Skip to main content
20. desember 2022
aðventa eða jólafasta

Birtist upphaflega í desember 2019.

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.

""
21. nóvember 2022
Stækkum Íðorðabankann

Fjölmargar orðanefndir og áhugasamir einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum til þess að efla íslenskan orða- og hugtakaforða á ýmsum fræði- og starfsgreinasviðum með því að taka saman íðorðasöfn og birt þau í Íðorðabankanum. Slíkt er gríðarlega mikilvægt til að íslenska dafni sem tungumál og hægt verði að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Enn vantar þó íðorðasöfn á ýmsum sviðum, t.d. í efnafræði og heimspeki.

Upphaf

3. nóvember 2022
Örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2022 fjallar pistill nafnfræðisviðs að þessu sinni um örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Áherslan er á tvennt. Í fyrsta lagi verður stiklað á stóru um örnefnin sem koma fyrir á þeim jörðum og stöðum á Íslandi þar sem Jónas átti heima. Í öðru lagi verður kynnt örverkefni sem höfundur pistilsins vann sem framlag til dags íslenskrar tungu og lék sér að því að kortleggja örnefni sem koma fyrir í kvæðum Jónasar. 

Litrík teikning. Maður ríður asna eftir sveitavegi. Hann er með borð á höfðinu.
24. október 2022
Sagan af Ásmundi og vindi: Umhverfið í ævintýrum

Í þjóðfræðisafni stofnunarinnar finnast tvær upptökur þar sem sagnaþulir segja ævintýrið af Ásmundi og vindi. Eins og titill sögunnar gefur til kynna koma veður og vindur þar við sögu en söguhetjan Ásmundur fer þrisvar í ferðalag til þess að krefja vindinn um bætur fyrir að feykja allri töðunni af túninu. Sagnafólkið er Katrín Valdimarsdóttir (1898–1984) og Stefán Guðmundsson (1898–1983) og er hægt að hlusta á þau segja ævintýrið í gagnasafni þjóðfræðisafnsins á ismus.is.