Orðabækur
Á íslenskusviði eru stundaðar rannsóknir og þróun á sviði orðabókafræði. Rannsóknum má einkum skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi lúta þær að gerð orðabóka þar sem sjónum er beint að því hvernig orðabækur eru framsettar og birtar og hvernig hægt er að þróa nýjar leiðir til að miðla orðfræðilegu efni. Sem dæmi um slíkar rannsóknir eru tilraunir til að nýta máltækni við gerð nýrrar íslensk-enskrar orðabókar. Í öðru lagi snúa rannsóknirnar að innihaldi orðabókaverka þar sem m.a. er skoðað hvernig orð eru valin í orðabækur, hvernig þau eru flokkuð og merkt og hvers konar dæmi eru notuð til að varpa ljósi á notkun. Þar má nefna rannsóknir á orðaforða í sögulegum orðabókum á borð við Dansk-íslenska orðabók Sigfúsar Blöndals.
Verkefni
Millimál og vélþýðingar í orðabókargerð
Verkefnið hófst um mitt ár 2021. Notaðar eru aðferðir máltækninnar þar sem jafnheiti úr veforðabókunum ISLEX (danska, norska, sænska og finnska) og LEXÍU (franska og þýska) eru notuð sem millimál ('pivot-mál') milli íslensku og ensku.
Talað mál í orðabókum