Múlahr. í A-Barð. og þar er einnig Kumbaratangi (Örnefnaskrá). Nafnið er sennilega frá 15. eða 16. öld, tengt ensku borginni Cumberland, annaðhvort sem 'maður frá Cumberland' eða 'skip af ákv. gerð, einkum til vöruflutninga' (Árni Óla, Grúsk V, 1976, 118–124). Kumbari er í Breiðuvík í Rauðasandshr., V-Barð. Það var sendinn pollur, fjaran og athafnasvæðið þar sem gert var að fiski. Þar var Kumbarabúð stærsta búðin.

Birt þann 20. júní 2018
Síðast breytt 24. október 2023