Skip to main content

Goðafoss

Birtist upphaflega í september 2007.

Örnefnið Goðafoss er a.m.k. til í 6 ám á landinu:

1) Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshr. í Strand.

2) Í Goðdalsá í Kaldrananeshr. í Strand. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal.

3) Í Hofsá í Svarfaðardal í Eyf.

Frakka-örnefni

Birtist upphaflega í október 2006.

Orðið frakki getur merkt ‘yfirhöfn’, ‘myglað hey’, ‘stórgert hey', ‘lélegur gripur’, ‘ryðgaður hlutur’ og svo Frakki ‘maður í/frá Frakklandi’ (Íslensk orðabók, bls. 379). Orðið er til sem forliður nokkurra örnefna en ekki er vitað í hvaða merkingu það er hverju sinni. Örnefni eru a.m.k. þessi: