Skip to main content
8. júlí 2020
„Upprunaligast og fornligast“

Seint á 19. öld þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og ævintýrum til útgáfu voru honum sendar uppskriftir af sögum víðs vegar að af landinu og fékk hann gjarnan mörg tilbrigði við sömu sögu frá mismunandi söfnurum. Jón skrifaðist mikið á við safnarana og í bréfunum var oft rætt um sögurnar og mismunandi útgáfur þeirra.

19. júní 2020
Trans

Á vefsíðunni Hinsegin ö-a er að finna mikinn og greinargóðan fróðleik um fjöldamörg hinsegin orð og hugtök. Þar segir m.a.:

„Undir trans regnhlífina falla trans karlar og trans konur, fólk sem fer í leiðréttingaraðgerðir, fólk sem fer ekki í aðgerðir og kynsegin fólk. Trans er á íslensku notað sem lýsingarorð eitt og sér (sbr. að vera trans) eða með öðrum orðum (sbr. hún er trans kona).“

Og enn fremur:

25. maí 2020
íþróttir og sport

Í fljótu bragði virðist mega líta á orðin íþrótt og sport sem samheiti. Í nýlegum orðabókum, bæði í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók, er sport skýrt sem ‘íþrótt(ir)’. Orðið sport kemur aftur á móti ekki fyrir í skýringum á orðinu íþrótt: 1 ‘leikni, fimi ...’; 2 ‘kerfisbundnar æfingar til að þjálfa líkamann (oft til að ná e-m tilsettum árangri, setja met o.þ.h.)’.

24. apríl 2020
„Fótur undir Fótarfæti“ og endurtekningar í örnefnum

„Fótur undir Fótarfæti“: þar elst upp Ólafur Kárason Ljósvíkingur í Heimsljósi Halldórs Laxness, og er ekki laust við að í nafngiftinni djarfi fyrir háði hjá skáldinu. Því að þótt þessi staður sé að vísu ekki til í raun og veru geymir íslensk örnefnaflóra mörg dæmi um samsett nöfn þar sem sami liður er endurtekinn. Talsvert er um þríliða samsetningar eins og Vatnshólsvatn, Fossárfoss og Gilsárgil, þar sem staður A er kenndur við stað B en síðan staður B við stað A svo út kemur mynstrið BAB.

22. apríl 2020
Þjóðfræði?

Stundum sér fólk þjóðfræðinga fyrir sér á sauðskinnsskóm að gæða sér á þeim mat sem tíðkast á þorrablótum. Þessi ímynd byggist á arfleifð nítjándu aldar og er fjarri þeirri þjóðfræði sem nú er stunduð. Þeir sem koma nærri þjóðfræðum eru að vísu oft áhugasamir um það gamla og glataða í leit að fólki sem ólst upp í torfbæjarsamfélagi síðustu aldar þegar álfar og huldufólk bjuggu í hverjum hól. En sveitasælan á stórum baðstofuheimilum nítjándu aldar er ekki lengur hin eina sanna íslenska þjóðmenning sem þjóðfræðingar geta gert að viðfangsefni sínu.

Óravíddir
14. apríl 2020
Asnaleg íslensk nýyrði?

Ný orð bætast sífellt við orðaforðann, jafnt tökuorð sem nýyrði. Hér verður athyglinni fyrst og fremst beint að þeirri íslensku orðmyndunarhefð að mynda ný orð úr innlendum stofnum. Samsetning er algengasta leiðin við myndun nýrra orða í íslensku en þá eru tveir eða fleiri stofnar tengdir saman til að mynda nýtt orð. Dæmi: lýðheilsa, úr lýður og heilsa, flugfélag, úr flug og félag. Þessi orðmyndunarleið er mjög virk og oft bætast slík orð við málið án þess að tekið sé eftir.

17. mars 2020
sóttkví

Uppruni og notkun

Orðið sóttkví og orðasambandið að setja (e-n) í sóttkví eru á allra vörum um þessar mundir. Sóttkví er kvenkynsorð sem er notað um það þegar fólki er gert að loka sig af tímabundið til að draga úr smithættu og afstýra útbreiðslu smitsjúkdóma. Það er sett saman úr orðunum sótt ‘veiki’, sem einkum er haft um smitsjúkdóma, og kvenkynsorðinu kví ‘aflokað svæði’.