Íslensk málnefnd
Íslensk málnefnd veitir stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gerir tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.
Málnefnd um íslenskt táknmál
Málnefnd um íslenskt táknmál stuðlar að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkir stöðu þess og virðingu og beitir sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess.
Nordkurs-nefndin
Nordkurs-nefndin stendur fyrir námskeiðum fyrir norræna stúdenta.
Samstarfsnefnd milli HÍ og SÁM
Í samstarfsnefndinni fyrir hönd Árnastofnunar sitja auk forstöðumanns Guðrúnar Nordal, Svanhildur Óskarsdóttir, Jóhannes B. Sigtryggsson og Rósa Þorsteinsdóttir.