Skip to main content

Kerling

Kerling kemur víða fyrir sem nafn á fjalli, tindi eða drang og verða nokkur þeirra nefnd hér: 1) Drangur sem gnæfir upp úr líparítskriðu í vestanverðum Kerlingarfjöllum í Árn. Þar er líka Kerlingará í Kerlingargljúfri. 2) Drangur í vesturhlíð Kerlingarfjalls á Snæfellsnesi, við hana er kennd gamla leiðin um Kerlingarskarð. 3) Fjall eða tindur í landi Skálmarnesmúla í A-Barð. 4) Klettur, „líkt og bograndi kvenmaður“, á Lónseyri í Snæfjallahreppi í N-Ís.

Hvítabjarnar-örnefni

Birtist upphaflega í júlí 2008.

Hvítabjarnar-örnefni er að finna á a.m.k. þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum.