Skip to main content

Brauðholur og Þvottalaugar

Birtist upphaflega í janúar 2010.

Íslendingar hafa snemma lært að færa sér jarðhitann í nyt á ýmsa lund, til þrifnaðar og matseldar. Af því hafa sprottið örnefni eins og mörgum öðrum athöfnum mannsins í umhverfi sínu.  

Blikdalur

Birtist upphaflega í júní 2010.

Stundum er talað um Esju sem „bæjarfjall“ Reykvíkinga, og víst er að hún mun það fjall sem flestir landsmanna hafa fyrir augum daglega. Allmargir dalir ganga inn í fjallið og verða sums staðar einungis mjó höft milli botnanna. Inn í Esju vestanverða skerst Blikdalur – eða Bleikdalur – lengstur dalanna.

Bjalli

Birtist upphaflega í apríl 2008.

Elsta þekkta dæmið um örnefnið Bjalli er í samsetningunni Bjallabrekka undir Eyjafjöllum í Rang. sem Hauksbók Landnámabókar nefnir með þessum orðum:

Þrasi var son Þórólfs; hann fór af Hörðalandi til Íslands ok nam land millim Jökulsár ok Kaldaklofsár ok bjó á Bjallabrekku; þar heita nú Þrasastaðir skammt austr frá forsinum, en leiði Þrasa er fyrir vestan Forsá heldr nær ánni í Drangshlíð undir gnúpinum, ok er skriða á hlaupin. (Íslenzk fornrit I:339).

Bár

Birtist upphaflega í júní 2009.

Tveir bæir á Íslandi hafa borið heitið Bár, annar í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, hinn í Flóa í Árnessýslu. Fyrrnefnda jörðin er nú tvískipt og heitir Suður-Bár og Norður-Bár.

Baula

Birtist upphaflega í apríl 2003.

Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: 

Amt

Birtist upphaflega í mars 2004.

Elsta dæmi um orðið amt er frá 16. öld, skv. heimildum, í merk. 'umboðsstjórnarsvæði', sem tökuorð úr dönsku, en það er ættað úr latínu, skylt orðunum ambátt og embætti. Í Stardal í Kjalarneshr. eru nokkrir hnúkar nefndir Amtið, og þar er einnig Stiftamt, en ekki er vitað um tildrög nafnanna.

Ambátt

Orðið ambátt er tökuorð úr keltnesku og lengra aftur latínu ambactus ('þjónn') og merkir 'ófrjáls kona, þræll'. Það hefur komist snemma inn í germönsk mál og hefur verið í íslensku frá fyrstu tíð. Allnokkur örnefni eru með þessum orðlið: