Skip to main content

Pistlar

Litrík teikning. Maður ríður asna eftir sveitavegi. Hann er með borð á höfðinu.
24. október 2022
Sagan af Ásmundi og vindi: Umhverfið í ævintýrum

Í þjóðfræðisafni stofnunarinnar finnast tvær upptökur þar sem sagnaþulir segja ævintýrið af Ásmundi og vindi. Eins og titill sögunnar gefur til kynna koma veður og vindur þar við sögu en söguhetjan Ásmundur fer þrisvar í ferðalag til þess að krefja vindinn um bætur fyrir að feykja allri töðunni af túninu. Sagnafólkið er Katrín Valdimarsdóttir (1898–1984) og Stefán Guðmundsson (1898–1983) og er hægt að hlusta á þau segja ævintýrið í gagnasafni þjóðfræðisafnsins á ismus.is.

" "
10. október 2022
innviðir

Í samfélagsumræðu er títt minnst á ýmiss konar innviði og hefur þetta orð sést æ oftar síðustu ár. Oft er talað um innviðauppbyggingu, eins og t.d. Borgarlínu eða jarðgangagerð. Nýverið var innviðaráðuneyti sett á laggirnar og á heimasíðu téðs ráðuneytis segir: „Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál.” Það er því ljóst að mjög margt sem snýr að skipulagi samfélagsins fellur undir innviði eins og orðið er oftast notað í dag.

Brautarholtsborg séð frá Lágafelli
29. ágúst 2022
Kjalarnes

Örnefnið Kjalarnes er gagnsætt að merkingu, samsett úr orðliðunum kjölur og nes. Eftirfarandi sögn hefur gengið í munnmælum á Kjalarnesi: „Fundu forfeður vorir kjöl af stóru skipi út fyrir Kjalarnestöngum, s.s. um Músarnes, og var þá landið hér undir Esju nefnt Kjalarnes“ (örnefnaskrá Brautarholts í örnefnasafni). Fyrir þessu eru þó ekki aðrar heimildir. Einnig hafa menn gert því skóna að eitthvað í umhverfinu skýri nafnið, sbr.

Bankarot
2. ágúst 2022
bankarot

Í íslenskum textum frá 19. öld og upphafi 20. aldar bregður fyrir orðinu bankarot, bæði sem nafnorði og lýsingarorði, um það sem nú er kallað gjaldþrot og (að vera/verða) gjaldþrota. Allnokkur dæmi um orðið er að finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Leysigeislar í mörgum litum
21. júní 2022
Leysar og leysigeislar

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Meðal spurninga um málnotkun og stafsetningu sem Árnastofnun hafa borist er hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni er: Nei. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessu.