Skip to main content

Pistlar

Tvær handritasíður
12. september 2023
Dygðaspegill í Dublin – Handrit Bjargar Aradóttur frá Sökku í Svarfaðardal

Í Trinity College Dublin er lítið íslenskt pappírshandrit (165x107mm) sem ber safnmarkið TCD MS 1036 (áður L.4.16). Í því er uppskrifaður dygðaspegill sem séra Jón Arason í Vatnsfirði þýddi árið 1639 en höfundur hans var þýskur prestur að nafni Lucas Martini. Dygðaspegillinn varð mjög vinsæll í Norður-Evrópu enda þýddur á ótal tungumál og margsinnis prentaður á þýsku. Hann var nokkrum sinnum gefinn út bæði á dönsku og sænsku á 17. og 18. öld en íslenska þýðingin hefur ekki komið út á prenti.