Skip to main content

Darri

Birtist upphaflega í júlí 2010.

Örnefnið Darri kemur fyrir á þremur stöðum á landinu, í öllum tilfellum sem heiti á fjalli eða hnjúk. Nafnið kemur aðeins fyrir í nyrstu hlutum landsins, tvisvar á Hornströndum og einu sinni í Fjörðum á Flateyjarskaga. Þá kemur nafnið Derrir einnig fyrir norðanlands, á fjalli í Eyjafjarðarsveit, milli Þorvaldsdals og Skíðadals. Þar að auki er mannsnafnið Darri vel þekkt á síðari tímum eftir að hafa verið endurvakið úr fornu máli á 20. öld.

Dalvík

​Birtist upphaflega í júní 2012.​

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og GimliReykjavíkÁrbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar sem Íslendingar fluttu með sér hingað á landnámsöld. Þannig geta örnefnin flust yfir meginhöf eins og ekkert sé.