Skip to main content

Pistlar

Orðið kaupfox sést hér í blaðagrein frá 1919.
9. september 2025
Kaupfox

Þórdís Úlfarsdóttir fjallar um þetta sérstaka orð.

Blýantsteikning. Torfbær merktur "Hamar á Langadalsströnd" við sjó. Á sjónum dökkir flekkir, merktir "Skinnaköst". Fjær, eyja merkt "Borgarey".
26. september 2023
skinnaköst

Í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 má finna nafnorðið skinnaköst sem útskýrt er sem ‘vindsveipir, gárur (á sjó)‘. Orðið er að mestu horfið úr íslensku nútímamáli en í seðlasöfnum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna nokkur notkunardæmi. Elsta þekkta dæmið úr ritmáli er að finna í kverinu Ljódmæli Sigurdar Péturssonar sem gefið var út um miðja 19. öld. Yngstu dæmin eru hins vegar frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar og birtast aðallega í ritum tengdum sjómennsku.

""
24. apríl 2023
endemi

Nafnorðið endemi (einnig í myndinni endimi) vísar til einhvers sem er dæmalaust, óheyrilegt eða fáránlegt. Það er ekki síst notað í föstum orðasamböndum eins og (eitthvað er) með endemum ‘(eitthvað er) með fádæmum, fráleitt’ og (vera) fræg(ur) að endemum ‘(vera) þekkt(ur) fyrir eitthvað fráleitt eða hneykslanlegt’ svo og í upphrópuninni heyr á endemi! (sbr.

20. desember 2022
aðventa eða jólafasta

Birtist upphaflega í desember 2019.

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.

" "
10. október 2022
innviðir

Í samfélagsumræðu er títt minnst á ýmiss konar innviði og hefur þetta orð sést æ oftar síðustu ár. Oft er talað um innviðauppbyggingu, eins og t.d. Borgarlínu eða jarðgangagerð. Nýverið var innviðaráðuneyti sett á laggirnar og á heimasíðu téðs ráðuneytis segir: „Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál.” Það er því ljóst að mjög margt sem snýr að skipulagi samfélagsins fellur undir innviði eins og orðið er oftast notað í dag.

Bankarot
2. ágúst 2022
bankarot

Í íslenskum textum frá 19. öld og upphafi 20. aldar bregður fyrir orðinu bankarot, bæði sem nafnorði og lýsingarorði, um það sem nú er kallað gjaldþrot og (að vera/verða) gjaldþrota. Allnokkur dæmi um orðið er að finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.