Stofnunin á ávallt aðild að ýmsum nefndum og þrjár stjórnsýslunefndir hafa aðsetur á stofnuninni sem annast skrifstofuhald fyrir þær.
Samstarfsnefnd milli HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Í samstarfsnefndinni fyrir hönd Árnastofnunar sitja auk forstöðumanns Guðrúnar Nordal, Svanhildur Óskarsdóttir Jóhannes B. Sigtryggsson og Rósa Þorsteinsdóttir.
- Sjá nánar hér
Íslensk málnefnd veitir stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gerir tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.
Málnefnd um íslenskt táknmál stuðlar að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkir stöðu þess og virðingu og beitir sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess.
- Sjá nánar hér.
Örnefnanefnd hefur margþætt hlutverk. Hún veitir t.d umsagnir um nöfn á nýjum sveitarfélögum og nýjum náttúrufyrirbærum innan sveitarfélaga. Í ákveðnum tilvikum úrskurðar hún einnig í ágreiningsmálum er varða örnefni, svo sem um nýtt eða breytt bæjarnafn eða götunafn, um nöfn á opinberum skiltum og um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni.
Auk þess má nefna tvær norrænar nefndir:
Nordkurs-nefndin stendur fyrir námskeiðum fyrir norræna stúdenta.
Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis.