Skip to main content

Dímon

Birtist upphaflega í maí 2004.

Dímon er örnefni sem kemur fyrir á nokkrum stöðum á landinu. Nafnið er ýmist karlkyns eða kvenkyns:

Dirgira-örnefni

Birtist upphaflega í ágúst 2003.

Í landi Reykjatorfu í Ölfusi í Árnessýslu er örnefnið Dirgirabotnar, mýrarbrúnin þar sem Ölfusborgir standa (Árbók Ferðafélagsins 2003:128). Þar eru einnig tveir Dirgiralækir, syðri og nyrðri, og Dirgiramýri.

Darri

Birtist upphaflega í júlí 2010.

Örnefnið Darri kemur fyrir á þremur stöðum á landinu, í öllum tilfellum sem heiti á fjalli eða hnjúk. Nafnið kemur aðeins fyrir í nyrstu hlutum landsins, tvisvar á Hornströndum og einu sinni í Fjörðum á Flateyjarskaga. Þá kemur nafnið Derrir einnig fyrir norðanlands, á fjalli í Eyjafjarðarsveit, milli Þorvaldsdals og Skíðadals. Þar að auki er mannsnafnið Darri vel þekkt á síðari tímum eftir að hafa verið endurvakið úr fornu máli á 20. öld.