Skip to main content

Pistlar

Orðaský með ýmsum íslenskum orðum.
3. september 2024
Viðbætur við orðabókina

Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.

9. júlí 2024
Horfin orð

Orðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.

Þrír kúplar, eða baldakin, fyrir loftljós. Einn er svartur, annar hvítur og sá þriðji gylltur og flúraður.
4. júní 2024
baldakin

Nýlega var orðinu baldakin bætt við Íslenska nútímamálsorðabók í merkingunni ‘hlíf utan um ljósastæði’. Orðið er að finna í ýmsum orðabókum og af því eru til nokkuð mörg ritháttarafbrigði. Í Íslenskri orðsifjabók (1989) eru uppflettimyndirnar baldikin, baldrkinn, baldurskinn saman og merkingin er ‘silkiefni eða -tjald’. Þar er orðið sagt tökuorð úr miðlágþýsku, ‘baldekin’, og þaðan úr fornfrönsku, ‘baldaquin’, „eiginlega ‘efni eða dúkur frá Bagdad’“.

Horft ofan á ferkantaða brúnkubita (brownies). Inn á milli þeirra eru þrír gulir fíflar.
7. maí 2024
Eina brownies, takk!

Framandorð eru þau aðkomuorð í íslensku stundum kölluð sem hafa ekki aðlagast íslensku málkerfi að fullu. Dæmi um framandorð eru „brownies“ og „leggings“. Við fyrstu sýn gætu orðin virst hafa aðlagast íslensku beygingarkerfi lítt eða ekki. Framandorð eiga það hins vegar til að leyna talsvert á sér.

Stafli af orðabókum.
9. apríl 2024
Orð í orðabókum

Orðabækur gegna meðal annars því hlutverki að fanga orðaforða samtímans og lýsa honum. Það eru einkum fjórar leiðir sem notaðar hafa verið til að bæta við orðum í orðabækur.