2. október 2019
Hér má heyra lestur Sveinbjargar Júlíu Kjartansdóttur Scheving á sögunni.
SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ
Í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður að vaka yfir líkum og var það oftast gjört við ljós ef nótt var eigi albjört.
Einu sinni dó galdramaður nokkur, forn í skapi og illur viðureignar. Vildu fáir verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til þess sem var hraustmenni mikið og fullhugi að því skapi.