Skip to main content

Pistlar

Orðaský með ýmsum íslenskum orðum.
3. september 2024
Viðbætur við orðabókina

Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.

9. júlí 2024
Horfin orð

Orðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.

Sama skjalið sýnt með mismunandi ljósmyndaaðferðum svo síðurnar eru ýmist dökk- eða ljósbrúnar eða dökk- eða ljósgráar.
20. júní 2024
Uppskafningur Guðmundar góða

Fornbréf sem Árni Magnússon sankaði að sér eru yfir 5000 talsins, þar af rúmlega 2000 íslensk, og eru þá ótalin nokkur þúsund afrit sem Árni gerði eða lét gera eftir fornbréfum sem mörg hver hafa síðan glatast. Á meðal fornbréfanna eru þó nokkrir uppskafningar, þ.e.a.s. skinnblöð þar sem búið er að skafa eða nudda upprunalegan texta af skinninu til þess að koma þar fyrir nýjum texta.

Þrír kúplar, eða baldakin, fyrir loftljós. Einn er svartur, annar hvítur og sá þriðji gylltur og flúraður.
4. júní 2024
baldakin

Nýlega var orðinu baldakin bætt við Íslenska nútímamálsorðabók í merkingunni ‘hlíf utan um ljósastæði’. Orðið er að finna í ýmsum orðabókum og af því eru til nokkuð mörg ritháttarafbrigði. Í Íslenskri orðsifjabók (1989) eru uppflettimyndirnar baldikin, baldrkinn, baldurskinn saman og merkingin er ‘silkiefni eða -tjald’. Þar er orðið sagt tökuorð úr miðlágþýsku, ‘baldekin’, og þaðan úr fornfrönsku, ‘baldaquin’, „eiginlega ‘efni eða dúkur frá Bagdad’“.

Handritasíða. Stórt, gyllt og ríkulega skreytt H fyllir nánast upp í síðuna. Mikið flúr í kring og tveir menn í litríkum klæðnaði. Annar þeirrar berar á sér rassinn.
21. maí 2024
Sögugabb

Ýmislegt bendir til að sagnaþulir hafi stundum fengið nóg eða hafi stundum alls ekki nennt að segja sögur. Í þjóðfræðisafni Árnastofnunar er nefnilega að finna alls konar „formúlur“ og jafnvel „formúlusögur“ sem notaðar voru í þeim tilfellum þar sem börn eða aðrir þrábáðu um sagnaskemmtun.

Horft ofan á ferkantaða brúnkubita (brownies). Inn á milli þeirra eru þrír gulir fíflar.
7. maí 2024
Eina brownies, takk!

Framandorð eru þau aðkomuorð í íslensku stundum kölluð sem hafa ekki aðlagast íslensku málkerfi að fullu. Dæmi um framandorð eru „brownies“ og „leggings“. Við fyrstu sýn gætu orðin virst hafa aðlagast íslensku beygingarkerfi lítt eða ekki. Framandorð eiga það hins vegar til að leyna talsvert á sér.

Íslenskur fjárhundur, séður frá hlið, á grösugu túni.
23. apríl 2024
Íslensk hundanöfn að fornu og nýju

Ljóst er, alveg eins og á við um mannanöfn, að spurningar um sjálfsmynd manns og hugmyndafræði spila stóran þátt í hundanafnahefð á Íslandi – stundum á skýran hátt og stundum óskýran.

Stafli af orðabókum.
9. apríl 2024
Orð í orðabókum

Orðabækur gegna meðal annars því hlutverki að fanga orðaforða samtímans og lýsa honum. Það eru einkum fjórar leiðir sem notaðar hafa verið til að bæta við orðum í orðabækur.