Skip to main content

Pistlar

20. júní 2018
Búrfell

Birtist upphaflega í ágúst 2002.

Búrfell eru 46 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. Nokkrir bæir bera líka þetta nafn. Búrfellin eru þessi:

20. júní 2018
Brellur

Birtist upphaflega í maí 2008.

Örnefnið Brellur með framburðinum -l-l- [brel:Yr] er þekkt á tveimur stöðum á Vestfjörðum.

20. júní 2018
Brauðholur og Þvottalaugar

Birtist upphaflega í janúar 2010.

Íslendingar hafa snemma lært að færa sér jarðhitann í nyt á ýmsa lund, til þrifnaðar og matseldar. Af því hafa sprottið örnefni eins og mörgum öðrum athöfnum mannsins í umhverfi sínu.  

20. júní 2018
Blikdalur

Birtist upphaflega í júní 2010.

Stundum er talað um Esju sem „bæjarfjall“ Reykvíkinga, og víst er að hún mun það fjall sem flestir landsmanna hafa fyrir augum daglega. Allmargir dalir ganga inn í fjallið og verða sums staðar einungis mjó höft milli botnanna. Inn í Esju vestanverða skerst Blikdalur – eða Bleikdalur – lengstur dalanna.

20. júní 2018
Bjalli

Birtist upphaflega í apríl 2008.

Elsta þekkta dæmið um örnefnið Bjalli er í samsetningunni Bjallabrekka undir Eyjafjöllum í Rang. sem Hauksbók Landnámabókar nefnir með þessum orðum:

Þrasi var son Þórólfs; hann fór af Hörðalandi til Íslands ok nam land millim Jökulsár ok Kaldaklofsár ok bjó á Bjallabrekku; þar heita nú Þrasastaðir skammt austr frá forsinum, en leiði Þrasa er fyrir vestan Forsá heldr nær ánni í Drangshlíð undir gnúpinum, ok er skriða á hlaupin. (Íslenzk fornrit I:339).