Nöfn
Nafnfræði er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á nöfnum með áherslu á orðsifjar, uppruna og merkingu nafna en einnig beygingar þeirra.
Á menningarsviði eru stundaðar rannsóknir í nafnfræði og unnið að margvíslegum verkefnum sem tengjast örnefnum, meðal annars í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands (áður Landmælingar Íslands) og Þjóðskrá Íslands.
Örnefni á við vissa einingu í landslagi eða landsvæði, þ.e. merkir nafn á einhverjum stað. Örnefnafræði er sú undirgrein nafnfræðinnar sem fæst við skýringar á örnefnum og hvernig þau tengjast staðháttum, sögu og menningu íbúanna. Örnefnasafn Árnastofnunar, sjá nafnið.is, er náma fyrir rannsóknir á örnefnum.
Á menningarsviði eru stundaðar rannsóknir í nafnfræði og unnið að margvíslegum verkefnum sem tengjast örnefnum, meðal annars í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands (áður Landmælingar Íslands) og Þjóðskrá Íslands.
Örnefni á við vissa einingu í landslagi eða landsvæði, þ.e. merkir nafn á einhverjum stað. Örnefnafræði er sú undirgrein nafnfræðinnar sem fæst við skýringar á örnefnum og hvernig þau tengjast staðháttum, sögu og menningu íbúanna. Örnefnasafn Árnastofnunar, sjá nafnið.is, er náma fyrir rannsóknir á örnefnum.
Verkefni
Kvennaspor
Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands.