Skip to main content

Dammur

Birtist upphaflega í mars 2004.

Orðið merkir 'tjörn (vegna stíflu), pollur, votlendi' og er líklega tökuorð úr miðlágþýsku dam 'stíflugarður'. Örnefnið Dammurvar til sem landamerkjaörnefni á Fellsströnd í Dal. (Ísl. fornbréfasafn VII:170 (1493)), síðar nefnt Saurpollur (Örnefnaskrá Arnarbælis). Það er til á nokkrum stöðum, t.d. sem blaut mýri í landi Iðu í Biskupstungum, sem mýrarsund í Vatnsnesi í Grímsnesi og býli í Sandvík í Norðfirði. Í samsetningu er það t.d. til sem Kaldaðarnesdammur í Árn.

Búrfell

Birtist upphaflega í ágúst 2002.

Búrfell eru 46 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. Nokkrir bæir bera líka þetta nafn. Búrfellin eru þessi:

Brellur

Birtist upphaflega í maí 2008.

Örnefnið Brellur með framburðinum -l-l- [brel:Yr] er þekkt á tveimur stöðum á Vestfjörðum.

Brauðholur og Þvottalaugar

Birtist upphaflega í janúar 2010.

Íslendingar hafa snemma lært að færa sér jarðhitann í nyt á ýmsa lund, til þrifnaðar og matseldar. Af því hafa sprottið örnefni eins og mörgum öðrum athöfnum mannsins í umhverfi sínu.