Stundum veltir fólk fyrir sér hversu gömul einstök orð eru. Íslensk orð eru misgömul og endurspegla langa sögu tungumálsins, allt frá frumindóevrópskum tíma fram á okkar daga.
Íslensk fræði eru kennd víða um heim, þar á meðal í Japan. Kennsla í vestrænum bókmenntum varð til þess að japanskir námsmenn komust fyrst í kynni við íslenska tungu og menningu sem var gjörólík þeirra eigin.
Það er alls ekki óalgengt að rekast á Biblíuhandrit frá 17. öld, jafnvel þótt Guðbrandsbiblía hafi verið prentuð árið 1584 og Þorláksbiblía á árunum 1637–1644. Með tilkomu prentverksins var síður en svo skrúfað fyrir framleiðslu handskrifaðra bóka; þvert á móti lifðu miðlarnir tveir, prentaða bókin og handritið, saman um langt skeið í dýnamísku og frjóu sambandi.
Undanfarið hafa orðið miklar framfarir í vélþýðingartækni og nú er svo komið að vélþýðingar geta gagnast mörgum sem vilja þýða texta á ýmsum sviðum úr íslensku á önnur mál eða úr öðrum málum á íslensku.
Handritin AM 371 4to, AM 544 4to og AM 675 4to eru venjulega talin skrifuð í upphafi fjórtándu aldar og eru samtals 141 blað. Þau hafa verið kölluð einu nafni Hauksbók og eru kennd við Hauk Erlendsson riddara, ríkisráðsmann og lögmann.
Starfsmenn Árnastofnunar líta um öxl og segja stuttlega frá þeim starfsstöðvum stofnunarinnar sem hafa nú verið kvaddar fyrir fullt og allt. Í þessum pistli segir Gísli Sigurðsson frá Árnagarði.
Starfsmenn Árnastofnunar líta um öxl og segja stuttlega frá þeim starfsstöðvum stofnunarinnar sem hafa nú verið kvaddar fyrir fullt og allt. Í þessum pistli segir Úlfar Bragason frá Þingholtsstræti 29.
Starfsmenn Árnastofnunar líta um öxl og segja stuttlega frá þeim starfsstöðvum stofnunarinnar sem hafa nú verið kvaddar fyrir fullt og allt. Í þessum pistli segir Ari Páll Kristinsson frá Laugavegi 13.
Í íslensku eru orðin skúr í merkingunni ‘(stutt) rigningardemba’ og skúr í merkingunni ‘(lítil og einföld) bygging’ samhljóma sem kallað er – þau eru borin eins fram og hafa sömu ritmynd en gjörólíka merkingu.
Flateyjarbók er elsta handrit sem geymir rímu en það er Ólafs ríma Haraldssonar. Ríman segir í stuttu máli frá kristniboði Ólafs konungs við upphaf elleftu aldar, falli hans í Stiklastaðabardaga og helgi hans eftir dauðann.