Skip to main content

Pistlar

Vikjulvakakvæði við kvenmenn um nýársleyti

Guð sinn allan geymi lýð
fyrir grandi og illu fári;
líka hrepptu, lindin blíð,
lukku á þessu ári,
lukku á þessu ári.

Líf og önd, lauka strönd,
lausnarans verndi náðarhönd;
meinin vönd gjöri ei grönd,
so gegni einu hári,
líka hrepptu lukku á þessu ári.

Englar þig ágætlig
annist, farðu gæfustig,
eins og mig, angursrig
aldrei verði að sári,
líka hrepptu lukku á þessu ári.

Gefist fjör, gæfukjör
og gott allt það sem Jesús ber;
drjúga að þér dragi hvör
dagurinn sá klári
lukku á þessu ári,
lukku á þessu ári.

Birt þann 18. desember 2020
Síðast breytt 24. október 2023
Heimildir

Jón Samsonarson, Kvæði og dansleikir. 2. bindi. Almenna bókafélagið: Reykjavík, 1964. Bls. 151.