Skip to main content

Pistlar

Blýantsteikning. Torfbær merktur "Hamar á Langadalsströnd" við sjó. Á sjónum dökkir flekkir, merktir "Skinnaköst". Fjær, eyja merkt "Borgarey".
26. september 2023
skinnaköst

Í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 má finna nafnorðið skinnaköst sem útskýrt er sem ‘vindsveipir, gárur (á sjó)‘. Orðið er að mestu horfið úr íslensku nútímamáli en í seðlasöfnum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna nokkur notkunardæmi. Elsta þekkta dæmið úr ritmáli er að finna í kverinu Ljódmæli Sigurdar Péturssonar sem gefið var út um miðja 19. öld. Yngstu dæmin eru hins vegar frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar og birtast aðallega í ritum tengdum sjómennsku.

""
24. apríl 2023
endemi

Nafnorðið endemi (einnig í myndinni endimi) vísar til einhvers sem er dæmalaust, óheyrilegt eða fáránlegt. Það er ekki síst notað í föstum orðasamböndum eins og (eitthvað er) með endemum ‘(eitthvað er) með fádæmum, fráleitt’ og (vera) fræg(ur) að endemum ‘(vera) þekkt(ur) fyrir eitthvað fráleitt eða hneykslanlegt’ svo og í upphrópuninni heyr á endemi! (sbr.

20. desember 2022
aðventa eða jólafasta

Birtist upphaflega í desember 2019.

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.

" "
10. október 2022
innviðir

Í samfélagsumræðu er títt minnst á ýmiss konar innviði og hefur þetta orð sést æ oftar síðustu ár. Oft er talað um innviðauppbyggingu, eins og t.d. Borgarlínu eða jarðgangagerð. Nýverið var innviðaráðuneyti sett á laggirnar og á heimasíðu téðs ráðuneytis segir: „Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál.” Það er því ljóst að mjög margt sem snýr að skipulagi samfélagsins fellur undir innviði eins og orðið er oftast notað í dag.

Bankarot
2. ágúst 2022
bankarot

Í íslenskum textum frá 19. öld og upphafi 20. aldar bregður fyrir orðinu bankarot, bæði sem nafnorði og lýsingarorði, um það sem nú er kallað gjaldþrot og (að vera/verða) gjaldþrota. Allnokkur dæmi um orðið er að finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

6. desember 2021
sprakki

Ein af útgáfubókum ársins 2021 hefur titilinn Sprakkar. Þótt form orðsins sé kunnuglegt — það rímar t.d. við orðmyndir eins og krakkarstakkarþakkar og pakkar — gæti það komið mörgum málnotendum ókunnuglega fyrir sjónir enda hafa höfundur bókarinnar og útgefendur séð ástæðu til að útskýra að þetta sé fleirtala af gömlu íslensku orði, sprakki, sem merki ‘röskleikakona, kvenskörungur’. Fjölmargar íslenskar orðabækur staðfesta tilvist þess í málinu frá gamalli tíð og finna má allmörg dæmi um orðið í söfnum Orðabókar Háskólans.

22. september 2021
sársvangur, banhungraður, glorsoltinn

Í íslensku eru að minnsta kosti þrjú lýsingarorð sem notuð eru til að lýsa þeim sem þarfnast matar. Algengast þeirra er líklega lýsingarorðið svangur en auk þess eru gjarnan notuð orðin hungraður og soltinn. Öll þessi orð eru þekkt úr fornmálinu en í nútímamáli koma tvö þau síðarnefndu þó sjaldnar fyrir ein og sér. Öll orðin geta myndað samsetningar með herðandi forlið, eins og sársvangur, banhungraður og glorsoltinn sem þá lýsa mikilli svengd.