Skip to main content
Handritasíða. Stórt, gyllt og ríkulega skreytt H fyllir nánast upp í síðuna. Mikið flúr í kring og tveir menn í litríkum klæðnaði. Annar þeirrar berar á sér rassinn.
21. maí 2024
Sögugabb

Ýmislegt bendir til að sagnaþulir hafi stundum fengið nóg eða hafi stundum alls ekki nennt að segja sögur. Í þjóðfræðisafni Árnastofnunar er nefnilega að finna alls konar „formúlur“ og jafnvel „formúlusögur“ sem notaðar voru í þeim tilfellum þar sem börn eða aðrir þrábáðu um sagnaskemmtun.