Skip to main content

Gottáttuhrísla

Birtist upphaflega í maí 2015.

Oftar en ekki eru örnefni dauður hlutur og fastur punktur í tilverunni. Dæmi: fjall, gil, hraun. Því er þó ekki að neita að örnefni geta verið á hreyfingu. Lækurinn líður, fjaran hverfist fram og aftur, jökullinn skríður. Sjaldnast er þó hægt að horfa á örnefni vaxa og dafna, laufgast og sölna. Eitt er þó það örnefni, ef örnefni skyldi kalla, sem gerir einmitt það. Þetta er birkitré og gengur undir nafninu „Gottáttuhrísla“. Um hana segir svo í örnefnaskrá Hallormsstaðar eftir Hjörleif Guttormsson: